Íhugaði að senda ekkert sjónvarpsfólk til Egyptalands Anton Ingi Leifsson skrifar 10. janúar 2021 14:31 Danirnir fagna eftir sigur á Norðmönnum í æfingaleik í Kolding á fimmtudagskvöldið. Þeir töpuðu svo síðari leik liðanna í gærkvöldi. Jan Christensen/Getty TV 2 í Danmörku íhugaði að senda ekkert sjónvarpsfólk til Egyptaland á HM í handbolta þar í landi vega kórónuveirunnar. Þau enduðu þó með því að senda sitt fólk af stað, staðfestir John Jäger sjónvarpsstjóri TV 2 Sport. Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á flest allt í heiminum. Leikmenn eru hund óánægðir með IHF að þeir ætli að leyfa áhorfendum að koma inn á leikina á HM en fékk lítil svör. John Jäger segir að margar sviðsmyndir hafi komið upp hjá sjónvarpsstöðinni, sem sýnir frá mótinu í Danmörku, en að endingu hafi fólkið verið sent af stað, hafi viðkomandi sjónvarpsfólk viljað fara. „Það kom tímapunktur þar sem við ræddum um hvort að við ættum að senda fólk þangað. Við ræddum hvort að við ættum bara að hafa streymið og vera með okkar fólk í Óðinsvé en við breyttum því að endingu eftir að við fengum jákvæð skilaboð,“ sagði John Jäger. Mikkel Hansen beroliger: Vi er klar trods nederlag - https://t.co/NX1QBW2Frk pic.twitter.com/WaPLiQSZBu— HBOLD.dk (@HBOLDdk) January 9, 2021 „Ég hef sagt við alla starfsmenn mína að ef að það er einhver sem vill frekar vera í Danmörku en Kairó þá á hann að segja það við mig. Ég er þó nokkuð öruggur að það sé öruggt að fara af stað. Það er búið að kynna fyrir okkur öryggis- og hreinsunaraðgerðir.“ Thomas Kristensen og Bent Nyegaard hafa lýst dönsku landsleikjunum um árabil og þannig verður það áfram. Stjórnandi í settinu verður Morten Ankerdal og fyrrum landsliðsþjálfari kvenna Claus Møller Jacobsen verður spekingur. Blaðamaðurinn Heidi Møller Eskildsen tekur svo viðöl. „Þetta verður auðvitað minna í sniðum en áður. Það gildir þá sem verða á skjánum og liðið í kringum útsendinguna. Við sendum færri þangað svo þetta veltur mikið á okkar fólki í Óðinsvéum. Við höfum örugglega gert 374 plön eftir því hvernig staðan hefur verið,“ bætti John við. Danir mæta Barein í fyrsta leik mótsins 15. janúar. HM 2021 í handbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sjá meira
Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á flest allt í heiminum. Leikmenn eru hund óánægðir með IHF að þeir ætli að leyfa áhorfendum að koma inn á leikina á HM en fékk lítil svör. John Jäger segir að margar sviðsmyndir hafi komið upp hjá sjónvarpsstöðinni, sem sýnir frá mótinu í Danmörku, en að endingu hafi fólkið verið sent af stað, hafi viðkomandi sjónvarpsfólk viljað fara. „Það kom tímapunktur þar sem við ræddum um hvort að við ættum að senda fólk þangað. Við ræddum hvort að við ættum bara að hafa streymið og vera með okkar fólk í Óðinsvé en við breyttum því að endingu eftir að við fengum jákvæð skilaboð,“ sagði John Jäger. Mikkel Hansen beroliger: Vi er klar trods nederlag - https://t.co/NX1QBW2Frk pic.twitter.com/WaPLiQSZBu— HBOLD.dk (@HBOLDdk) January 9, 2021 „Ég hef sagt við alla starfsmenn mína að ef að það er einhver sem vill frekar vera í Danmörku en Kairó þá á hann að segja það við mig. Ég er þó nokkuð öruggur að það sé öruggt að fara af stað. Það er búið að kynna fyrir okkur öryggis- og hreinsunaraðgerðir.“ Thomas Kristensen og Bent Nyegaard hafa lýst dönsku landsleikjunum um árabil og þannig verður það áfram. Stjórnandi í settinu verður Morten Ankerdal og fyrrum landsliðsþjálfari kvenna Claus Møller Jacobsen verður spekingur. Blaðamaðurinn Heidi Møller Eskildsen tekur svo viðöl. „Þetta verður auðvitað minna í sniðum en áður. Það gildir þá sem verða á skjánum og liðið í kringum útsendinguna. Við sendum færri þangað svo þetta veltur mikið á okkar fólki í Óðinsvéum. Við höfum örugglega gert 374 plön eftir því hvernig staðan hefur verið,“ bætti John við. Danir mæta Barein í fyrsta leik mótsins 15. janúar.
HM 2021 í handbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni