Umfjöllun: Ísland - Portúgal 32-23 | Níu marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2021 17:48 Ýmir Örn Gíslason var öflugur í íslensku vörninni sem fékk aðeins tíu mörk á sig í seinni hálfleik. EPA/ESTELA SILVA Ísland vann stórsigur á Portúgal, 32-23, á Ásvöllum í öðrum leik liðanna af þremur á átta dögum. Íslendingum dugar nú að vinna síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2022 til að enda á toppi riðils 4. Eftir 25 mínútur benti nákvæmlega ekkert til þess að níu marka sigur yrði niðurstaðan. Portúgal var þá fimm mörkum yfir, 7-12, og með öll völd á vellinum. En misheppnuð sjö á sex tilraun Portúgala hleypti Íslendingum inn í leikinn. Íslensku strákarnir gripu tækifærið með báðum höndum, voru bara einu marki undir í hálfleik, 12-13, og svo miklu betri í seinni hálfleiknum. Þar fór Ágúst Elí Björgvinsson á kostum og tryggði sér væntanlega byrjunarliðssæti í fyrsta leiknum á HM sem er einmitt gegn Portúgal á fimmtudaginn. Hafnfirðingurinn varði ellefu skot, eða 41 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Bjarki Már Elísson átti sömuleiðis frábæran leik og var markahæsti leikmaður Íslands með níu mörk úr aðeins tíu skotum. Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson, Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason léku fyrir utan í seinni hálfleik og komust afar vel frá sínu. Ýmir Örn Gíslason var frábær í vörninni og Elliði Snær Viðarsson vann sér inn prik með öflugri frammistöðu á báðum endum vallarins. Ísland og Portúgal hafa nú unnið sitt hvora viðureignina í þessum þríleik sem lýkur í Egyptalandi á fimmtudaginn. Afleikur Portúgala Fyrstu 25 mínúturnar voru skelfilegar af Íslands hálfu. Sóknarleikurinn var enn stirðaði en í fyrri hálfleiknum á miðvikudaginn og vörnin var líka hriplek. Þá var markvarslan engin. Þrátt fyrir góða innkomu á miðvikudaginn byrjaði Ágúst Elí á bekknum en kom snemma inn á fyrir Björgvin Pál Gústavsson sem hafði ekki varið skot. Portúgalir voru miklu sterkari framan af leik, og það í bókstaflegri merkingu. Munurinn á líkamsstyrk var áþreifanlegur og íslensku leikmennirnir réðu lítið við þá portúgölsku maður gegn manni. Íslenska liðið átti fáar lausnir í sókninni, leikmenn virkuðu ragir og fundu ekki glufur á þéttri portúgalskri vörn. Í leiknum á miðvikudaginn tóku Portúgalir fram úr eftir að hafa sett sjöunda sóknarmanninn inn á. Það hafði þveröfug áhrif í þessum leik. Portúgal byrjaði að spila sjö á sex í stöðunni 7-12 og reyndist hinn mesti afleikur. Ísland skoraði fimm mörk í röð og jafnaði. Fyrstu fjögur mörkin komu með skotum yfir allan völlinn þar sem markvörður Portúgals sat á bekknum. Gestirnir skoruðu síðasta mark fyrri hálfleiks og leiddu, 12-13, að honum loknum. Staða sem íslenska liðið gat ágætlega við unað eftir afleitar fyrstu 25 mínútur. Magnaður viðsnúningur Í seinni hálfleik var íslenska liðið svo miklu sterkara og spilaði frábærlega á öllum sviðum. Ágúst Elí varði allt sem á markið kom og Portúgal skoraði aðeins tíu mörk í seinni hálfleiknum. Sóknarleikurinn gekk svo miklu betur og hraðaupphlaupin gengu smurt. Ísland skoraði fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og náði forystunni, 15-13. Ísland lét forskotið ekki af hendi eftir þetta. Portúgalir héngu í Íslendingum framan af seinni hálfleik en eftir um 12-13 mínútur í seinni hálfleik skildu leiðir. Íslendingar breyttu stöðunni úr 18-17 og 25-17 og þá var björninn unninn. Íslenska liðið raðaði inn mörkum á lokakaflanum og náði mest tíu marka forskoti. Á endanum munaði níu mörkum á liðunum, 32-23, og öruggur íslenskur sigur staðreynd. Frammistaðan í seinni hálfleik gefur góð fyrirheit fyrir heimsmeistaramótið en íslenska liðið hefur væntanlega ekki efni á að byrja jafn illa og það gerði í dag. En jákvæðu punktarnir eru klárlega fleiri en þeir neikvæðu eftir þessa fyrstu tvær viðureignir í þríleiknum gegn Portúgal.
Eftir 25 mínútur benti nákvæmlega ekkert til þess að níu marka sigur yrði niðurstaðan. Portúgal var þá fimm mörkum yfir, 7-12, og með öll völd á vellinum. En misheppnuð sjö á sex tilraun Portúgala hleypti Íslendingum inn í leikinn. Íslensku strákarnir gripu tækifærið með báðum höndum, voru bara einu marki undir í hálfleik, 12-13, og svo miklu betri í seinni hálfleiknum. Þar fór Ágúst Elí Björgvinsson á kostum og tryggði sér væntanlega byrjunarliðssæti í fyrsta leiknum á HM sem er einmitt gegn Portúgal á fimmtudaginn. Hafnfirðingurinn varði ellefu skot, eða 41 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Bjarki Már Elísson átti sömuleiðis frábæran leik og var markahæsti leikmaður Íslands með níu mörk úr aðeins tíu skotum. Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson, Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason léku fyrir utan í seinni hálfleik og komust afar vel frá sínu. Ýmir Örn Gíslason var frábær í vörninni og Elliði Snær Viðarsson vann sér inn prik með öflugri frammistöðu á báðum endum vallarins. Ísland og Portúgal hafa nú unnið sitt hvora viðureignina í þessum þríleik sem lýkur í Egyptalandi á fimmtudaginn. Afleikur Portúgala Fyrstu 25 mínúturnar voru skelfilegar af Íslands hálfu. Sóknarleikurinn var enn stirðaði en í fyrri hálfleiknum á miðvikudaginn og vörnin var líka hriplek. Þá var markvarslan engin. Þrátt fyrir góða innkomu á miðvikudaginn byrjaði Ágúst Elí á bekknum en kom snemma inn á fyrir Björgvin Pál Gústavsson sem hafði ekki varið skot. Portúgalir voru miklu sterkari framan af leik, og það í bókstaflegri merkingu. Munurinn á líkamsstyrk var áþreifanlegur og íslensku leikmennirnir réðu lítið við þá portúgölsku maður gegn manni. Íslenska liðið átti fáar lausnir í sókninni, leikmenn virkuðu ragir og fundu ekki glufur á þéttri portúgalskri vörn. Í leiknum á miðvikudaginn tóku Portúgalir fram úr eftir að hafa sett sjöunda sóknarmanninn inn á. Það hafði þveröfug áhrif í þessum leik. Portúgal byrjaði að spila sjö á sex í stöðunni 7-12 og reyndist hinn mesti afleikur. Ísland skoraði fimm mörk í röð og jafnaði. Fyrstu fjögur mörkin komu með skotum yfir allan völlinn þar sem markvörður Portúgals sat á bekknum. Gestirnir skoruðu síðasta mark fyrri hálfleiks og leiddu, 12-13, að honum loknum. Staða sem íslenska liðið gat ágætlega við unað eftir afleitar fyrstu 25 mínútur. Magnaður viðsnúningur Í seinni hálfleik var íslenska liðið svo miklu sterkara og spilaði frábærlega á öllum sviðum. Ágúst Elí varði allt sem á markið kom og Portúgal skoraði aðeins tíu mörk í seinni hálfleiknum. Sóknarleikurinn gekk svo miklu betur og hraðaupphlaupin gengu smurt. Ísland skoraði fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og náði forystunni, 15-13. Ísland lét forskotið ekki af hendi eftir þetta. Portúgalir héngu í Íslendingum framan af seinni hálfleik en eftir um 12-13 mínútur í seinni hálfleik skildu leiðir. Íslendingar breyttu stöðunni úr 18-17 og 25-17 og þá var björninn unninn. Íslenska liðið raðaði inn mörkum á lokakaflanum og náði mest tíu marka forskoti. Á endanum munaði níu mörkum á liðunum, 32-23, og öruggur íslenskur sigur staðreynd. Frammistaðan í seinni hálfleik gefur góð fyrirheit fyrir heimsmeistaramótið en íslenska liðið hefur væntanlega ekki efni á að byrja jafn illa og það gerði í dag. En jákvæðu punktarnir eru klárlega fleiri en þeir neikvæðu eftir þessa fyrstu tvær viðureignir í þríleiknum gegn Portúgal.
EM 2022 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira