„Gleðidagur fyrir íslenskt íþróttalíf“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2021 15:00 Einhvern veginn svona er stemmningin hjá íslensku íþróttafólki í dag. vísir/hulda margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta, segir tíðindi dagsins, um keppni í íþróttum hafi aftur fengið grænt ljós, séu kærkomin. Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra lagði sóttvarnalæknir til að keppni og æfingar í íþróttum í öllum aldursflokkum yrðu heimilar frá og með miðvikudeginum 13. janúar, að því gefnu að kórónuveirufaraldurinn haldist í lágmarki. Engir áhorfendur mega þó vera á leikjum. Tillögurnar gilda til 17. febrúar. Ekki hefur verið leikið á Íslandsmótinu í handbolta síðan í byrjun október og ekki er langt síðan leikmenn máttu byrja að æfa saman á ný. „Þetta eru frábærar fréttir og mikil tilhlökkun að komast út á gólfið. Ekki síst fyrir unglingana, 3. flokkinn, sem hafa verið í frosti og við höfum haft miklar áhyggjur af. Það er gott að þeir fái að komast í gang og við fáum að spila,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi í dag. Keppni í Olís-deild kvenna hefst laugardaginn 16. janúar og karladeildin hefst svo 24. janúar. „Vonandi náum við að keyra mótið áfram og enn er nægur tími,“ sagði Gunnar en HSÍ hefur gefið sér frest fram í júní til að ljúka keppni á Íslandsmótinu. „Það er tilhlökkun hjá öllum og þetta er kannski það sem menn þurftu í upphafi árs, svona jákvæðar fréttir,“ sagði Gunnar. „Það hefði verið högg að þurfa að bíða lengur því þá hefði mótið líka verið í meiri hættu.“ Gunnar segir að Mosfellingar séu búnir að æfa vel að undanförnu og klárir í bátana. „Við erum búnir að æfa á fullu og nú fara menn bara að skipuleggja æfingaleiki í Olís-deildinni strax eftir 12. janúar og komast í gang. Þetta er gleðidagur fyrir íslenskt íþróttalíf,“ sagði Gunnar að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra lagði sóttvarnalæknir til að keppni og æfingar í íþróttum í öllum aldursflokkum yrðu heimilar frá og með miðvikudeginum 13. janúar, að því gefnu að kórónuveirufaraldurinn haldist í lágmarki. Engir áhorfendur mega þó vera á leikjum. Tillögurnar gilda til 17. febrúar. Ekki hefur verið leikið á Íslandsmótinu í handbolta síðan í byrjun október og ekki er langt síðan leikmenn máttu byrja að æfa saman á ný. „Þetta eru frábærar fréttir og mikil tilhlökkun að komast út á gólfið. Ekki síst fyrir unglingana, 3. flokkinn, sem hafa verið í frosti og við höfum haft miklar áhyggjur af. Það er gott að þeir fái að komast í gang og við fáum að spila,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi í dag. Keppni í Olís-deild kvenna hefst laugardaginn 16. janúar og karladeildin hefst svo 24. janúar. „Vonandi náum við að keyra mótið áfram og enn er nægur tími,“ sagði Gunnar en HSÍ hefur gefið sér frest fram í júní til að ljúka keppni á Íslandsmótinu. „Það er tilhlökkun hjá öllum og þetta er kannski það sem menn þurftu í upphafi árs, svona jákvæðar fréttir,“ sagði Gunnar. „Það hefði verið högg að þurfa að bíða lengur því þá hefði mótið líka verið í meiri hættu.“ Gunnar segir að Mosfellingar séu búnir að æfa vel að undanförnu og klárir í bátana. „Við erum búnir að æfa á fullu og nú fara menn bara að skipuleggja æfingaleiki í Olís-deildinni strax eftir 12. janúar og komast í gang. Þetta er gleðidagur fyrir íslenskt íþróttalíf,“ sagði Gunnar að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni