Ekkert mark frá íslensku línumönnunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2021 13:30 Arnar Freyr Arnarsson hafði hægt um sig í íslensku sókninni gegn Portúgal. vísir/vilhelm Línumenn íslenska handboltalandsliðsins skoruðu ekki mark í tapinu fyrir Portúgal, 26-24, í undankeppni EM 2022 í gær. Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson skoraði eina mark íslenska liðsins af línu í leiknum. Arnar Freyr Arnarsson lék á línunni nánast allan fyrri hálfleikinn og Kári Kristján Kristjánsson tók svo stöðu hans í seinni hálfleik. Þeim tókst ekki að skora og raunar átti hvorugur þeirra skot að marki í leiknum í gær. Þeir fiskuðu sitt hvort vítakastið. Sé litið á skotdreifingu íslenska liðsins í leiknum í gær samkvæmt HB Statz komu aðeins tvö prósent skota þess af línunni. Hins vegar komu 24 prósent skota Portúgals af línu, jafn mörg og fyrir utan. Fjörtíu prósent skota íslenska liðsins voru aftur á móti fyrir utan. Eina mark Íslands af línu í leiknum skoraði Arnór þegar hann fylgdi eftir eigin vítakasti sem Alfredo Quintana varði frá honum í fyrri hálfleik. Það var eitt þriggja víta sem fóru í súginn hjá íslenska liðinu í gær. Ekki nýtt vandamál Undanfarin ár hefur íslenska liðið sárlega vantað fleiri mörk af línunni svo vandamálið er ekki nýtt af nálinni. Á HM 2019 lék Arnar Freyr að mestu á línunni og skoraði tólf mörk í átta leikjum. Ýmir Örn Gíslason skoraði þrjú mörk en lék ekki mikið á mótinu. Til að freista þess að auka sóknaraflið á línunni hóaði Guðmundur Guðmundsson aftur í Kára fyrir EM 2020. Eyjamaðurinn var frábær í sigrinum á Dönum í fyrsta leik EM og skoraði fjögur mörk. Hann náði ekki alveg að fylgja því eftir og skoraði ellefu mörk í hinum sex leikjum Íslands á mótinu. Hinir línumennirnir, Arnar Freyr, Ýmir Örn Gíslason og Sveinn Jóhannsson, skoruðu einungis fimm mörk samanlagt á EM. Í stórsigrinum á Litáen, 36-20, í undankeppni EM í nóvember á síðasta ári skoraði Ísland aðeins þrjú mörk úr sjö skotum af línunni. Arnar Freyr skoraði tvö þeirra en þurfti til þess fimm skot. Í HM-hópi Guðmundar eru fjórir línumenn; Arnar Freyr, Kári, Ýmir og svo Elliði Snær Viðarsson sem fór ekki með til Portúgals. Sá síðastnefndi er kannski þekktari fyrir góðan varnarleik og að vera snöggur fram en fyrir að vera sóknarlínumaður en hefur staðið sig með miklum ágætum á sínu fyrsta tímabili hjá þýska B-deildarliðinu Gummersbach. Athyglisvert verður að sjá hvort hann fái tækifæri gegn Portúgal á Ásvöllum á sunnudaginn. EM 2022 í handbolta HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. 7. janúar 2021 11:00 Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30 Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Arnar Freyr Arnarsson lék á línunni nánast allan fyrri hálfleikinn og Kári Kristján Kristjánsson tók svo stöðu hans í seinni hálfleik. Þeim tókst ekki að skora og raunar átti hvorugur þeirra skot að marki í leiknum í gær. Þeir fiskuðu sitt hvort vítakastið. Sé litið á skotdreifingu íslenska liðsins í leiknum í gær samkvæmt HB Statz komu aðeins tvö prósent skota þess af línunni. Hins vegar komu 24 prósent skota Portúgals af línu, jafn mörg og fyrir utan. Fjörtíu prósent skota íslenska liðsins voru aftur á móti fyrir utan. Eina mark Íslands af línu í leiknum skoraði Arnór þegar hann fylgdi eftir eigin vítakasti sem Alfredo Quintana varði frá honum í fyrri hálfleik. Það var eitt þriggja víta sem fóru í súginn hjá íslenska liðinu í gær. Ekki nýtt vandamál Undanfarin ár hefur íslenska liðið sárlega vantað fleiri mörk af línunni svo vandamálið er ekki nýtt af nálinni. Á HM 2019 lék Arnar Freyr að mestu á línunni og skoraði tólf mörk í átta leikjum. Ýmir Örn Gíslason skoraði þrjú mörk en lék ekki mikið á mótinu. Til að freista þess að auka sóknaraflið á línunni hóaði Guðmundur Guðmundsson aftur í Kára fyrir EM 2020. Eyjamaðurinn var frábær í sigrinum á Dönum í fyrsta leik EM og skoraði fjögur mörk. Hann náði ekki alveg að fylgja því eftir og skoraði ellefu mörk í hinum sex leikjum Íslands á mótinu. Hinir línumennirnir, Arnar Freyr, Ýmir Örn Gíslason og Sveinn Jóhannsson, skoruðu einungis fimm mörk samanlagt á EM. Í stórsigrinum á Litáen, 36-20, í undankeppni EM í nóvember á síðasta ári skoraði Ísland aðeins þrjú mörk úr sjö skotum af línunni. Arnar Freyr skoraði tvö þeirra en þurfti til þess fimm skot. Í HM-hópi Guðmundar eru fjórir línumenn; Arnar Freyr, Kári, Ýmir og svo Elliði Snær Viðarsson sem fór ekki með til Portúgals. Sá síðastnefndi er kannski þekktari fyrir góðan varnarleik og að vera snöggur fram en fyrir að vera sóknarlínumaður en hefur staðið sig með miklum ágætum á sínu fyrsta tímabili hjá þýska B-deildarliðinu Gummersbach. Athyglisvert verður að sjá hvort hann fái tækifæri gegn Portúgal á Ásvöllum á sunnudaginn.
EM 2022 í handbolta HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. 7. janúar 2021 11:00 Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30 Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. 7. janúar 2021 11:00
Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30
Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21