Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2021 11:00 Ágúst Elí Björgvinsson og Viktor Gísli Hallgrímsson stóðu vaktina í íslenska markinu gegn Portúgal í gær. vísir/andri marinó Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. Ágúst Elí kom inn á fyrir Viktor Gísla Hallgrímsson í seinni hálfleik. Hafnfirðingurinn fór rólega af stað og náði sér ekki almennilega á strik fyrr en eftir að hafa fengið sýnikennslu í markvörslu frá landsliðsþjálfaranum Guðmundi Guðmundssyni. Eftir að Miguel Martins kom Portúgal í 19-17 þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik gekk Guðmundur til Ágústs Elís og sýndi honum hvernig hann ætti að bera sig að í markinu með miklum tilþrifum. . @logigeirsson og @Minnaermeira höfðu gaman að því hvernig Gummi sýndi Ágústi hvernig ætti að verja. @RanieNro sat með strákunum í myndverinu í gær eftir leik. pic.twitter.com/KuTIIfMt4b— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 7, 2021 Þessi sýnikennsla Guðmundar hafði góð áhrif á Ágúst Elí sem hrökk í gang svo um munaði og varði sjö skot það sem eftir lifði leiks. Hafnfirðingurinn var með 44 prósent hlutfallsmarkvörslu og framlag hans var nálægt því að skila íslenska liðinu stigi. „Já, ég vildi sýna honum hvernig ætti að taka boltann,“ sagði Guðmundur léttur í bragði við Vísi í dag. „Ég var aðeins að byrsta mig við hann, það hafði góð áhrif á hann. Ég vildi meira „agressívitet“ og það gekk bara vel,“ bætti hann við. Portúgal vann á endanum tveggja marka sigur, 26-24, og hefur unnið alla þrjá leiki sína í undankeppni EM. Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki. Ísland og Portúgal mætast aftur á Ásvöllum á sunnudaginn í undankeppni EM og svo á HM í Egyptalandi á fimmtudaginn eftir viku. Ágúst Elí er einn þriggja markvarða í íslenska HM-hópnum ásamt Viktori Gísla og Björgvini Páli Gústavssyni sem fór ekki með til Portúgals. Ágúst Elí lék með Íslandi á EM 2018 og HM 2019 en fór ekki á EM í fyrra. EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hafi orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Ágúst Elí kom inn á fyrir Viktor Gísla Hallgrímsson í seinni hálfleik. Hafnfirðingurinn fór rólega af stað og náði sér ekki almennilega á strik fyrr en eftir að hafa fengið sýnikennslu í markvörslu frá landsliðsþjálfaranum Guðmundi Guðmundssyni. Eftir að Miguel Martins kom Portúgal í 19-17 þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik gekk Guðmundur til Ágústs Elís og sýndi honum hvernig hann ætti að bera sig að í markinu með miklum tilþrifum. . @logigeirsson og @Minnaermeira höfðu gaman að því hvernig Gummi sýndi Ágústi hvernig ætti að verja. @RanieNro sat með strákunum í myndverinu í gær eftir leik. pic.twitter.com/KuTIIfMt4b— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 7, 2021 Þessi sýnikennsla Guðmundar hafði góð áhrif á Ágúst Elí sem hrökk í gang svo um munaði og varði sjö skot það sem eftir lifði leiks. Hafnfirðingurinn var með 44 prósent hlutfallsmarkvörslu og framlag hans var nálægt því að skila íslenska liðinu stigi. „Já, ég vildi sýna honum hvernig ætti að taka boltann,“ sagði Guðmundur léttur í bragði við Vísi í dag. „Ég var aðeins að byrsta mig við hann, það hafði góð áhrif á hann. Ég vildi meira „agressívitet“ og það gekk bara vel,“ bætti hann við. Portúgal vann á endanum tveggja marka sigur, 26-24, og hefur unnið alla þrjá leiki sína í undankeppni EM. Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki. Ísland og Portúgal mætast aftur á Ásvöllum á sunnudaginn í undankeppni EM og svo á HM í Egyptalandi á fimmtudaginn eftir viku. Ágúst Elí er einn þriggja markvarða í íslenska HM-hópnum ásamt Viktori Gísla og Björgvini Páli Gústavssyni sem fór ekki með til Portúgals. Ágúst Elí lék með Íslandi á EM 2018 og HM 2019 en fór ekki á EM í fyrra.
EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hafi orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hafi orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21