Stuðningur við Króatíu vegna jarðskjálftanna Heimsljós 5. janúar 2021 15:01 Rauði krossinn Fjárstuðningur utanríkisráðuneytisins nýtist við neyðaraðstoð Rauða krossins í kjölfar jarðskjálfta í Króatíu. Utanríkisráðuneytið hefur styrkt Rauða krossinn um 10 milljónir króna sem veittar verða til stuðnings Rauða krossinum í Króatíu í kjölfar jarðskjálfta þar í landi dagana 28. og 30. desember síðastliðinn. Að minnsta kosti sjö létust í skjálftanum og fjöldi slasaðist, auk þess sem mikil eyðilegging varð. Upptök skjálftans voru við bæinn Petrinja, suðaustur af höfuðborginni Zagreb. Í frétt frá Rauða krossinum segir að fjármagnið nýtist Rauða krossinum í Króatíu í neyðarviðbrögðum sínum en fjöldi sjálfboðaliða veitir neyðaraðstoð og hefur aðstoðað við rýmingar á hjúkrunarheimilum og fleira. Í mars 2020 reið einnig stór skjálfti yfir Zagreb þar sem nokkurt tjón varð. „Rauði krossinn þakkar utanríkisráðuneytinu fyrir þetta góða framlag,“ segir í fréttinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Króatía Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent
Utanríkisráðuneytið hefur styrkt Rauða krossinn um 10 milljónir króna sem veittar verða til stuðnings Rauða krossinum í Króatíu í kjölfar jarðskjálfta þar í landi dagana 28. og 30. desember síðastliðinn. Að minnsta kosti sjö létust í skjálftanum og fjöldi slasaðist, auk þess sem mikil eyðilegging varð. Upptök skjálftans voru við bæinn Petrinja, suðaustur af höfuðborginni Zagreb. Í frétt frá Rauða krossinum segir að fjármagnið nýtist Rauða krossinum í Króatíu í neyðarviðbrögðum sínum en fjöldi sjálfboðaliða veitir neyðaraðstoð og hefur aðstoðað við rýmingar á hjúkrunarheimilum og fleira. Í mars 2020 reið einnig stór skjálfti yfir Zagreb þar sem nokkurt tjón varð. „Rauði krossinn þakkar utanríkisráðuneytinu fyrir þetta góða framlag,“ segir í fréttinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Króatía Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent