Nítján milljónir barna á vergangi í heimalandi sínu vegna átaka Heimsljós 5. maí 2020 15:54 UNICEF Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) áætlar að 19 milljónir barna hafi verið á vergangi innan heimalandsins á síðasta ári eftir að hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka og ofbeldis. Börn á vergangi hafa aldrei verið fleiri, samkvæmt nýrri skýrslu samtakanna sem birt var í dag. Skýrslan, sem ber yfirskriftina „Lost at Home“, skoðar hættur og áskoranir sem börn á vergangi standa frammi fyrir og þær nauðsynlegu aðgerðir sem ráðast þarf í til að vernda þau. „Nú, í heimsfaldri COVID-19, eru þessi börn berskjölduð fyrir afleiðingum hans, beinum og óbeinum,“ segir í frétt UNICEF. „Milljónir barna um allan heim eru nú þegar án viðeigandi verndar og umönnunar,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Þegar ný krísa kemur upp, eins og COVID-19 heimsfaraldurinn, er þessi hópur sérstaklega viðkvæmur. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld og mannúðarsamtök vinni saman að því að tryggja öryggi þeirra, heilsu og menntun.“ Í skýrslunni kemur fram að börn á flótta innan heimalands síns skorti grunnþjónustu og eigi frekar á hættu að verða fyrir ofbeldi, misnotkun eða mansali. Þá aukast líkurnar á að þau verði hneppt í barnaþrælkun, barnahjónabönd eða verði viðskila við fjölskyldur sínar sem augljóslega stofni velferð þeirra, heilsu og öryggi í hættu. Börn á vergangi búi oft í yfirfullum búðum og nýbyggðum þar sem verulega skortir á hreinlæti og hreinlætisaðstöðu og smitleiðir því mýmargar. Samkvæmt skýrslu UNICEF þurftu 12 milljónir barna að flýja heimili sín innan heimalandsins í fyrra, 3,8 milljónir vegna átaka og ofbeldis. En 8,2 milljónir vegna náttúruhamfara á borð við flóð og fellibylji. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) áætlar að 19 milljónir barna hafi verið á vergangi innan heimalandsins á síðasta ári eftir að hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka og ofbeldis. Börn á vergangi hafa aldrei verið fleiri, samkvæmt nýrri skýrslu samtakanna sem birt var í dag. Skýrslan, sem ber yfirskriftina „Lost at Home“, skoðar hættur og áskoranir sem börn á vergangi standa frammi fyrir og þær nauðsynlegu aðgerðir sem ráðast þarf í til að vernda þau. „Nú, í heimsfaldri COVID-19, eru þessi börn berskjölduð fyrir afleiðingum hans, beinum og óbeinum,“ segir í frétt UNICEF. „Milljónir barna um allan heim eru nú þegar án viðeigandi verndar og umönnunar,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Þegar ný krísa kemur upp, eins og COVID-19 heimsfaraldurinn, er þessi hópur sérstaklega viðkvæmur. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld og mannúðarsamtök vinni saman að því að tryggja öryggi þeirra, heilsu og menntun.“ Í skýrslunni kemur fram að börn á flótta innan heimalands síns skorti grunnþjónustu og eigi frekar á hættu að verða fyrir ofbeldi, misnotkun eða mansali. Þá aukast líkurnar á að þau verði hneppt í barnaþrælkun, barnahjónabönd eða verði viðskila við fjölskyldur sínar sem augljóslega stofni velferð þeirra, heilsu og öryggi í hættu. Börn á vergangi búi oft í yfirfullum búðum og nýbyggðum þar sem verulega skortir á hreinlæti og hreinlætisaðstöðu og smitleiðir því mýmargar. Samkvæmt skýrslu UNICEF þurftu 12 milljónir barna að flýja heimili sín innan heimalandsins í fyrra, 3,8 milljónir vegna átaka og ofbeldis. En 8,2 milljónir vegna náttúruhamfara á borð við flóð og fellibylji. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent