Framtíðarlæsi – það sem áður var og væntingar á 21. öld Karl Friðriksson skrifar 1. maí 2020 08:00 Viðhorf okkar til framtíðarinnar er að breytast. Framtíðin hefur frá upphafi verið mannkyni hugleikin, en það hvernig við nálgumst og undirbúum framtíðina hefur breyst. Eitt af nýlegri hugtökum á þessu sviði er hugtakið framtíðarlæsi. Framtíðarlæsi snýst um getu eða hæfni við að nýta ákveðna ímyndaða framtíð í dag Ímynduð framtíð eða framtíðir byggjast á væntingum okkar um framvindu eða þróun mála á grundvelli ákveðinna forsendna. Framtíðarlæsi er geta okkar á þessu sviði. Framtíðin sjálf er ekki til staðar en væntingar um það sem gæti gerst eru það. Framtíðarlæsi er hugtak innan framtíðarfræða. Þekktasta aðferð þeirra er sviðsmyndagerð, sem notuð hefur verið hér á landi með góðum árangri allt frá 2007. Segja má að með þátttöku í sviðsmyndagerð aukist framtíðarlæsi þátttakenda og þeirra sem rýna og nota niðurstöður slíkra verkefna. Eitt af markmiðum með stofnun Framtíðarseturs Íslands var einmitt að auka meðvitund stjórnenda á þessu sviði og auka þannig framtíðarlæsi þeirra. Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur að undanförnu beitt sér fyrir útbreiðslu og notkun hugtaksins framtíðarlæsi til að auka getu samfélaga, fyrirtækja og stofnana til að takast á við framtíðaráskoranir, tækifæri eða ógnir. Nýlega gaf stofnunin út bókina Transforming the Future – Anticipation in the 21st century, í ritstjórn Riel Mitter. Hægt er að nálgast bókina hér. Bókin „2052 – svipmyndir úr framtíðinni“ er safn smásagna eftir 25 höfunda, sem allar eiga það sameiginlegt að gerast á Íslandi árið 2052. Markmiðið með bókinni er að hvetja fólk til að hugsa lengra fram í tímann og velta því fyrir sér hvert Ísland er að stefna og hvaða afleiðingar ákvarðanir sem við tökum nú geta haft eftir rúm 30 ár. Hægt er að nálgast bókina hér. Nýsköpunarkeppni grunnskólanna fóstrar nýsköpun framtíðarinnar.Mynd/Sigurjón Ragnar Íslenskar bækur um framtíðina Í lok síðasta árs komu hér á landi út nokkrar bækur sem á einn eða annan hátt fjalla um væntingar og um leið um framtíðina. Þar á meðal eru Skjáskot eftir Berg Ebba, Fjórða iðnbyltingin eftir Ólaf Andra Ragnarsson og Tíminn og vatnið eftir Andra Snæ Magnason. Andri Snær fjallar í bók sinni meðal annars um hugtök og mikilvægi þeirra en jafnframt hversu lengi þau eru að ná fótfestu hér. Þessi íhaldssemi á sér væntanlega margar skýringar en hún hefur að vissu marki unnið gegn framþróun hér á landi. Lengi vel var ekki hægt að nota fleirtölumynd orðsins framtíð í rituðum máli, en fleirtala orðsins er einn af hornsteinum framtíðarfræða. Frá árinu 1969 hafa birst nokkrar áhugaverðar greinar í ritinu Samvinnan þar sem framtíðin er í brennidepli. Í einni greininni segir: „Þróunin er svo feikilega ör, að það hefur jafnvel verið sagt, að „framtíðin springi í nútíðinni“. Upp úr öllu þessu er að vaxa ný fræðigrein, sem nefnd er „framtíðarfræði“ (futurology).“ Framtíðarlæsi væri almennara hér á landi ef þessi framtök hefðu ekki verið endaslepp. Höfundur er forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókmenntir Íslenska á tækniöld Nýsköpun og rannsóknir Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Viðhorf okkar til framtíðarinnar er að breytast. Framtíðin hefur frá upphafi verið mannkyni hugleikin, en það hvernig við nálgumst og undirbúum framtíðina hefur breyst. Eitt af nýlegri hugtökum á þessu sviði er hugtakið framtíðarlæsi. Framtíðarlæsi snýst um getu eða hæfni við að nýta ákveðna ímyndaða framtíð í dag Ímynduð framtíð eða framtíðir byggjast á væntingum okkar um framvindu eða þróun mála á grundvelli ákveðinna forsendna. Framtíðarlæsi er geta okkar á þessu sviði. Framtíðin sjálf er ekki til staðar en væntingar um það sem gæti gerst eru það. Framtíðarlæsi er hugtak innan framtíðarfræða. Þekktasta aðferð þeirra er sviðsmyndagerð, sem notuð hefur verið hér á landi með góðum árangri allt frá 2007. Segja má að með þátttöku í sviðsmyndagerð aukist framtíðarlæsi þátttakenda og þeirra sem rýna og nota niðurstöður slíkra verkefna. Eitt af markmiðum með stofnun Framtíðarseturs Íslands var einmitt að auka meðvitund stjórnenda á þessu sviði og auka þannig framtíðarlæsi þeirra. Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur að undanförnu beitt sér fyrir útbreiðslu og notkun hugtaksins framtíðarlæsi til að auka getu samfélaga, fyrirtækja og stofnana til að takast á við framtíðaráskoranir, tækifæri eða ógnir. Nýlega gaf stofnunin út bókina Transforming the Future – Anticipation in the 21st century, í ritstjórn Riel Mitter. Hægt er að nálgast bókina hér. Bókin „2052 – svipmyndir úr framtíðinni“ er safn smásagna eftir 25 höfunda, sem allar eiga það sameiginlegt að gerast á Íslandi árið 2052. Markmiðið með bókinni er að hvetja fólk til að hugsa lengra fram í tímann og velta því fyrir sér hvert Ísland er að stefna og hvaða afleiðingar ákvarðanir sem við tökum nú geta haft eftir rúm 30 ár. Hægt er að nálgast bókina hér. Nýsköpunarkeppni grunnskólanna fóstrar nýsköpun framtíðarinnar.Mynd/Sigurjón Ragnar Íslenskar bækur um framtíðina Í lok síðasta árs komu hér á landi út nokkrar bækur sem á einn eða annan hátt fjalla um væntingar og um leið um framtíðina. Þar á meðal eru Skjáskot eftir Berg Ebba, Fjórða iðnbyltingin eftir Ólaf Andra Ragnarsson og Tíminn og vatnið eftir Andra Snæ Magnason. Andri Snær fjallar í bók sinni meðal annars um hugtök og mikilvægi þeirra en jafnframt hversu lengi þau eru að ná fótfestu hér. Þessi íhaldssemi á sér væntanlega margar skýringar en hún hefur að vissu marki unnið gegn framþróun hér á landi. Lengi vel var ekki hægt að nota fleirtölumynd orðsins framtíð í rituðum máli, en fleirtala orðsins er einn af hornsteinum framtíðarfræða. Frá árinu 1969 hafa birst nokkrar áhugaverðar greinar í ritinu Samvinnan þar sem framtíðin er í brennidepli. Í einni greininni segir: „Þróunin er svo feikilega ör, að það hefur jafnvel verið sagt, að „framtíðin springi í nútíðinni“. Upp úr öllu þessu er að vaxa ný fræðigrein, sem nefnd er „framtíðarfræði“ (futurology).“ Framtíðarlæsi væri almennara hér á landi ef þessi framtök hefðu ekki verið endaslepp. Höfundur er forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun