Myndum af BMW iX3 lekið á netið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. apríl 2020 07:00 Mynd af BMW iX3 sem lekið var af Cochespias á Instagram. Myndir af rafjepplingnum BMW iX3 birtust á Instagram í fyrradag. Myndirnar eiga að vera frá framleiðandanum. En það verður að koma í ljós síðar hvort það er satt. Enn hefur BMW ekki gefið út staðfesta dagsetningu formlegrar kynningar á iX3. Líklega verður einhver frestun á því vegna COVID-19 faraldursins. Enn er þó búist við að bíllinn verði kynntur og kominn í sölu fyrir árslok. View this post on Instagram A post shared by CocheSpias (@cochespias) on Apr 27, 2020 at 4:44am PDT Útlit iX3 Eitt af því fyrsta sem vekur athygli er að grillið er uppfyllt að mestu leyti, líkt og á öðrum rafbílum BMW. Enda þarfnast rafmótor ekki sama loftinntaks og hefðbundinn sprengihreyfill. Þá má sjá glitta í bláar áherslur víða á bílnum, eitthvað sem BMW hefur áður gert, að því er virðist til að undirstrika að um rafbíl er að ræða. Felgurnar eru nánast alveg uppfylltar til að mynda sem minnsta loftmótstöðu, eitthvað sem sjá má undir mörgum rafbílum. Aflgjafi Engar staðfestar upplýsingar eru til um hversu öflugur iX3 á að vera. Þegar hugmyndabíllinn var kynntur árið 2018 var ætlunin að hafa 70 kWh. rafhlöður og drægni upp á um það bil 400 km. Þá átti bíllinn að skila 270 hestöflum. Vistvænir bílar Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent
Myndir af rafjepplingnum BMW iX3 birtust á Instagram í fyrradag. Myndirnar eiga að vera frá framleiðandanum. En það verður að koma í ljós síðar hvort það er satt. Enn hefur BMW ekki gefið út staðfesta dagsetningu formlegrar kynningar á iX3. Líklega verður einhver frestun á því vegna COVID-19 faraldursins. Enn er þó búist við að bíllinn verði kynntur og kominn í sölu fyrir árslok. View this post on Instagram A post shared by CocheSpias (@cochespias) on Apr 27, 2020 at 4:44am PDT Útlit iX3 Eitt af því fyrsta sem vekur athygli er að grillið er uppfyllt að mestu leyti, líkt og á öðrum rafbílum BMW. Enda þarfnast rafmótor ekki sama loftinntaks og hefðbundinn sprengihreyfill. Þá má sjá glitta í bláar áherslur víða á bílnum, eitthvað sem BMW hefur áður gert, að því er virðist til að undirstrika að um rafbíl er að ræða. Felgurnar eru nánast alveg uppfylltar til að mynda sem minnsta loftmótstöðu, eitthvað sem sjá má undir mörgum rafbílum. Aflgjafi Engar staðfestar upplýsingar eru til um hversu öflugur iX3 á að vera. Þegar hugmyndabíllinn var kynntur árið 2018 var ætlunin að hafa 70 kWh. rafhlöður og drægni upp á um það bil 400 km. Þá átti bíllinn að skila 270 hestöflum.
Vistvænir bílar Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent