Rolling Stones gefa út fyrsta lagið í átta ár Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2020 21:55 Síðast gáfu Rolling Stones út ný lög árið 2012. AP/Joel Ryan Hljómsveitin víðfræga Rolling Stones hefur gefið út sitt fyrsta lag í átta ár. Lagið ber nafnið Living In A Ghost Town og vísar texti þess og nafn til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar og félagsforðunar. Lagið var upprunalega tekið upp fyrir ári síðan í Los Angeles, en klárað á undanförnum vikum. Rolling Stones gáfu síðast út ný lög árið 2012. Það voru lögin Doom and Gloom og One More Shot. Þar áður var nýjasta plata þeirra gefin út árið 2005. Í viðtali við Apple Music, sem BBC vitnar í, sagði Mick Jagger að hann hafi samið texta lagsins á tíu mínútum í febrúar. Meðlimir hljómsveitarinnar kláruðu svo upptöku lagsins hver á sínum stað. Jagger sagðist sömuleiðis vonast til þess að þeir gætu klárað fleiri lög á meðan faraldurinn gengur yfir. Fjarlægðin á milli hljómsveitarmeðlima geri það þó erfitt. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Topp fermingargjafirnar í ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hljómsveitin víðfræga Rolling Stones hefur gefið út sitt fyrsta lag í átta ár. Lagið ber nafnið Living In A Ghost Town og vísar texti þess og nafn til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar og félagsforðunar. Lagið var upprunalega tekið upp fyrir ári síðan í Los Angeles, en klárað á undanförnum vikum. Rolling Stones gáfu síðast út ný lög árið 2012. Það voru lögin Doom and Gloom og One More Shot. Þar áður var nýjasta plata þeirra gefin út árið 2005. Í viðtali við Apple Music, sem BBC vitnar í, sagði Mick Jagger að hann hafi samið texta lagsins á tíu mínútum í febrúar. Meðlimir hljómsveitarinnar kláruðu svo upptöku lagsins hver á sínum stað. Jagger sagðist sömuleiðis vonast til þess að þeir gætu klárað fleiri lög á meðan faraldurinn gengur yfir. Fjarlægðin á milli hljómsveitarmeðlima geri það þó erfitt.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Topp fermingargjafirnar í ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira