Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson standa fyrir tónleikum á Stöð 2 og Vísi í beinni útsendingu í kvöld.
Tónleikarnir verða í opinni dagskrá og flytja þeir sín þekktustu lög. Gera má ráð fyrir miklu sprelli hjá þeim bræðrum enda ávallt stutt í húmorinn hjá Frikka og Jóni.
Tónleikarnir hefjast klukkan 19:10 og standa yfir í rúmlega klukkustund.