Jóhann Berg: „Best case senario“ væri að byrja að spila í ensku úrvalsdeildinni í júní Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2020 16:30 Jóhann Berg Gudmundsson fagnar marki með Burnley. Getty/Chris Brunskill Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, ræddi um framtíð þessa tímabils í ensku úrvalsdeildinni í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport. „Staðan hjá mér er skrýtin eins og hjá flestum í heiminum í dag. Þetta er ótrúlegir tímar sem við erum að upplifa og það er enginn undantekning hjá okkur í Manchester,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Hann veit ekkert um framhaldið hjá sér. „Það sem mér finnst óþægilegast persónulega er óvissan. Venjulega þegar þú ert í sumarfríi þá veistu hvenær undirbúningstímabilið byrjar og þú átt að byrja að æfa. Þú ert að reyna að halda þér í formi en að sama skapi þá veistu ekki hvenær þú ert að fara að mæta á æfingar,“ sagði Jóhann Berg. „Það er ekkert vitað um framhaldið hér. Það var talað um miðjan apríl en það er ekki að fara að gerast. Ég sé okkur ekki byrja að æfa fyrr en í fyrsta lagi í maí og deildin byrjar þá ekki fyrr en í byrjun júní. Það væri held ég „best case senario“ ef við slettum aðeins,“ sagði Jóhann Berg. „Ef þetta fer eitthvað lengra en það þá verður mjög erfitt að klára deildina,“ sagði Jóhann Berg en hann ætti að vera að laus við öll meiðsli í júní. „Ég er búinn að missa af fótbolta á þessu tímabili og það væri frábært fyrir mig persónulega að koma sterkur inn í þessa níu síðustu leiki í deildinni og svo landsleikina. Það væri frábært fyrir mig persónulega en það ómögulegt að segja hvað gerist í þessu. Ef deildin fer aftur af stað þá verð ég hundrað prósent klár,“ sagði Jóhann Berg. En hvað með líkurnar á því að tímabilið verði flautað af. „Það eru gríðarlega tekjur sem úrvalsdeildin er að þéna og þeir myndu tapa svakalegum peningum á því. Ég held að það sé algjörlega síðasta sort hjá þeim að fara að fresta þessari deild. Þeir vilja auðvitað klára hana og það verður að ráðast hvernig það verður gert. Það væri hægt að klára þessa níu leiki á fjórum vikum ef það væri spilað mjög þétt,“ sagði Jóhann Berg. „Leikmenn myndu láta sig hafa það að klára tímabilið og auðvitað er það æskilegt. Það yrði hræðilegt fyrir liðin sem eru að koma upp í deildina og sama skapi fyrir Liverpool ef þessu yrði öllu slaufað. Það yrði hrikalegt fyrir úrvalsdeildina og bara fyrir fótbolta alls staðar. Maður veit ekki neitt en vill klára þetta,“ sagði Jóhann Berg. Viðtalið við Jóhann Berg má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Jóhann Berg í viðtali Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, ræddi um framtíð þessa tímabils í ensku úrvalsdeildinni í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport. „Staðan hjá mér er skrýtin eins og hjá flestum í heiminum í dag. Þetta er ótrúlegir tímar sem við erum að upplifa og það er enginn undantekning hjá okkur í Manchester,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Hann veit ekkert um framhaldið hjá sér. „Það sem mér finnst óþægilegast persónulega er óvissan. Venjulega þegar þú ert í sumarfríi þá veistu hvenær undirbúningstímabilið byrjar og þú átt að byrja að æfa. Þú ert að reyna að halda þér í formi en að sama skapi þá veistu ekki hvenær þú ert að fara að mæta á æfingar,“ sagði Jóhann Berg. „Það er ekkert vitað um framhaldið hér. Það var talað um miðjan apríl en það er ekki að fara að gerast. Ég sé okkur ekki byrja að æfa fyrr en í fyrsta lagi í maí og deildin byrjar þá ekki fyrr en í byrjun júní. Það væri held ég „best case senario“ ef við slettum aðeins,“ sagði Jóhann Berg. „Ef þetta fer eitthvað lengra en það þá verður mjög erfitt að klára deildina,“ sagði Jóhann Berg en hann ætti að vera að laus við öll meiðsli í júní. „Ég er búinn að missa af fótbolta á þessu tímabili og það væri frábært fyrir mig persónulega að koma sterkur inn í þessa níu síðustu leiki í deildinni og svo landsleikina. Það væri frábært fyrir mig persónulega en það ómögulegt að segja hvað gerist í þessu. Ef deildin fer aftur af stað þá verð ég hundrað prósent klár,“ sagði Jóhann Berg. En hvað með líkurnar á því að tímabilið verði flautað af. „Það eru gríðarlega tekjur sem úrvalsdeildin er að þéna og þeir myndu tapa svakalegum peningum á því. Ég held að það sé algjörlega síðasta sort hjá þeim að fara að fresta þessari deild. Þeir vilja auðvitað klára hana og það verður að ráðast hvernig það verður gert. Það væri hægt að klára þessa níu leiki á fjórum vikum ef það væri spilað mjög þétt,“ sagði Jóhann Berg. „Leikmenn myndu láta sig hafa það að klára tímabilið og auðvitað er það æskilegt. Það yrði hræðilegt fyrir liðin sem eru að koma upp í deildina og sama skapi fyrir Liverpool ef þessu yrði öllu slaufað. Það yrði hrikalegt fyrir úrvalsdeildina og bara fyrir fótbolta alls staðar. Maður veit ekki neitt en vill klára þetta,“ sagði Jóhann Berg. Viðtalið við Jóhann Berg má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Jóhann Berg í viðtali
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Sjá meira