Smitum fjölgar með ógnarhraða í Afríku 26. mars 2020 15:44 Barnaheill - Save the Children Tilfellum Covid-19 fjölgar hratt í Afríku og setur gríðarlegt álag á heilbrigðisstofnanir í álfunni. Að mati Barnaheilla – Save the Children eru flestar þeirra ekki í stakk búnar til að takast á við það aukna álag sem sjúkdómnum fylgir. „Nú hafa alls 2.412 tilfelli verið staðfest í 43 löndum í Afríku – en það er 500% aukning frá 17. mars. Suður-Afríka hefur flest staðfest smit af Covid-19 og Burkina Faso þar á eftir,“ segir í frétt Barnaheilla. „Útbreiðsla veirunnar vekur upp miklar áhyggjur þar sem veiran getur yfirtekið heilbrigðiskerfið í allri álfunni ef smittíðni heldur áfram að hækka. Ef veiran heldur áfram að breiðast út með þessum hraða eru þúsundir barna í hættu en aukin smittíðni getur valdið röskun á næringu barna, bólusetningum og annarri nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisstarfsmenn eiga á hættu að veikjast sem getur valdið miklum usla í heilbrigðiskerfinu,“ segir Barnaheill. Samtökin benda á að börn víða um álfuna þjáist af vannæringu og deyi úr banvænum sjúkdómum á borð við malaríu, lungnabólgu og niðurgangi og því sé hætta á að Covid-19 dragi úr aðgerðum gegn þessum banvænu sjúkdómum. Hætta sé á því að fjöldi heilbrigðisstofnana standist ekki álagið sem fylgir Covid-19 og þurfi að forgangsraða aðgerðum. „Til þess að styðja við börn og fjölskyldur þeirra í Afríku og annars staðar í heiminum, þar sem þörfin er mikil vegna Covid-19, kalla Barnaheill - Save the Children eftir aukinni aðstoð til þess að vernda börn í löndum sem verða fyrir barðinu á Covid-19. Það verður gert með því að auka stuðning við heilbrigðiskerfi, veita börnum andlegan stuðning og styðja við börn sem missa foreldra sína úr Covid-19.“ Stjórnvöld víðs vegar um Afríku hafa nú þegar brugðist við Covid-19 með því að koma á útgöngubanni, draga úr flugsamgöngum og standa fyrir hreinlætisherferðum fyrir almenning. En í ljósi þess hve hröð útbreiðsla veirunnar hefur verið undanfarna daga telja Barnaheill - Save the Children þörf á hertari aðgerðum. Þau hvetja alþjóðasamfélagið til þess að auka fjármagn til stuðnings við ríkisstjórnir í Afríku. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Tilfellum Covid-19 fjölgar hratt í Afríku og setur gríðarlegt álag á heilbrigðisstofnanir í álfunni. Að mati Barnaheilla – Save the Children eru flestar þeirra ekki í stakk búnar til að takast á við það aukna álag sem sjúkdómnum fylgir. „Nú hafa alls 2.412 tilfelli verið staðfest í 43 löndum í Afríku – en það er 500% aukning frá 17. mars. Suður-Afríka hefur flest staðfest smit af Covid-19 og Burkina Faso þar á eftir,“ segir í frétt Barnaheilla. „Útbreiðsla veirunnar vekur upp miklar áhyggjur þar sem veiran getur yfirtekið heilbrigðiskerfið í allri álfunni ef smittíðni heldur áfram að hækka. Ef veiran heldur áfram að breiðast út með þessum hraða eru þúsundir barna í hættu en aukin smittíðni getur valdið röskun á næringu barna, bólusetningum og annarri nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisstarfsmenn eiga á hættu að veikjast sem getur valdið miklum usla í heilbrigðiskerfinu,“ segir Barnaheill. Samtökin benda á að börn víða um álfuna þjáist af vannæringu og deyi úr banvænum sjúkdómum á borð við malaríu, lungnabólgu og niðurgangi og því sé hætta á að Covid-19 dragi úr aðgerðum gegn þessum banvænu sjúkdómum. Hætta sé á því að fjöldi heilbrigðisstofnana standist ekki álagið sem fylgir Covid-19 og þurfi að forgangsraða aðgerðum. „Til þess að styðja við börn og fjölskyldur þeirra í Afríku og annars staðar í heiminum, þar sem þörfin er mikil vegna Covid-19, kalla Barnaheill - Save the Children eftir aukinni aðstoð til þess að vernda börn í löndum sem verða fyrir barðinu á Covid-19. Það verður gert með því að auka stuðning við heilbrigðiskerfi, veita börnum andlegan stuðning og styðja við börn sem missa foreldra sína úr Covid-19.“ Stjórnvöld víðs vegar um Afríku hafa nú þegar brugðist við Covid-19 með því að koma á útgöngubanni, draga úr flugsamgöngum og standa fyrir hreinlætisherferðum fyrir almenning. En í ljósi þess hve hröð útbreiðsla veirunnar hefur verið undanfarna daga telja Barnaheill - Save the Children þörf á hertari aðgerðum. Þau hvetja alþjóðasamfélagið til þess að auka fjármagn til stuðnings við ríkisstjórnir í Afríku. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent