Frábærir gamanþættir á streymisveitunum Heiðar Sumarliðason skrifar 7. apríl 2020 15:00 Ekki örvænta, það er nóg til. Ertu með of mikinn frítíma á válegum Covid-tímum? Ertu að fara yfir um í einangruninni? Viltu létta þér lundina? Þá er nóg af fyndnu efni á streymisveitunum. Hér er það besta sem boðið er upp á þessa dagana. Silicon Valley. Stöð 2 Maraþon. Misstirðu af Silicon Valley? Mike Judge er maðurinn sem færði okkur Beavis and Butthead, King of the Hill og Office Space. Hann er einnig helsta driffjöðurin á bakvið Silicon Valley, drepfyndna þætti um tölvunörda í samnefndu höfuðvígi tæknibransans í Bandaríkjunum. Richard Hendricks finnur upp öflugasta samþjöppunarforrit sögunnar og allir vilja hluta af kökunni. Vandi Richards er að hann er ekki jafn góður í mannlegum samskiptum og tölvuforritun. Umkringdur álíka furðufuglum í nýsköpunar„setri“ Erlich Bachmann, sjálfhverfasta fábjána sögunnar, fer ekkert eins og til stóð. Silicon Valley eru einhverjir bestu gamanþættir síðari ára og óhætt að mæla með þeim. Imdb.com: 8.5. Metacritic: 84. Rotten Tomatoes: 94%. Stjörnubíó ***** Fleabag. Amazon Prime. Fleabag er manngerðin sem fer í kirkju, biður til Guðs og reynir svo við prestinn. Phoebe Waller-Bridge féll af himnum ofan. Það er eina leiðin til að útskýra þessa dásemdarkonu sem hefur ekki aðeins fært okkur Fleabag, heldur einnig Crashing og Killing Eve. Ég á ekki til orð yfir hve dásamlega ósmekklega fyndnir þessir Fleabag-þættir hennar eru. Því miður eru þáttaraðirnar aðeins tvær og líklega ekki von á fleirum. Fleabag fjallar um unga konu í London og samskipti hennar við fjölskyldu sína og hina ýmsu bólfélaga. Það má með sanni segja að hún sé ekki eins og fólk er flest og öll hennar uppátæki geta ekki endað í öðru en katastrófu. Ef þú átt eftir að horfa á Fleabag, spenntu beltin og njóttu. Farðu þó með gát, því hættan er sú að þú munir hámhorfa yfir þig. Þættirnir nefnilega fljúga framhjá, því það eru bara til tólf stykki. Góðu fréttirnar eru hinsvegar að í þessu tilfelli er hægt að borða kökuna og geyma líka. Þú byrjar bara upp á nýtt og horfir aftur. Imdb.com: 8.7. Metacritic: 88. Rotten Tomatoes: 100%. Stjörnubíó: ***** Barry. Stöð 2 Maraþon. Bill Hader er viðkunnanlegi leigumorðinginn Barry. Leikarinn Bill Hader bjó til þættina Barry ásamt Alec Berg. Eins og svo margir af þekktustu gamanleikurum Bandaríkjanna hóf Bill ferilinn í Saturday Night Live. Íslenskir áhorfendur ættu þó að þekkja hann úr sjónvarpsþáttum á borð við The Mindy Project og kvikmyndunum It og Trainwreck. Þættirnir Barry fjalla um fyrrum hermann sem vinnur nú fyrir sér sem leigumorðingi. Hann er fenginn til að myrða áhugaleikara, en dregst óvænt inn í leikhópinn hans og sagan flækist og flækist og flækist. Þú færð ekki alveg sama óþekktarkitl frá Barry eins og úr Silicon Valley og Fleabag, en þættirnir eru engu að síður helvíti góð dægrastytting. Imdb.com: 8.3. Metacritic: 83. Rotten Tomatoes: 99%. Stjörnubíó: ****1/2 Love. Netflix. Ekki alveg ást við fyrstu sýn hjá báðum. Gillian Jacobs og Paul Rust eru kostuleg í Love. Love er enn einn gamanþátturinn þar sem aðalleikarinn er maðurinn á bakvið afurðina. Hér er það leikarinn Paul Rust sem skóp sér aðalhlutverk sjálfur, með aðstoð Judd Apatow (meira um hann síðar). Þættirnir Love fjalla um Gus, grunnskólakennara sem kennir barnastjörnum á tökustað sjónvarpsþátta í Hollywood. Hann er algjör kveif og leyfir fólki að vaða yfir sig. Hann kynnist svo Mickey þegar hann lánar henni peninga fyrir sígarettum á bensínstöð. Hann er lúði en hún svo sæt að hann ætti ekki að eiga séns í hana. Líf hennar er í algjörri óreiðu en Gus ætlar sér samt að næla í hana. Love eru klárlega þættir sem pör geta sæst á að horfa á saman og notið. Fyndnir og krúttlegir, með persónum sem vaxa og dýpka. Imdb.com: 7.7. Metacritic: 72. Rotten Tomatoes: 94%. Stjörnubíó: **** Insecure. Stöð 2 Maraþon. Allir eru einhvern tíma óöruggir. Issa er engin undantekning. Uppskriftin að góðum gamanþáttum þessa dagana virðist vera að fá aðaleikarann sjálfan til að skapa þættina. Í tilfelli Insecure var það gamanleikkonan Issa Rae sem tók örlögin í sínar eigin hendur og bjó til þætti um hvernig er að vera ung svört kona í Los Angeles. Hér er það Seinfeld-leiðin sem er farin, að nefna aðalkarakterinn eftir aðalleikaranum, en persóna Issu heitir jú, Issa. Hún starfar hjá góðgerðarsamtökum sem reyna að styðja svört ungmenni til dáða í grunnskólanámi. Kærastinn hennar er búinn að vera langt niðri síðan sprotafyrirtækið hans fór á hausinn. Issa heldur svo framhjá honum og sambandið fer í vaskinn. Markmið Insecure er að fara gegn þeim straumi sjónvarpsefnis sem aðeins sýnir skuggahliðar þess að vera svartur í Bandaríkjunum. Insecure eru gamanþættir um venjulegt fólk að fást við hversdagsleg vandamál. Útkoman er grátbrosleg og hefur víða skírskotun. Imdb.com: 7.8. Metacritic: 84. Rotten Tomatoes: 97%. Stjörnubíó: **** Episodes. Amazon Prime. Þessi mynd er einstaklega lýsandi fyrir samskiptin í þáttaröðinni Episodes. Í sjónvarpsþáttunum Episodes leikur Matt LeBlanc (Joey úr Friends) einhverskonar ýkta útgáfu af sjálfum sér. Aldrei þessu vant eru höfundar þáttanna hvergi sjáanlegir á skjánum, en það er samt kanóna sem stendur að baki framleiðslunni. Höfundurinn David Crane er nafn sem sjálfsagt er Friends-fíklum kunnulegt. Enda skóp hann þættina Vini, ásamt Mörtu Kauffman. Hann fer þó ekki langt til að sækja innblásturinn og fjallar um sjónvarpsbransann. Aðalpersónurnar eru breskir verðlaunasjónvarpshöfundar, hjónin Sean og Beverly, sem eru keypt til Hollywood. Þar er þættinum þeirra að sjálfsögðu slátrað af yfirmanni sjónvarpsstöðvarinnar og til að bæta gráu ofan á svart sitja þau uppi með LeBlanc í hlutverki sem hann passar engan veginn í. David Crane tekur hér ótrúlega flott skref og sýnir að hann var alls enginn farþegi í Friends-veislunni. Episodes er líka það besta sem hefur komið fyrir LeBlanc eftir að Friends-þættirnir liðu undir lok. Imdb.com: 7.8. Metacritic: 74. Rotten Tomatoes: 80%. Stjörnubíó: ***** Crashing. Stöð 2 Maraþon. Pete Holmes endar á götunni. Samt ekki alveg svona bókstaflega. Ekki rugla þessum HBO-þáttum saman við Netflix þætti Phoebe Waller-Bridge sem heita sama nafni (og eru reyndar nokkuð góðir). Hér er Seinfeld-leiðin aftur notuð, því grínistinn Pete Holmes leikur grínistann Pete Holmes. Og talandi um síendurtekin stef, það er Judd Apatow sem framleiðir og leiðir Holmes í gegnum ferlið. Líkt og í nokkrum þeirra þátta sem er fjallað um hér, er framhjáhald hvatinn að framvindu þáttaraðarinnar. Pete lendir í því að konan hans heldur framhjá honum og flytur því til New York og reynir að meika það sem uppistandsgrínisti. Pete er svo dásamlega elskulegur í sakleysi sínu að ekki er annað hægt en að fara heilshugar með honum í þetta ferðalag um myrka kima uppistandssenunnar í New York. Það var ótrúlega sorglegt þegar HBO tilkynnti í fyrra að ekki stæði til að gera fjórðu þáttaröðina. Imdb.com: 7.5. Metacritic: 73. Rotten Tomatoes: 90%. Stjörnubíó: ****1/2 Stjörnubíó Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ertu með of mikinn frítíma á válegum Covid-tímum? Ertu að fara yfir um í einangruninni? Viltu létta þér lundina? Þá er nóg af fyndnu efni á streymisveitunum. Hér er það besta sem boðið er upp á þessa dagana. Silicon Valley. Stöð 2 Maraþon. Misstirðu af Silicon Valley? Mike Judge er maðurinn sem færði okkur Beavis and Butthead, King of the Hill og Office Space. Hann er einnig helsta driffjöðurin á bakvið Silicon Valley, drepfyndna þætti um tölvunörda í samnefndu höfuðvígi tæknibransans í Bandaríkjunum. Richard Hendricks finnur upp öflugasta samþjöppunarforrit sögunnar og allir vilja hluta af kökunni. Vandi Richards er að hann er ekki jafn góður í mannlegum samskiptum og tölvuforritun. Umkringdur álíka furðufuglum í nýsköpunar„setri“ Erlich Bachmann, sjálfhverfasta fábjána sögunnar, fer ekkert eins og til stóð. Silicon Valley eru einhverjir bestu gamanþættir síðari ára og óhætt að mæla með þeim. Imdb.com: 8.5. Metacritic: 84. Rotten Tomatoes: 94%. Stjörnubíó ***** Fleabag. Amazon Prime. Fleabag er manngerðin sem fer í kirkju, biður til Guðs og reynir svo við prestinn. Phoebe Waller-Bridge féll af himnum ofan. Það er eina leiðin til að útskýra þessa dásemdarkonu sem hefur ekki aðeins fært okkur Fleabag, heldur einnig Crashing og Killing Eve. Ég á ekki til orð yfir hve dásamlega ósmekklega fyndnir þessir Fleabag-þættir hennar eru. Því miður eru þáttaraðirnar aðeins tvær og líklega ekki von á fleirum. Fleabag fjallar um unga konu í London og samskipti hennar við fjölskyldu sína og hina ýmsu bólfélaga. Það má með sanni segja að hún sé ekki eins og fólk er flest og öll hennar uppátæki geta ekki endað í öðru en katastrófu. Ef þú átt eftir að horfa á Fleabag, spenntu beltin og njóttu. Farðu þó með gát, því hættan er sú að þú munir hámhorfa yfir þig. Þættirnir nefnilega fljúga framhjá, því það eru bara til tólf stykki. Góðu fréttirnar eru hinsvegar að í þessu tilfelli er hægt að borða kökuna og geyma líka. Þú byrjar bara upp á nýtt og horfir aftur. Imdb.com: 8.7. Metacritic: 88. Rotten Tomatoes: 100%. Stjörnubíó: ***** Barry. Stöð 2 Maraþon. Bill Hader er viðkunnanlegi leigumorðinginn Barry. Leikarinn Bill Hader bjó til þættina Barry ásamt Alec Berg. Eins og svo margir af þekktustu gamanleikurum Bandaríkjanna hóf Bill ferilinn í Saturday Night Live. Íslenskir áhorfendur ættu þó að þekkja hann úr sjónvarpsþáttum á borð við The Mindy Project og kvikmyndunum It og Trainwreck. Þættirnir Barry fjalla um fyrrum hermann sem vinnur nú fyrir sér sem leigumorðingi. Hann er fenginn til að myrða áhugaleikara, en dregst óvænt inn í leikhópinn hans og sagan flækist og flækist og flækist. Þú færð ekki alveg sama óþekktarkitl frá Barry eins og úr Silicon Valley og Fleabag, en þættirnir eru engu að síður helvíti góð dægrastytting. Imdb.com: 8.3. Metacritic: 83. Rotten Tomatoes: 99%. Stjörnubíó: ****1/2 Love. Netflix. Ekki alveg ást við fyrstu sýn hjá báðum. Gillian Jacobs og Paul Rust eru kostuleg í Love. Love er enn einn gamanþátturinn þar sem aðalleikarinn er maðurinn á bakvið afurðina. Hér er það leikarinn Paul Rust sem skóp sér aðalhlutverk sjálfur, með aðstoð Judd Apatow (meira um hann síðar). Þættirnir Love fjalla um Gus, grunnskólakennara sem kennir barnastjörnum á tökustað sjónvarpsþátta í Hollywood. Hann er algjör kveif og leyfir fólki að vaða yfir sig. Hann kynnist svo Mickey þegar hann lánar henni peninga fyrir sígarettum á bensínstöð. Hann er lúði en hún svo sæt að hann ætti ekki að eiga séns í hana. Líf hennar er í algjörri óreiðu en Gus ætlar sér samt að næla í hana. Love eru klárlega þættir sem pör geta sæst á að horfa á saman og notið. Fyndnir og krúttlegir, með persónum sem vaxa og dýpka. Imdb.com: 7.7. Metacritic: 72. Rotten Tomatoes: 94%. Stjörnubíó: **** Insecure. Stöð 2 Maraþon. Allir eru einhvern tíma óöruggir. Issa er engin undantekning. Uppskriftin að góðum gamanþáttum þessa dagana virðist vera að fá aðaleikarann sjálfan til að skapa þættina. Í tilfelli Insecure var það gamanleikkonan Issa Rae sem tók örlögin í sínar eigin hendur og bjó til þætti um hvernig er að vera ung svört kona í Los Angeles. Hér er það Seinfeld-leiðin sem er farin, að nefna aðalkarakterinn eftir aðalleikaranum, en persóna Issu heitir jú, Issa. Hún starfar hjá góðgerðarsamtökum sem reyna að styðja svört ungmenni til dáða í grunnskólanámi. Kærastinn hennar er búinn að vera langt niðri síðan sprotafyrirtækið hans fór á hausinn. Issa heldur svo framhjá honum og sambandið fer í vaskinn. Markmið Insecure er að fara gegn þeim straumi sjónvarpsefnis sem aðeins sýnir skuggahliðar þess að vera svartur í Bandaríkjunum. Insecure eru gamanþættir um venjulegt fólk að fást við hversdagsleg vandamál. Útkoman er grátbrosleg og hefur víða skírskotun. Imdb.com: 7.8. Metacritic: 84. Rotten Tomatoes: 97%. Stjörnubíó: **** Episodes. Amazon Prime. Þessi mynd er einstaklega lýsandi fyrir samskiptin í þáttaröðinni Episodes. Í sjónvarpsþáttunum Episodes leikur Matt LeBlanc (Joey úr Friends) einhverskonar ýkta útgáfu af sjálfum sér. Aldrei þessu vant eru höfundar þáttanna hvergi sjáanlegir á skjánum, en það er samt kanóna sem stendur að baki framleiðslunni. Höfundurinn David Crane er nafn sem sjálfsagt er Friends-fíklum kunnulegt. Enda skóp hann þættina Vini, ásamt Mörtu Kauffman. Hann fer þó ekki langt til að sækja innblásturinn og fjallar um sjónvarpsbransann. Aðalpersónurnar eru breskir verðlaunasjónvarpshöfundar, hjónin Sean og Beverly, sem eru keypt til Hollywood. Þar er þættinum þeirra að sjálfsögðu slátrað af yfirmanni sjónvarpsstöðvarinnar og til að bæta gráu ofan á svart sitja þau uppi með LeBlanc í hlutverki sem hann passar engan veginn í. David Crane tekur hér ótrúlega flott skref og sýnir að hann var alls enginn farþegi í Friends-veislunni. Episodes er líka það besta sem hefur komið fyrir LeBlanc eftir að Friends-þættirnir liðu undir lok. Imdb.com: 7.8. Metacritic: 74. Rotten Tomatoes: 80%. Stjörnubíó: ***** Crashing. Stöð 2 Maraþon. Pete Holmes endar á götunni. Samt ekki alveg svona bókstaflega. Ekki rugla þessum HBO-þáttum saman við Netflix þætti Phoebe Waller-Bridge sem heita sama nafni (og eru reyndar nokkuð góðir). Hér er Seinfeld-leiðin aftur notuð, því grínistinn Pete Holmes leikur grínistann Pete Holmes. Og talandi um síendurtekin stef, það er Judd Apatow sem framleiðir og leiðir Holmes í gegnum ferlið. Líkt og í nokkrum þeirra þátta sem er fjallað um hér, er framhjáhald hvatinn að framvindu þáttaraðarinnar. Pete lendir í því að konan hans heldur framhjá honum og flytur því til New York og reynir að meika það sem uppistandsgrínisti. Pete er svo dásamlega elskulegur í sakleysi sínu að ekki er annað hægt en að fara heilshugar með honum í þetta ferðalag um myrka kima uppistandssenunnar í New York. Það var ótrúlega sorglegt þegar HBO tilkynnti í fyrra að ekki stæði til að gera fjórðu þáttaröðina. Imdb.com: 7.5. Metacritic: 73. Rotten Tomatoes: 90%. Stjörnubíó: ****1/2
Stjörnubíó Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira