Streymisveiturnar: Nóg til í gömlu hillunni Heiðar Sumarliðason skrifar 21. mars 2020 09:30 A Few Good Men og Ferris Bueller´s Day Off eru meðal þeirra mynda sem hægt er að streyma. Á þessum síðustu og verstu tímum Covid-veirunnar og þeirrar einangrunar sem henni fylgir horfir margt fólk á sjónvarp líkt og aldrei fyrr og kannski einhverjir orðnir ráðþrota varðandi hvað skuli sjá næst. Þá er gott að leita í gamla rekkann. Heiðar Sumarliðason, stjórnandi kvikmyndaþáttarins Stjörnubíós, renndi yfir úrvalið á Stöð 2 Maraþon og Netflix og fann til nokkrar kvikmyndir sem væru frábært val sem „gamla spólan,“ líkt og fólki var boðið að fá í kaupbætið þegar nýr titill var leigður á myndabandaleigunum þegar þær voru og hétu. Ferris Bueller´s Day Off. 1986. Netflix. Ferris kann að slaka á. Ef þú hefur ekki séð hana þessa er heppnin með þér. Mikið væri ég til í að upplifa ævintýri Ferris Bullers aftur í fyrsta sinn. Ferris Bueller´s Day Off er úr smiðju konungs unglingamynda níunda áratugarins John Hughes og er að mínu mati hans besta, þrátt fyrir að eftir hann liggi myndir á borð við The Breakfast Club og Planes Trains and Automobiles. Það er Matthew Broderick sem leikur titilhlutverkið, framhaldasskólanema sem lætur ekkert koma í veg fyrir að hann nái að upplifa „veikindadag“ og leggur sig allan fram við að fá vin sinn Cameron og kærustuna sína Sloane með í leikinn. Það er svo dásamlega mikill þróttur í þrá Buellers eftir því að slæpast að ekki er annað hægt en að dást að honum. „Sportidjótin, mótorhjólagarparnir, nördin, dræsurnar, gengjaspaðarnir, auðnuleysingjarnir, lúðarnir, fávitarnir - þau elska hann öll,“ sagði ritari skólastjórans í myndinni og eru það orð að sönnu. Dazed and Confused. 1993. Netflix. Matthew eldist, framhaldsskólastelpurnar ekki. Ég var 14 eða 15 ára þegar Dazed and Confused kom út hér á landi og var örugglega fyrstur Íslendinga til að sjá hana. Á þessum tíma sökkti ég mér í lestur kvikmyndatímarita á borð við Empire, Premier og Entertainment Weekly og þeir jákvæðu dómar sem myndin fékk þar fóru ekki framhjá mér. Íslenskir kvikmyndahúsaeigendur þessa tíma höfðu greinilega ekki trú á þessari mynd Richard Linklater, sem átti síðar eftir að gera frábærar myndir á borð við Before Sunrise og Boyhood, því ekki fengu áhorfendur hér á landi að sjá hana á hvíta tjaldinu. Ég var hinsvegar mættur á Bónusvídeó í Smiðsbúð um miðjan útgáfudaginn til að leigja hana. Hún olli ekki vonbrigðum og átti alla þá frábæru dóma sem hún hlaut fyllilega skilið. Eða eins og Peter Travers gagnrýnandi Rolling Stone skrifaði um hana: „Hávær, gróf, samfélagslega óábyrg en algjörlega ómótstæðileg.“ Þess má geta að í myndinni má sjá Matthew McConaughey í sínu fyrsta kvikmyndahlutverki og sá byrjaði vel. Túlkun hans á dauðyflinu Wooderson er fyrir löngu orðin klassísk og má sjá hann í essinu sínu hér að neðan. Vice Versa. 1998. Stöð 2 Maraþon. Það kannast e.t.v. einhverjir við þessa hulsturskápu. Vice Versa er hluti af hinni kynlegu líkamsskiptabylgju sem reið yfir Hollywood á níunda áratugi síðustu aldar. Til hennar teljast kvikmyndir á borð við Big, Like Father Like Son og 18 Again! Þær sækja hinsvegar allar innblástur til Freaky Friday sem kom út árið 1976, þar sem Jodie Foster lék 13 ára stúlku sem skipti um líkama við móður sína. Að þessu sinni er það yfirnáttúruleg taílensk hauskúpa sem veldur því að þrætugjarnir feðgar skipta um líkama. Það eru Fred Savage og Judge Reinhold sem leika feðgana, en þeir voru á þessum tíma mjög þekkt nöfn. Savage var ein helsta barnastjarna Hollywood og frægastur fyrir leik sinn í Wonder Years-þáttunum (Bernskubrek) og Reinhold fyrir hlutverk sitt sem félagi Eddie Murphy í Beverly Hills Cop-myndunum. Það er kostulegt að fylgjast með Savage litla túlka föður sinn, sem nú þarf að mæta í skólann í líkama sonarins. Reinhold er þó aðallega að feta í fótspor Tom Hanks, úr hinni rómuðu Big, þegar hann leikur soninn mættan í vinnu föður síns í jakkafötum og hvítum strigaskóm. Vica Verse er engin Big, en hún er samt ágætt stundargaman á tímum Covid-krísu. La Bamba. 1987. Stöð 2 Maraþon. Lou Diamond Phillips skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann lék Ritchie Valens. Það gerist reglulega að út koma kvikmyndir um (oftast) látið tónlistarfólk sem kynna tónlist þess fyrir nýrri kynslóð hlustenda. Nýlega hefur slík bylgja dunið á áhorfendum, þar sem tónlist Queen, Elton John og NWA er í aðalhlutverki í myndum um feril þessara listamanna. Á níunda og tíunda áratugi síðustu aldar kynntust ungmenni í fyrsta sinn m.a. tónlist The Doors í gegnum samnefnda kvikmynd Olivers Stone, tónlist Ike og Tinu Turner í gegnum What´s Love Got to Do with It og Jerry Lee Lewis í gegnum Great Balls of Fire. Á svipuðum tíma kom kvikmyndin La Bamba út, en hún fjallaði um stutta ævi mexíkósk-ameríska tónlistarmannsins Ritchie Valens sem skaust mjög skyndilega upp á stjörnuhimininn árið 1958, en lést ári síðar í flugslysi aðeins 17 ára gamall. Reyndar gerði myndin meira fyrir tónlist mexíkósku hljómsveitarinnar Los Lobos sem flutti titillag myndarinnar. Í minningunni er þetta mynd sem hægt er að horfa á aftur og aftur. Allavega hef ég séð hana það oft að ég man nokkurnveginn allt sem í henni gerist. See No Evil, Hear No Evil. 1989. Stöð 2 Maraþon. Aðeins eitt þessara kvikmyndahúsa lifir enn. Richard Pryor og Gene Wilder áttu farsælt samstarf sem gríntíveyki í kvikmyndum á borð við Stir Crazy og Silver Streak. Kvikmyndin See No Evil, Hear No Evil var þeirra þriðja samstarf og var sýnd í Stjörnubíói sáluga um árið. Hún var svo í hillum myndabandaleiganna þar til þær liðu undir lok og var vinsæl til útleigu sem gömul mynd. Hugmyndin er ekki sérlega frumleg, blindur maður (Pryor) fær vinnu hjá heyrnarlausum blaðasala (Wilder) og mikið grín og kátína fylgja í kjölfarið. Þetta er frábær grunnur fyrir þessa færu grínista til að láta gamminn geisa. Ég var ekki viss um hvernig húmorinn myndi eldast en eftir að hafa rennt myndinni í gegn get ég með sanni sagt að hún inniheldur margar kostulegar senur. Húmorinn er gamaldags að einhverju leyti, en ekki svo úr sér genginn að ekki sé hægt að skella upp úr yfir aulaganginum í þeim Pryor og Wilder. Því til sönnunar fylgir hér sena með persónu Pryors og systur hans sem fullkomlega fangar anda myndarinnar. Kveikjumerking: Kevin Spacey leikur vonda kallinn. A Few Good Men. 1992. Stöð 2 Maraþon. „You can´t handle the truth,“ geltir Nicholson á Cruise. Enn ein Stjörnubíómyndin er A Few Good Men. Þar fengu áhorfendur í fyrsta skiptið að kynnast orðsnilli höfundarins Aarons Sorkin, en hann átti síðar eftir að skrifa bíómyndir á borð við Social Network og Moneyball (sem báðar finnast á Stöð 2 Maraþon), sem og sjónvarpsþættina West Wing og The Newsroom. Á sínum tíma var reyndar enginn að velta fyrir sér hver höfundurinn væri, því öll athyglin beindist að þeim sem prýddu helstu hlutverk. Tom Cruise lék hinn léttúðuga Lt. Daniel Kaffee, herlögfræðing sem fær það hlutverk að verja tvo unga hermenn sem sakaðir eru um að hafa óvart orðið félaga sínum að bana á herstöðinni við Guantanomo Bay í Kúbu. Kaffee neyðist til að rekja málið með hinni metnaðarfullu Lt. Cdr. JoAnne Galloway, en það var Demi Moore sem fór með það hlutverk, en hún var á hátindi ferils síns á þessum tíma. Svo bættist þriðja kanónan við, Jack Nicholson lék Col. Nathan R. Jessup, yfirmann herstöðvarinnar. Í öðrum helstu hlutverkum eru ýmsir þekktir leikarar, m.a. Kevin Bacon. Gott er að þekkja leikaralista A Few Good Men ef spila á leikinn Six Degrees of Kevin Bacon, en hann gengur út að tengja leikara við Kevin Bacon í mesta lagi sex skrefum. Sem dæmi gæti ég verið beðinn um að tengja Mark Wahlberg við Kevin Bacon. Þá segði ég: Mark lék í Basketball Diaries með Leonardo DiCaprio, sem lék með Brad Pitt í Once Upon a Time in Hollywood, sem lék með Kevin Bacon í Sleepers. Þennan leik má leika út í hið óendanlega í sóttkví. Hvaða gömlu myndir sem nú er hægt að streyma ætti fólk að horfa á? Komið endilega með uppástungur í athugasemdum. Netflix Stöð 2 Stjörnubíó Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Á þessum síðustu og verstu tímum Covid-veirunnar og þeirrar einangrunar sem henni fylgir horfir margt fólk á sjónvarp líkt og aldrei fyrr og kannski einhverjir orðnir ráðþrota varðandi hvað skuli sjá næst. Þá er gott að leita í gamla rekkann. Heiðar Sumarliðason, stjórnandi kvikmyndaþáttarins Stjörnubíós, renndi yfir úrvalið á Stöð 2 Maraþon og Netflix og fann til nokkrar kvikmyndir sem væru frábært val sem „gamla spólan,“ líkt og fólki var boðið að fá í kaupbætið þegar nýr titill var leigður á myndabandaleigunum þegar þær voru og hétu. Ferris Bueller´s Day Off. 1986. Netflix. Ferris kann að slaka á. Ef þú hefur ekki séð hana þessa er heppnin með þér. Mikið væri ég til í að upplifa ævintýri Ferris Bullers aftur í fyrsta sinn. Ferris Bueller´s Day Off er úr smiðju konungs unglingamynda níunda áratugarins John Hughes og er að mínu mati hans besta, þrátt fyrir að eftir hann liggi myndir á borð við The Breakfast Club og Planes Trains and Automobiles. Það er Matthew Broderick sem leikur titilhlutverkið, framhaldasskólanema sem lætur ekkert koma í veg fyrir að hann nái að upplifa „veikindadag“ og leggur sig allan fram við að fá vin sinn Cameron og kærustuna sína Sloane með í leikinn. Það er svo dásamlega mikill þróttur í þrá Buellers eftir því að slæpast að ekki er annað hægt en að dást að honum. „Sportidjótin, mótorhjólagarparnir, nördin, dræsurnar, gengjaspaðarnir, auðnuleysingjarnir, lúðarnir, fávitarnir - þau elska hann öll,“ sagði ritari skólastjórans í myndinni og eru það orð að sönnu. Dazed and Confused. 1993. Netflix. Matthew eldist, framhaldsskólastelpurnar ekki. Ég var 14 eða 15 ára þegar Dazed and Confused kom út hér á landi og var örugglega fyrstur Íslendinga til að sjá hana. Á þessum tíma sökkti ég mér í lestur kvikmyndatímarita á borð við Empire, Premier og Entertainment Weekly og þeir jákvæðu dómar sem myndin fékk þar fóru ekki framhjá mér. Íslenskir kvikmyndahúsaeigendur þessa tíma höfðu greinilega ekki trú á þessari mynd Richard Linklater, sem átti síðar eftir að gera frábærar myndir á borð við Before Sunrise og Boyhood, því ekki fengu áhorfendur hér á landi að sjá hana á hvíta tjaldinu. Ég var hinsvegar mættur á Bónusvídeó í Smiðsbúð um miðjan útgáfudaginn til að leigja hana. Hún olli ekki vonbrigðum og átti alla þá frábæru dóma sem hún hlaut fyllilega skilið. Eða eins og Peter Travers gagnrýnandi Rolling Stone skrifaði um hana: „Hávær, gróf, samfélagslega óábyrg en algjörlega ómótstæðileg.“ Þess má geta að í myndinni má sjá Matthew McConaughey í sínu fyrsta kvikmyndahlutverki og sá byrjaði vel. Túlkun hans á dauðyflinu Wooderson er fyrir löngu orðin klassísk og má sjá hann í essinu sínu hér að neðan. Vice Versa. 1998. Stöð 2 Maraþon. Það kannast e.t.v. einhverjir við þessa hulsturskápu. Vice Versa er hluti af hinni kynlegu líkamsskiptabylgju sem reið yfir Hollywood á níunda áratugi síðustu aldar. Til hennar teljast kvikmyndir á borð við Big, Like Father Like Son og 18 Again! Þær sækja hinsvegar allar innblástur til Freaky Friday sem kom út árið 1976, þar sem Jodie Foster lék 13 ára stúlku sem skipti um líkama við móður sína. Að þessu sinni er það yfirnáttúruleg taílensk hauskúpa sem veldur því að þrætugjarnir feðgar skipta um líkama. Það eru Fred Savage og Judge Reinhold sem leika feðgana, en þeir voru á þessum tíma mjög þekkt nöfn. Savage var ein helsta barnastjarna Hollywood og frægastur fyrir leik sinn í Wonder Years-þáttunum (Bernskubrek) og Reinhold fyrir hlutverk sitt sem félagi Eddie Murphy í Beverly Hills Cop-myndunum. Það er kostulegt að fylgjast með Savage litla túlka föður sinn, sem nú þarf að mæta í skólann í líkama sonarins. Reinhold er þó aðallega að feta í fótspor Tom Hanks, úr hinni rómuðu Big, þegar hann leikur soninn mættan í vinnu föður síns í jakkafötum og hvítum strigaskóm. Vica Verse er engin Big, en hún er samt ágætt stundargaman á tímum Covid-krísu. La Bamba. 1987. Stöð 2 Maraþon. Lou Diamond Phillips skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann lék Ritchie Valens. Það gerist reglulega að út koma kvikmyndir um (oftast) látið tónlistarfólk sem kynna tónlist þess fyrir nýrri kynslóð hlustenda. Nýlega hefur slík bylgja dunið á áhorfendum, þar sem tónlist Queen, Elton John og NWA er í aðalhlutverki í myndum um feril þessara listamanna. Á níunda og tíunda áratugi síðustu aldar kynntust ungmenni í fyrsta sinn m.a. tónlist The Doors í gegnum samnefnda kvikmynd Olivers Stone, tónlist Ike og Tinu Turner í gegnum What´s Love Got to Do with It og Jerry Lee Lewis í gegnum Great Balls of Fire. Á svipuðum tíma kom kvikmyndin La Bamba út, en hún fjallaði um stutta ævi mexíkósk-ameríska tónlistarmannsins Ritchie Valens sem skaust mjög skyndilega upp á stjörnuhimininn árið 1958, en lést ári síðar í flugslysi aðeins 17 ára gamall. Reyndar gerði myndin meira fyrir tónlist mexíkósku hljómsveitarinnar Los Lobos sem flutti titillag myndarinnar. Í minningunni er þetta mynd sem hægt er að horfa á aftur og aftur. Allavega hef ég séð hana það oft að ég man nokkurnveginn allt sem í henni gerist. See No Evil, Hear No Evil. 1989. Stöð 2 Maraþon. Aðeins eitt þessara kvikmyndahúsa lifir enn. Richard Pryor og Gene Wilder áttu farsælt samstarf sem gríntíveyki í kvikmyndum á borð við Stir Crazy og Silver Streak. Kvikmyndin See No Evil, Hear No Evil var þeirra þriðja samstarf og var sýnd í Stjörnubíói sáluga um árið. Hún var svo í hillum myndabandaleiganna þar til þær liðu undir lok og var vinsæl til útleigu sem gömul mynd. Hugmyndin er ekki sérlega frumleg, blindur maður (Pryor) fær vinnu hjá heyrnarlausum blaðasala (Wilder) og mikið grín og kátína fylgja í kjölfarið. Þetta er frábær grunnur fyrir þessa færu grínista til að láta gamminn geisa. Ég var ekki viss um hvernig húmorinn myndi eldast en eftir að hafa rennt myndinni í gegn get ég með sanni sagt að hún inniheldur margar kostulegar senur. Húmorinn er gamaldags að einhverju leyti, en ekki svo úr sér genginn að ekki sé hægt að skella upp úr yfir aulaganginum í þeim Pryor og Wilder. Því til sönnunar fylgir hér sena með persónu Pryors og systur hans sem fullkomlega fangar anda myndarinnar. Kveikjumerking: Kevin Spacey leikur vonda kallinn. A Few Good Men. 1992. Stöð 2 Maraþon. „You can´t handle the truth,“ geltir Nicholson á Cruise. Enn ein Stjörnubíómyndin er A Few Good Men. Þar fengu áhorfendur í fyrsta skiptið að kynnast orðsnilli höfundarins Aarons Sorkin, en hann átti síðar eftir að skrifa bíómyndir á borð við Social Network og Moneyball (sem báðar finnast á Stöð 2 Maraþon), sem og sjónvarpsþættina West Wing og The Newsroom. Á sínum tíma var reyndar enginn að velta fyrir sér hver höfundurinn væri, því öll athyglin beindist að þeim sem prýddu helstu hlutverk. Tom Cruise lék hinn léttúðuga Lt. Daniel Kaffee, herlögfræðing sem fær það hlutverk að verja tvo unga hermenn sem sakaðir eru um að hafa óvart orðið félaga sínum að bana á herstöðinni við Guantanomo Bay í Kúbu. Kaffee neyðist til að rekja málið með hinni metnaðarfullu Lt. Cdr. JoAnne Galloway, en það var Demi Moore sem fór með það hlutverk, en hún var á hátindi ferils síns á þessum tíma. Svo bættist þriðja kanónan við, Jack Nicholson lék Col. Nathan R. Jessup, yfirmann herstöðvarinnar. Í öðrum helstu hlutverkum eru ýmsir þekktir leikarar, m.a. Kevin Bacon. Gott er að þekkja leikaralista A Few Good Men ef spila á leikinn Six Degrees of Kevin Bacon, en hann gengur út að tengja leikara við Kevin Bacon í mesta lagi sex skrefum. Sem dæmi gæti ég verið beðinn um að tengja Mark Wahlberg við Kevin Bacon. Þá segði ég: Mark lék í Basketball Diaries með Leonardo DiCaprio, sem lék með Brad Pitt í Once Upon a Time in Hollywood, sem lék með Kevin Bacon í Sleepers. Þennan leik má leika út í hið óendanlega í sóttkví. Hvaða gömlu myndir sem nú er hægt að streyma ætti fólk að horfa á? Komið endilega með uppástungur í athugasemdum.
Netflix Stöð 2 Stjörnubíó Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira