Amiina gefur út tvö jólalög Ritstjórn Albumm skrifar 23. desember 2020 08:01 Hljómsveitin amiina. Hljómsveitin amiina gefur út tvö jólalög fyrir hátíðarnar en útgáfan er fyrsti hlutinn af nýrri attic series, eða háalofts seríu. Í gær gáfu þau út lagið I’d like to Teach the World to Sing og á aðfangadag kemur út Hátíð fer að höndum ein. Hljómsveitin amiina hefur verið starfrækt í meira en 15 ár og hefur á því tímabili samið fjölda laga sem af ýmsum ástæðum hafa aldrei verið gefin út á plötu eða smáskífu en fá nú hægt og rólega að líta dagsins ljós. Gramsað á háaloftinu Hljómsveitin er búin að vera undirbúa útgáfu á nýju efni á næsta ári, en breiðskífan þeirra Fantômas kom út árið 2016. Í leiðinni fóru þau í gegnum lagasafnið sitt, eða fóru að gramsa á háaloftinu ef svo má að orði komast, og fundu þar nokkra gamla gullmola sem sem þau munu deila fram á næsta ár eða svo. Þaðan kemur hugmyndin um attic series, og þetta er fyrsta útgáfan úr seríunni. Hún inniheldur tvö jólalög sem amiina tók upp fyrir þó nokkrum árum og nú gefst loks tækifæri fyrir aðdáendur að hlusta og njóta. Coke jólalagið I’d Like to Teach the World to Sing er ábreiða af hinu þekkta lagi Hillside Singers, einnig þekkt sem Coke jólalagið. Árið 2011 var amiina beðin um að vera partur af jóladagskrá Viðsjár á Rás 1 og var þessi útgáfa lagsins tekin upp af því tilefni. Lagið varð fyrir valinu vegna þeirra hlýju nostalgíu sem það færi okkur, því í bernskunni var það ómissandi partur af jólunum þegar auglýsingin var flutt í sjónvarpinu rétt fyrir jólin ár hvert. Öfugsnúin jól Á aðfangadag gefa þau út lagið Hátíð fer að höndum ein sem er mörgum kært og ómissandi í undirbúningi jólanna. Þessa útsetningu lagsins má rekja aftur til ársins 2009 þegar amiina ásamt fjölda listamanna, kom fram á tónleikum í Barbican Centre sem báru heitið Twisted Christmas. Þar voru flutt jólalög úr ýmsum áttum og var útsetningin gerð af því tilefni og flutt af listamönnunum ásamt kammersveit og kór. Þátttakendur frá Íslandi voru meðlimir amiinu, Paul Lydon og Kippi Kaninus sem gekk til liðs við sveitina stuttu síðar. Nokkrum árum síðar ákvað hljómsveitin að taka upp þessa smærri útgáfu lagsins til að birta á jóladagatali sveitarinnar. Hægt er að kynna sér hljómsveitina nánar á heimasíðunni amiina.com. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið
Hljómsveitin amiina hefur verið starfrækt í meira en 15 ár og hefur á því tímabili samið fjölda laga sem af ýmsum ástæðum hafa aldrei verið gefin út á plötu eða smáskífu en fá nú hægt og rólega að líta dagsins ljós. Gramsað á háaloftinu Hljómsveitin er búin að vera undirbúa útgáfu á nýju efni á næsta ári, en breiðskífan þeirra Fantômas kom út árið 2016. Í leiðinni fóru þau í gegnum lagasafnið sitt, eða fóru að gramsa á háaloftinu ef svo má að orði komast, og fundu þar nokkra gamla gullmola sem sem þau munu deila fram á næsta ár eða svo. Þaðan kemur hugmyndin um attic series, og þetta er fyrsta útgáfan úr seríunni. Hún inniheldur tvö jólalög sem amiina tók upp fyrir þó nokkrum árum og nú gefst loks tækifæri fyrir aðdáendur að hlusta og njóta. Coke jólalagið I’d Like to Teach the World to Sing er ábreiða af hinu þekkta lagi Hillside Singers, einnig þekkt sem Coke jólalagið. Árið 2011 var amiina beðin um að vera partur af jóladagskrá Viðsjár á Rás 1 og var þessi útgáfa lagsins tekin upp af því tilefni. Lagið varð fyrir valinu vegna þeirra hlýju nostalgíu sem það færi okkur, því í bernskunni var það ómissandi partur af jólunum þegar auglýsingin var flutt í sjónvarpinu rétt fyrir jólin ár hvert. Öfugsnúin jól Á aðfangadag gefa þau út lagið Hátíð fer að höndum ein sem er mörgum kært og ómissandi í undirbúningi jólanna. Þessa útsetningu lagsins má rekja aftur til ársins 2009 þegar amiina ásamt fjölda listamanna, kom fram á tónleikum í Barbican Centre sem báru heitið Twisted Christmas. Þar voru flutt jólalög úr ýmsum áttum og var útsetningin gerð af því tilefni og flutt af listamönnunum ásamt kammersveit og kór. Þátttakendur frá Íslandi voru meðlimir amiinu, Paul Lydon og Kippi Kaninus sem gekk til liðs við sveitina stuttu síðar. Nokkrum árum síðar ákvað hljómsveitin að taka upp þessa smærri útgáfu lagsins til að birta á jóladagatali sveitarinnar. Hægt er að kynna sér hljómsveitina nánar á heimasíðunni amiina.com. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið