Malaví „land ársins“ hjá The Economist Heimsljós 21. desember 2020 11:12 Frá mótmælum í Malaví eftir kosningarnar 2019. RF Tímaritið The Economist hefur útnefnd Malaví land ársins. Viðurkenninguna fær Malaví fyrir að „endurvekja lýðræðið í landi sem þekkt er fyrir einræðistilburði.“ Tímaritið The Economist hefur útnefnd Malaví land ársins. Viðurkenninguna fær Malaví fyrir að „endurvekja lýðræðið í landi sem þekkt er fyrir einræðistilburði.“ Stjórnlagadómstóll landsins ógilti fyrr á þessu ári niðurstöðu forsetakosninga árið 2019 vegna kosningasvindls og nýr forseti var kjörinn í kosningum sem haldnar voru í júní. Að mati The Economist er ákvörðun dómstólsins um ógildingu forsetakosninganna og friðsamleg valdaskipti í framhaldinu „fullkomið dæmi um það hvernig stjórnvöld eiga að fara með lýðræðið,“ eins og segir í tímaritinu. Kosningarnar árið 2019 hafa verið kallaðar „tipp-ex“ kosningarnar en eins og fram kemur í grein The Economist hafði verið átt við fjöldann allan af atkvæðaseðlum með því að afmá merki á seðlinum með „tipp-ex“ leiðréttingarvökvanum. Þar segir ennfremur að erlendir fulltrúar í kosningaeftirliti hafi samþykkt kosningarnar með semingi. Íbúar Malaví hafi hins vegar hafið fjöldamótmæli og dómarar hafi afþakkað „ferðatöskur af mútugreiðslum“ og ógilt kosningarnar. Í kosningunum síðastliðið sumar fór Lazarus Chakwera með sigur af hólmi og felldi sitjandi forseta, Peter Mutharika. Í október hlutu dómarar við stjórnlagadómstólinn í Malaví sérstaka viðurkenningu bresku hugveitunnar Chatham House fyrir „hugrekki og sjálfstæði í þágu lýðræðis,“ eins og sagði í umsögn um verðlaunahafa ársins. Malaví er eins og flestir vita elsta samstarfsríki Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu en íslensk stjórnvöld hafa allar götur frá 1989 starfað í landinu að margvíslegum verkefnum, lengst af í Mangochi héraði. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Malaví Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent
Tímaritið The Economist hefur útnefnd Malaví land ársins. Viðurkenninguna fær Malaví fyrir að „endurvekja lýðræðið í landi sem þekkt er fyrir einræðistilburði.“ Stjórnlagadómstóll landsins ógilti fyrr á þessu ári niðurstöðu forsetakosninga árið 2019 vegna kosningasvindls og nýr forseti var kjörinn í kosningum sem haldnar voru í júní. Að mati The Economist er ákvörðun dómstólsins um ógildingu forsetakosninganna og friðsamleg valdaskipti í framhaldinu „fullkomið dæmi um það hvernig stjórnvöld eiga að fara með lýðræðið,“ eins og segir í tímaritinu. Kosningarnar árið 2019 hafa verið kallaðar „tipp-ex“ kosningarnar en eins og fram kemur í grein The Economist hafði verið átt við fjöldann allan af atkvæðaseðlum með því að afmá merki á seðlinum með „tipp-ex“ leiðréttingarvökvanum. Þar segir ennfremur að erlendir fulltrúar í kosningaeftirliti hafi samþykkt kosningarnar með semingi. Íbúar Malaví hafi hins vegar hafið fjöldamótmæli og dómarar hafi afþakkað „ferðatöskur af mútugreiðslum“ og ógilt kosningarnar. Í kosningunum síðastliðið sumar fór Lazarus Chakwera með sigur af hólmi og felldi sitjandi forseta, Peter Mutharika. Í október hlutu dómarar við stjórnlagadómstólinn í Malaví sérstaka viðurkenningu bresku hugveitunnar Chatham House fyrir „hugrekki og sjálfstæði í þágu lýðræðis,“ eins og sagði í umsögn um verðlaunahafa ársins. Malaví er eins og flestir vita elsta samstarfsríki Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu en íslensk stjórnvöld hafa allar götur frá 1989 starfað í landinu að margvíslegum verkefnum, lengst af í Mangochi héraði. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Malaví Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent