Mikill áhugi á kynlífsklúbbum Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 20. desember 2020 19:55 Samkvæmt niðurstöðum úr könnun Makamála segjast 66% lesenda Vísis hafa einhverskonar áhuga á kynlífsklúbbum. Getty Skilgreiningin á kynlífsklúbb eru staðir eða klúbbar sem virka eins og dæmigerðir skemmtistaðir en eiga það sameiginegt að bjóða upp á einhverskonar aðstöðu fyrir fólk til að stunda þar kynlíf. Þessir klúbbar geta verið mjög fjölbreyttir, ætlaðir mismunandi kynhegðun og kynhneigðum og gilda ólíkar húsreglur eftir því. Á Íslandi eru þessir klúbbar ólöglegir og sækja því Íslendingar sem áhuga hafa á þessari senu kynlífsklúbba erlendis. Í kjölfar viðtala sem Makamál hafa tekið við fólk sem stundar makaskipti og kynlífsklúbba erlendis, voru lesendur Vísis spurðir um áhuga sinn á þessum klúbbum. Tæplega 3500 manns tóku þátt í könnuninni og voru aðeins 34 prósent lesenda sem sögðust engan áhuga hafa á kynlífsklúbbum. 23% prósent lesenda sögðust hafa prófað að fara á kynlífsklúbb eða stunda þá reglulega. Stærsti hópurinn, eða 43 prósent lesenda, var fólk sem ekki hefur farið á kynlífsklúbb en segist hafa áhuga á því að prófa. Niðurstöður*:Já, ég fer reglulega - 6% Já, ég hef prófað - 17% Nei, en langar til þess að prófa - 23% Nei, en langar kannski að prófa - 20% Nei, ég hef ekki áhuga - 34% Sitt sýnist hverjum um ágæti þessara klúbba og eru þeir vafalaust eins misjafnir og þeir eru margir. Þó voru þeir viðmælendur sem Makamál talaði við sammála um að almennt ríkti mikil virðing milli fólks á þessum stöðum og það upplifði ekki áreiti. Í viðtali við íslensk hjón sem stunda kynlífsklúbba saman, sagði konan þetta: Ég verð fyrir meira áreiti að labba fullklædd á skemmtistað hér í bænum heldur en að labba um á sexy nærfötum á svona swing-klúbbi erlendis. Í viðtali við mann sem stundar kynlífsklúbba sagði hann þetta: Konur geta verið mjög léttklæddar og karlmenn líka en það er mikil virðing ríkjandi á milli fólks á þessum stöðum. Þú getur til dæmis alveg valið það að vera alveg fullklæddur inni á kynlífsklúbbunum þó að aðrir séu naktir eða léttklæddir. Sumir kjósa bara að sitja við barinn eða borða með öðru fólki og spjalla. Það er aldrei nein pressa. Umsjónamaður Makamála mætti í Brennsluna á FM957 og ræddi niðurstöðurnar ásamt því að kynna til leiks nýja Spurningu vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan. *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Rúmfræði Kynlíf Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Hefur þú farið á kynlífsklúbb? Fyrr í vikunni tók Makamál viðtal við mann sem sagði frá upplifun sinni af kynlífsklúbbum á Kanarí. Áður hafa Makamál birt viðtöl við konu og hjón sem lýsa reynslu sinni af swing-senunni. Öll hafa þau reynslu af kynlífsklúbbum. 11. desember 2020 08:01 „Langar á deit með sætum íslenskum manni“ „Ég er búin að fá ótrúlega mikil viðbröð, þetta sprakk eiginlega pínulítið í höndunum á mér og núna er ég búin að fá fullt af skilaboðum og vinabeiðnum,“ segir Ólöf Rut Fjeldsted í samtali við Makamál. Ólöf vakti mikla athygli fyrir innlegg sitt síðastliðið mánudagskvöld í Facebook-hópnum Íslendingar í Danmörku þar sem hún óskaði eftir því að komast á stefnumót með íslenskum manni. 16. desember 2020 20:00 Spurning vikunnar: Veldur jólaundirbúningurinn álagi á sambandið? Jólin eru tími kærleiks og friðar. Er það ekki annars? Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum þá finnum við okkur mörg hver knúin til að skrifa niður ævintýralega langan verkefnalista fyrir jólin. Það þarf að þrífa ofan af skápunum, mála baðherbergið, hengja upp myndir í stofunni, baka fimm sortir, grafa lax, skreyta heimilið, búa til jólasultuna og kaupa allar jólagjafirnar. 18. desember 2020 07:58 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Föðurland: „Ekki gleyma sambandinu ykkar“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Fleiri fréttir Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Á Íslandi eru þessir klúbbar ólöglegir og sækja því Íslendingar sem áhuga hafa á þessari senu kynlífsklúbba erlendis. Í kjölfar viðtala sem Makamál hafa tekið við fólk sem stundar makaskipti og kynlífsklúbba erlendis, voru lesendur Vísis spurðir um áhuga sinn á þessum klúbbum. Tæplega 3500 manns tóku þátt í könnuninni og voru aðeins 34 prósent lesenda sem sögðust engan áhuga hafa á kynlífsklúbbum. 23% prósent lesenda sögðust hafa prófað að fara á kynlífsklúbb eða stunda þá reglulega. Stærsti hópurinn, eða 43 prósent lesenda, var fólk sem ekki hefur farið á kynlífsklúbb en segist hafa áhuga á því að prófa. Niðurstöður*:Já, ég fer reglulega - 6% Já, ég hef prófað - 17% Nei, en langar til þess að prófa - 23% Nei, en langar kannski að prófa - 20% Nei, ég hef ekki áhuga - 34% Sitt sýnist hverjum um ágæti þessara klúbba og eru þeir vafalaust eins misjafnir og þeir eru margir. Þó voru þeir viðmælendur sem Makamál talaði við sammála um að almennt ríkti mikil virðing milli fólks á þessum stöðum og það upplifði ekki áreiti. Í viðtali við íslensk hjón sem stunda kynlífsklúbba saman, sagði konan þetta: Ég verð fyrir meira áreiti að labba fullklædd á skemmtistað hér í bænum heldur en að labba um á sexy nærfötum á svona swing-klúbbi erlendis. Í viðtali við mann sem stundar kynlífsklúbba sagði hann þetta: Konur geta verið mjög léttklæddar og karlmenn líka en það er mikil virðing ríkjandi á milli fólks á þessum stöðum. Þú getur til dæmis alveg valið það að vera alveg fullklæddur inni á kynlífsklúbbunum þó að aðrir séu naktir eða léttklæddir. Sumir kjósa bara að sitja við barinn eða borða með öðru fólki og spjalla. Það er aldrei nein pressa. Umsjónamaður Makamála mætti í Brennsluna á FM957 og ræddi niðurstöðurnar ásamt því að kynna til leiks nýja Spurningu vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan. *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Rúmfræði Kynlíf Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Hefur þú farið á kynlífsklúbb? Fyrr í vikunni tók Makamál viðtal við mann sem sagði frá upplifun sinni af kynlífsklúbbum á Kanarí. Áður hafa Makamál birt viðtöl við konu og hjón sem lýsa reynslu sinni af swing-senunni. Öll hafa þau reynslu af kynlífsklúbbum. 11. desember 2020 08:01 „Langar á deit með sætum íslenskum manni“ „Ég er búin að fá ótrúlega mikil viðbröð, þetta sprakk eiginlega pínulítið í höndunum á mér og núna er ég búin að fá fullt af skilaboðum og vinabeiðnum,“ segir Ólöf Rut Fjeldsted í samtali við Makamál. Ólöf vakti mikla athygli fyrir innlegg sitt síðastliðið mánudagskvöld í Facebook-hópnum Íslendingar í Danmörku þar sem hún óskaði eftir því að komast á stefnumót með íslenskum manni. 16. desember 2020 20:00 Spurning vikunnar: Veldur jólaundirbúningurinn álagi á sambandið? Jólin eru tími kærleiks og friðar. Er það ekki annars? Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum þá finnum við okkur mörg hver knúin til að skrifa niður ævintýralega langan verkefnalista fyrir jólin. Það þarf að þrífa ofan af skápunum, mála baðherbergið, hengja upp myndir í stofunni, baka fimm sortir, grafa lax, skreyta heimilið, búa til jólasultuna og kaupa allar jólagjafirnar. 18. desember 2020 07:58 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Föðurland: „Ekki gleyma sambandinu ykkar“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Fleiri fréttir Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Spurning vikunnar: Hefur þú farið á kynlífsklúbb? Fyrr í vikunni tók Makamál viðtal við mann sem sagði frá upplifun sinni af kynlífsklúbbum á Kanarí. Áður hafa Makamál birt viðtöl við konu og hjón sem lýsa reynslu sinni af swing-senunni. Öll hafa þau reynslu af kynlífsklúbbum. 11. desember 2020 08:01
„Langar á deit með sætum íslenskum manni“ „Ég er búin að fá ótrúlega mikil viðbröð, þetta sprakk eiginlega pínulítið í höndunum á mér og núna er ég búin að fá fullt af skilaboðum og vinabeiðnum,“ segir Ólöf Rut Fjeldsted í samtali við Makamál. Ólöf vakti mikla athygli fyrir innlegg sitt síðastliðið mánudagskvöld í Facebook-hópnum Íslendingar í Danmörku þar sem hún óskaði eftir því að komast á stefnumót með íslenskum manni. 16. desember 2020 20:00
Spurning vikunnar: Veldur jólaundirbúningurinn álagi á sambandið? Jólin eru tími kærleiks og friðar. Er það ekki annars? Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum þá finnum við okkur mörg hver knúin til að skrifa niður ævintýralega langan verkefnalista fyrir jólin. Það þarf að þrífa ofan af skápunum, mála baðherbergið, hengja upp myndir í stofunni, baka fimm sortir, grafa lax, skreyta heimilið, búa til jólasultuna og kaupa allar jólagjafirnar. 18. desember 2020 07:58