Ný kynslóð Isuzu D-MAX komin til landsins Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. desember 2020 07:00 Isuzu D-MAX. BL hefur fengið fyrstu sendingu nýrrar og glæsilegrar kynslóðar pallbílsins Isuzu D-MAX sem vinsæll hefur verið hér á landi, en ekki síst meðal atvinnurekenda, verktaka og opinberra aðila á borð við sveitarfélög, segir í fréttatilkynningu frá BL. Í boði eru þrjár útfærslur, Basic, Pro og Lux. Allar gerðir, sem búnar eru tveggja lítra, 160 hestafla dísilvél, eru vel búnar öryggis- og þægindabúnaði og hefur bíllinn m.a. þegar hlotið fullt hús stiga hjá evrópsku öryggisstofnuninni Euro NCAP. Meðal staðalbúnaðar í Basic, beinskiptri grunngerð Isuzu D-MAX, má nefna aðdráttar- og veltistýri, blindhornaviðvörun, stöðugleikastýringu, akreinavara, aðvörun vegna hliðarumferðar, sjálfvirka neyðarhemlun og hemlajöfnun, neyðarakreinastýringu auk brekkuaðstoðar og stöðugleikabúnaðar fyrir drátt á aftanívagni. Innra rými í nýjum Isuzu D-MAX. Burðargeta bílsins er 1.065 kg og dráttargetan 3,5 tonn. Vaðdýpt D-MAX er 80 cm og 24 cm eru undir lægsta punkt. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent
Í boði eru þrjár útfærslur, Basic, Pro og Lux. Allar gerðir, sem búnar eru tveggja lítra, 160 hestafla dísilvél, eru vel búnar öryggis- og þægindabúnaði og hefur bíllinn m.a. þegar hlotið fullt hús stiga hjá evrópsku öryggisstofnuninni Euro NCAP. Meðal staðalbúnaðar í Basic, beinskiptri grunngerð Isuzu D-MAX, má nefna aðdráttar- og veltistýri, blindhornaviðvörun, stöðugleikastýringu, akreinavara, aðvörun vegna hliðarumferðar, sjálfvirka neyðarhemlun og hemlajöfnun, neyðarakreinastýringu auk brekkuaðstoðar og stöðugleikabúnaðar fyrir drátt á aftanívagni. Innra rými í nýjum Isuzu D-MAX. Burðargeta bílsins er 1.065 kg og dráttargetan 3,5 tonn. Vaðdýpt D-MAX er 80 cm og 24 cm eru undir lægsta punkt.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent