Við fengum hana til að deila með lesendum Vísis uppskrift að góðum ís fyrir hátíðarnar. Linda segir að það þurfi að undirbúa ísinn með að minnsta kosti tólf klukkustunda fyrirvara. Það tekur aðeins 20 mínútur að framkvæma uppskriftina en svo þarf ísinn að fara í frysti í tólf klukkustundir áður en hann er borinn fram. Fyrir þennan ís notar Linda 20x30 sentímetra form.
Hráefni
- 200 ml saltkaramella
- 100 g pekanhnetur
- 2 msk. sykur
- 6 eggjarauður
- 170 g púðursykur
- 1 tsk. vanillusykur
- 500 ml rjómi

Aðferð
- Útbúið saltkaramelluna og leggið til hliðar.
- Saxið því næst pekanhneturnar niður og ristið þær á pönnu upp úr sykri í þrjár til fimm mínútur. eða þar til þær eru byrjaðar að brúnast.
- Þeytið eggjarauður þar til þær eru orðnar orðin ljósgular, þykkar.
- og mynda borða. Bætið púðursykrinum saman við ásamt vanillusykrinum og þeytið áfram.
- Þeytið rjóma í annarri skál og bætið varlega út í eggjablönduna með sleikju ásamt ristuðu pekanhnetunum.
- Brjótið smjörpappír vandlega ofan í 20x30 cm form, hellið ísnum ofan í formið og sléttið.
- Hellið saltkaramellunni yfir í mjórri bunu og dreifið úr henni með hníf.
- Lokið forminu með plastfimu og frystið í um 12 klukkustundir. eða lengur.