Skortur á vatni og hreinlæti í fjórðungi heilbrigðisstofnana Heimsljós 14. desember 2020 12:09 Gunnisal Aðgengi að vatni, salernis- og hreinlætisaðstöðu á heilbrigðisstofnunum er ábótavant í ákveðnum heimshlutum, sérstaklega í þróunarríkjum. Í einni af hverjum fjórum heilbrigðisstofnunum í heiminum skortir aðgengi að vatni og hreinlætisaðstöðu sem eykur hættuna á því fyrir starfsfólk og sjúklinga – um 1,8 milljarð einstaklinga – að smitast af kórónaveirunni og öðrum bráðsmitandi veirum. Þetta kemur fram í nýrri sameiginlegri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) byggða á könnun sem náði til 165 landa. „Að vinna á heilbrigðisstofnun án vatns, salernis- og hreinlætisaðstöðu er sambærilegt við að senda hjúkrunarfræðinga og lækna til vinnu án skjólfatnaðar,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri WHO. „Vatn, salernis- og hreinlætisaðstaða á heilbrigðisstofnunum er grundvallaratriði til að stöðva COVID-19. Í ákveðnum heimshlutum þarf að bæta aðstöðu í þessum efnum, sérstaklega í þróunarríkjum.“ Heilbrigðisstarfsfólk er í meiri hættu en aðrir að smitast af kórónaveirunni. Það sést á tölum sem koma fram í skýrslunni. Heilbrigðisstarfsfólk telur 3 prósent mannkyns en 14 prósent hafa veikst af COVID-19. „Að senda heilbrigðisstarfsfólk og þá sem veikir eru og þurfa meðferð inn á stofnanir þar sem ekki er að finna hreint vatn, örugga salernisaðstöðu eða jafnvel sápu – það heitir að stofna lífi fólks í hættu,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastýra UNICEF. Samkvæmt skýrslunni – Global Progress Report on WASH in Health Care Facilities – gat þriðjungur heilbrigðisstofnana í heiminum ekki tryggt handþvott og ein af hverjum tíu hafði ekki upp á viðunandi salernisaðstöðu að bjóða. Staðan er enn verri ef horft er til 47 fátækustu ríkja heims þar sem helmingur heilbrigðisstofnana hafði engan aðgang að hreinu drykkjarvatni, fjórðungur engan aðgang að vatni til handþvotta eða annars hreinlætis, og þrjár af hverjum fimm skorti salernisaðstöðu. Að mati WHO og UNICEF myndi kosta um 130 krónur á hvern íbúa að tryggja úrbætur á þessu sviði í viðkomandi ríkjum og 26 krónur til viðhalds á ári hverju. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent
Í einni af hverjum fjórum heilbrigðisstofnunum í heiminum skortir aðgengi að vatni og hreinlætisaðstöðu sem eykur hættuna á því fyrir starfsfólk og sjúklinga – um 1,8 milljarð einstaklinga – að smitast af kórónaveirunni og öðrum bráðsmitandi veirum. Þetta kemur fram í nýrri sameiginlegri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) byggða á könnun sem náði til 165 landa. „Að vinna á heilbrigðisstofnun án vatns, salernis- og hreinlætisaðstöðu er sambærilegt við að senda hjúkrunarfræðinga og lækna til vinnu án skjólfatnaðar,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri WHO. „Vatn, salernis- og hreinlætisaðstaða á heilbrigðisstofnunum er grundvallaratriði til að stöðva COVID-19. Í ákveðnum heimshlutum þarf að bæta aðstöðu í þessum efnum, sérstaklega í þróunarríkjum.“ Heilbrigðisstarfsfólk er í meiri hættu en aðrir að smitast af kórónaveirunni. Það sést á tölum sem koma fram í skýrslunni. Heilbrigðisstarfsfólk telur 3 prósent mannkyns en 14 prósent hafa veikst af COVID-19. „Að senda heilbrigðisstarfsfólk og þá sem veikir eru og þurfa meðferð inn á stofnanir þar sem ekki er að finna hreint vatn, örugga salernisaðstöðu eða jafnvel sápu – það heitir að stofna lífi fólks í hættu,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastýra UNICEF. Samkvæmt skýrslunni – Global Progress Report on WASH in Health Care Facilities – gat þriðjungur heilbrigðisstofnana í heiminum ekki tryggt handþvott og ein af hverjum tíu hafði ekki upp á viðunandi salernisaðstöðu að bjóða. Staðan er enn verri ef horft er til 47 fátækustu ríkja heims þar sem helmingur heilbrigðisstofnana hafði engan aðgang að hreinu drykkjarvatni, fjórðungur engan aðgang að vatni til handþvotta eða annars hreinlætis, og þrjár af hverjum fimm skorti salernisaðstöðu. Að mati WHO og UNICEF myndi kosta um 130 krónur á hvern íbúa að tryggja úrbætur á þessu sviði í viðkomandi ríkjum og 26 krónur til viðhalds á ári hverju. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent