Stefna á sýningu tuga þátta úr söguheimum Star Wars og Marvel Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2020 11:04 Forsvarsmenn Disney kynntu fjárfestum í gær mjög svo metnaðarfulla áætlun varðandi framleiðslu sjónvarpsefnis og kvikmynda á næstu árum. Mikið af því efni tengist tveimur mjög vinsælum söguheimum í eigu Disney, söguheimum Marvel og Star Wars. Þar er um að ræða efni sem sniðið er að öllum aldurshópum. Teiknimyndir fyrir börn og fullorðna, sjónvarpsþættir um ofurhetjur, nýja þætti úr söguheimi Star Wars og kvikmyndir. Allt í allt vinnur fyrirtækið að því að framleiða tíu þætti í söguheimi Star Wars á næstu árum og tíu þætti í söguheimi Marvel. Þar að auki verða einnig gerðar kvikmyndir úr þessum heimum. Mest af þessu efni mun fyrst líta dagsins ljós á Disney +, streymisveitu framleiðslurisans. Það má með sanni segja að „haugur“ af nýju sjónvarpsefni úr söguheimi Star Wars hafi verið opinberaður í gær. Þar á meðal voru tveir þættir sem urðu til vegna Mandalorian þáttanna. Ahsoka, sem munu fjalla um lærisvein Anakin Skywalker og gerast á sama tíma og Mandalorian. Rangers of the New Repbublic, sem á líka að gerast á sama tíma og Mandalorian. Sömuleiðis er verið að vinna sjónvarpsseríu um hinn víðfræga Lando Calrissian. Teiknimyndaþættirnir The Bad Batch voru einnig kynntir í gær. Þá voru þættirnir Andor, sem fjalla munu um Cassian Andor persónu Diego Luna í kvikmyndinni Rogue One, og þátttöku hans í uppreisninni gegn Keisaraveldinu. Disney kynnti einnig kvikmyndina Rogue Squadron en henni verður leikstýrt af Patty Jenkins og á hún að koma út árið 2023. pic.twitter.com/e3N00xCr5i— Patty Jenkins (@PattyJenks) December 10, 2020 Einnig var opinberað að í væntanlegu þáttunum um Obi-Wan Kenobi, þar sem Ewan McGregor snýr aftur sem Jedi-riddarinn frægi, mun Hayden Christensen einnig snúa aftur sem Sith-lávarðurinn frægari, Svarthöfði. Hayden Christensen returns as Darth Vader, joining Ewan McGregor in OBI-WAN KENOBI. The Original Series begins 10 years after the dramatic events of Revenge of the Sith, and is coming to #DisneyPlus. pic.twitter.com/9WR2npRUkk— Star Wars (@starwars) December 10, 2020 Þegar kemur að Marvel vinnur Disney einnig að framleiðslu tíu sjónvarpsþátta sem sýna á á Disney + og voru margir þeirra kynntir til leiks. Þar á meðal er Secret Invasion með Samuel L. Jackson og Ben Mendelsohn, Ironheart með Dominique Thorne og Armor Wars með Don Cheadle. Þá var sýnd stikla að teiknimyndaþáttum þar sem farið verður yfir mögulegar aðrar tímalínur. Til dæmis það ef Peggy Carter hefði verði gerð að ofurhermanni en ekki Steve Rogers. Einnig var opinberað að gera á nýja kvikmynd um Fantastic Four og nýja kvimynd um Ant-Man. Kevin Feige, sem stýrir söguheimi Marvel, sýndi einnig þrjár stiklur fyrir þáttaseríur. Eina fyrir þættina Falcon and the Winter Soldier, aðra fyrir þættina um Loka og þá þriðju um WandaVision, sem fjalla munu um Wöndu Maximoff og Vision. Disney Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þar er um að ræða efni sem sniðið er að öllum aldurshópum. Teiknimyndir fyrir börn og fullorðna, sjónvarpsþættir um ofurhetjur, nýja þætti úr söguheimi Star Wars og kvikmyndir. Allt í allt vinnur fyrirtækið að því að framleiða tíu þætti í söguheimi Star Wars á næstu árum og tíu þætti í söguheimi Marvel. Þar að auki verða einnig gerðar kvikmyndir úr þessum heimum. Mest af þessu efni mun fyrst líta dagsins ljós á Disney +, streymisveitu framleiðslurisans. Það má með sanni segja að „haugur“ af nýju sjónvarpsefni úr söguheimi Star Wars hafi verið opinberaður í gær. Þar á meðal voru tveir þættir sem urðu til vegna Mandalorian þáttanna. Ahsoka, sem munu fjalla um lærisvein Anakin Skywalker og gerast á sama tíma og Mandalorian. Rangers of the New Repbublic, sem á líka að gerast á sama tíma og Mandalorian. Sömuleiðis er verið að vinna sjónvarpsseríu um hinn víðfræga Lando Calrissian. Teiknimyndaþættirnir The Bad Batch voru einnig kynntir í gær. Þá voru þættirnir Andor, sem fjalla munu um Cassian Andor persónu Diego Luna í kvikmyndinni Rogue One, og þátttöku hans í uppreisninni gegn Keisaraveldinu. Disney kynnti einnig kvikmyndina Rogue Squadron en henni verður leikstýrt af Patty Jenkins og á hún að koma út árið 2023. pic.twitter.com/e3N00xCr5i— Patty Jenkins (@PattyJenks) December 10, 2020 Einnig var opinberað að í væntanlegu þáttunum um Obi-Wan Kenobi, þar sem Ewan McGregor snýr aftur sem Jedi-riddarinn frægi, mun Hayden Christensen einnig snúa aftur sem Sith-lávarðurinn frægari, Svarthöfði. Hayden Christensen returns as Darth Vader, joining Ewan McGregor in OBI-WAN KENOBI. The Original Series begins 10 years after the dramatic events of Revenge of the Sith, and is coming to #DisneyPlus. pic.twitter.com/9WR2npRUkk— Star Wars (@starwars) December 10, 2020 Þegar kemur að Marvel vinnur Disney einnig að framleiðslu tíu sjónvarpsþátta sem sýna á á Disney + og voru margir þeirra kynntir til leiks. Þar á meðal er Secret Invasion með Samuel L. Jackson og Ben Mendelsohn, Ironheart með Dominique Thorne og Armor Wars með Don Cheadle. Þá var sýnd stikla að teiknimyndaþáttum þar sem farið verður yfir mögulegar aðrar tímalínur. Til dæmis það ef Peggy Carter hefði verði gerð að ofurhermanni en ekki Steve Rogers. Einnig var opinberað að gera á nýja kvikmynd um Fantastic Four og nýja kvimynd um Ant-Man. Kevin Feige, sem stýrir söguheimi Marvel, sýndi einnig þrjár stiklur fyrir þáttaseríur. Eina fyrir þættina Falcon and the Winter Soldier, aðra fyrir þættina um Loka og þá þriðju um WandaVision, sem fjalla munu um Wöndu Maximoff og Vision.
Disney Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira