Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. desember 2020 13:00 Í Jólaboð Evu um helgina eldaði Eva Laufey Kjaran kalkúnabringur með öllu. Einnig útbjó hún ristaðar möndlur, Créme Brulée og Pavlovur. Allar uppskriftirnar munu birtast hér á Vísi en þættirnir eru á dagskrá á Stöð 2 alla sunnudaga fram að jólum. Hér má sjá brot úr þættinum, þar sem Eva Laufey eldar kalkúnabringur og gerir sætkartöflumús, fyllingu, Waldorfsalat og villisveppasósu. Uppskriftirnar má finna hér neðar í fréttinni. Hægeldaðar kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Kalkúnabringa: 1.2 kg kalkúnabringa 2 msk ólífuolía Salt og pipar 2 msk kalkúnakrydd 4 msk smjör 6 – 7 fersk salvíublöð 500 ml kjúklingasoð (soðið vatn + kjúklingateningur) Aðferð: Hitið ofninn í 90°C, ég nota blástur. Kryddið bringuna með salti, pipar og kalkúnakryddi. Steikið kalkúnabringuna upp úr olíu og smjör þar til hún er orðin gullinbrún, hellið smjörinu duglega yfir bringuna á meðan hún er á pönnunni og bætið ferskum salvíublöðum saman við. Setjið bringuna í eldfast mót og hellið kjúklingasoði í fati, það er snjallt að hella soðinu einu sinni til tvisvar yfir bringuna á meðan hún er í ofninum. Eldið við 90°C í 1.5 klst eða þar til kjarnhitinn er orðinn 72°C. Mikilvægt að leyfa bringunni að hvíla í 10 – 15 mínútur áður en hún er borin fram. Kalkúnafylling 1 msk ólífuolía 2 msk smjör 100 g beikon 200 g sveppir 2 sellerí stilkar 2 dl pekanhnetur 1 laukur 2 epli Salt og pipar 1 msk ferskar kryddjurtir t.d. salvía, rósmarín og steinselja 2 dl rjómi Aðferð: Skerið hráefnið mjög smátt. Hitið olíu á pönnu og steikið vel, kryddið með salti og pipar og ferskum kryddjurtum. Bætið smjöri út á pönnuna og steikið áfram þar til hráefnið er mjúkt í gegn. Hellið rjómanum saman við og leyfið fyllingunni að malla við vægan hita í smá stund. Hellið fyllingunni í eldfast mót og inn í ofn í 50 – 60 mínútur við 90 gráður. Sætkartöflumús með rjómaosti 7-800 g sætar kartöflur 2 msk smjör 200 g hreinn rjómaostur 1 msk smátt saxað timían Salt og pipar Aðferð: Afhýðið kartöflurnar, skerið í nokkra bita og sjóðið í vel söltu vatni. Setjið kartöflurnar, rjómaost, salt, pipar, timían og smjör saman í skál og maukið með töfrasprota eða með kartöflustöppu. Það fer eftir áferðinni hvað þið viljið nota. Ef ykkur finnst hún of þykk þá einfaldlega bætið þið smá rjóma saman við. Berið strax fram. Waldorfsalat 2 ristaðar valhnetur, smátt saxaðar 1 dós sýrður rjómi 36% 200 ml þeyttur rjómi 2 græn epli 1 sellerí stilkur 25 rauð vínber Súkkulaði, magn eftir smekk Aðferð: Kjarnhreinsið eplin og skerið smátt ásamt sellerí og vínberjum. Ristið valhnetur á pönnu í smá stund. Þeytið rjóma og blandið honum saman við sýrða rjómann. Bætið öllum hráefnum saman við rjómablönduna og sáldrið súkkulaði yfir í lokin. Best að geyma í kæli í 30 – 60 mínútur áður en salatið er borið fram. Villisveppasósa 250 g sveppir, venjulegir og villisveppir í bland 2 msk smjör Salt og pipar 1 msk ferskt saxað timían 1 villisveppaostur 300 ml rjómi Aðferð: Skerið sveppi og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti, pipar og ferskum timían. Bætið soðinu út í pottinn og leyfa því að sjóða aðeins niður. Rífið niður villisveppaost og bætið saman við ásamt rjómanum. Leyfið sósunni að malla þar til osturinn er bráðinn. Smakkið ykkur að sjálfsögðu til með salti og pipar. Eva Laufey Uppskriftir Kalkúnn Tengdar fréttir Jólaboð Evu: Ristaðar möndlur fyrir hátíðarnar Í Jólaboð Evu um helgina eldaði Eva Laufey Kjaran kalkúnabringur með öllu. Einnig útbjó hún ristaðar möndlur, Créme Brulée og Pavlovur. Allar uppskriftirnar munu birtast hér á Vísi en þættirnir eru á dagskrá á Stöð 2 alla sunnudaga fram að jólum. 9. desember 2020 09:10 Créme Brulée að hætti Evu Laufeyjar Í Jólaboð Evu um helgina eldaði Eva Laufey Kjaran kalkúnabringur með meðlæti. Einnig útbjó hún ristaðar möndlur, Créme Brulée og Pavlovur. Allar uppskriftirnar munu birtast hér á Vísi en þættirnir eru á dagskrá á Stöð 2 alla sunnudaga fram að jólum. 8. desember 2020 15:53 Rjómaostatoppar með hvítu súkkulaði Í fyrsta þætti af Jólaboð með Evu, fengu áhorfendur að fylgjast með Evu Laufey baka rjómaostatoppa sem ættu að slá í gegn yfir hátíðarnar. Hér fyrir neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum en uppskriftina má líka finna neðar í fréttinni. 5. desember 2020 14:00 Jólaboð Evu: Graflax, lambarifjur, kartöflugratín og eftirréttir Þættirnir Jólaboð með Evu fóru af stað um helgina og verða sýndir alla sunnudaga fram að jólum. Í þáttunum gefur Eva Laufey Kjaran góðar hugmyndir fyrir mat og bakstur yfir hátíðarnar. Allar uppskriftirnar má finna hér í fréttinni. 30. nóvember 2020 12:01 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist
Hér má sjá brot úr þættinum, þar sem Eva Laufey eldar kalkúnabringur og gerir sætkartöflumús, fyllingu, Waldorfsalat og villisveppasósu. Uppskriftirnar má finna hér neðar í fréttinni. Hægeldaðar kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Kalkúnabringa: 1.2 kg kalkúnabringa 2 msk ólífuolía Salt og pipar 2 msk kalkúnakrydd 4 msk smjör 6 – 7 fersk salvíublöð 500 ml kjúklingasoð (soðið vatn + kjúklingateningur) Aðferð: Hitið ofninn í 90°C, ég nota blástur. Kryddið bringuna með salti, pipar og kalkúnakryddi. Steikið kalkúnabringuna upp úr olíu og smjör þar til hún er orðin gullinbrún, hellið smjörinu duglega yfir bringuna á meðan hún er á pönnunni og bætið ferskum salvíublöðum saman við. Setjið bringuna í eldfast mót og hellið kjúklingasoði í fati, það er snjallt að hella soðinu einu sinni til tvisvar yfir bringuna á meðan hún er í ofninum. Eldið við 90°C í 1.5 klst eða þar til kjarnhitinn er orðinn 72°C. Mikilvægt að leyfa bringunni að hvíla í 10 – 15 mínútur áður en hún er borin fram. Kalkúnafylling 1 msk ólífuolía 2 msk smjör 100 g beikon 200 g sveppir 2 sellerí stilkar 2 dl pekanhnetur 1 laukur 2 epli Salt og pipar 1 msk ferskar kryddjurtir t.d. salvía, rósmarín og steinselja 2 dl rjómi Aðferð: Skerið hráefnið mjög smátt. Hitið olíu á pönnu og steikið vel, kryddið með salti og pipar og ferskum kryddjurtum. Bætið smjöri út á pönnuna og steikið áfram þar til hráefnið er mjúkt í gegn. Hellið rjómanum saman við og leyfið fyllingunni að malla við vægan hita í smá stund. Hellið fyllingunni í eldfast mót og inn í ofn í 50 – 60 mínútur við 90 gráður. Sætkartöflumús með rjómaosti 7-800 g sætar kartöflur 2 msk smjör 200 g hreinn rjómaostur 1 msk smátt saxað timían Salt og pipar Aðferð: Afhýðið kartöflurnar, skerið í nokkra bita og sjóðið í vel söltu vatni. Setjið kartöflurnar, rjómaost, salt, pipar, timían og smjör saman í skál og maukið með töfrasprota eða með kartöflustöppu. Það fer eftir áferðinni hvað þið viljið nota. Ef ykkur finnst hún of þykk þá einfaldlega bætið þið smá rjóma saman við. Berið strax fram. Waldorfsalat 2 ristaðar valhnetur, smátt saxaðar 1 dós sýrður rjómi 36% 200 ml þeyttur rjómi 2 græn epli 1 sellerí stilkur 25 rauð vínber Súkkulaði, magn eftir smekk Aðferð: Kjarnhreinsið eplin og skerið smátt ásamt sellerí og vínberjum. Ristið valhnetur á pönnu í smá stund. Þeytið rjóma og blandið honum saman við sýrða rjómann. Bætið öllum hráefnum saman við rjómablönduna og sáldrið súkkulaði yfir í lokin. Best að geyma í kæli í 30 – 60 mínútur áður en salatið er borið fram. Villisveppasósa 250 g sveppir, venjulegir og villisveppir í bland 2 msk smjör Salt og pipar 1 msk ferskt saxað timían 1 villisveppaostur 300 ml rjómi Aðferð: Skerið sveppi og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti, pipar og ferskum timían. Bætið soðinu út í pottinn og leyfa því að sjóða aðeins niður. Rífið niður villisveppaost og bætið saman við ásamt rjómanum. Leyfið sósunni að malla þar til osturinn er bráðinn. Smakkið ykkur að sjálfsögðu til með salti og pipar.
Eva Laufey Uppskriftir Kalkúnn Tengdar fréttir Jólaboð Evu: Ristaðar möndlur fyrir hátíðarnar Í Jólaboð Evu um helgina eldaði Eva Laufey Kjaran kalkúnabringur með öllu. Einnig útbjó hún ristaðar möndlur, Créme Brulée og Pavlovur. Allar uppskriftirnar munu birtast hér á Vísi en þættirnir eru á dagskrá á Stöð 2 alla sunnudaga fram að jólum. 9. desember 2020 09:10 Créme Brulée að hætti Evu Laufeyjar Í Jólaboð Evu um helgina eldaði Eva Laufey Kjaran kalkúnabringur með meðlæti. Einnig útbjó hún ristaðar möndlur, Créme Brulée og Pavlovur. Allar uppskriftirnar munu birtast hér á Vísi en þættirnir eru á dagskrá á Stöð 2 alla sunnudaga fram að jólum. 8. desember 2020 15:53 Rjómaostatoppar með hvítu súkkulaði Í fyrsta þætti af Jólaboð með Evu, fengu áhorfendur að fylgjast með Evu Laufey baka rjómaostatoppa sem ættu að slá í gegn yfir hátíðarnar. Hér fyrir neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum en uppskriftina má líka finna neðar í fréttinni. 5. desember 2020 14:00 Jólaboð Evu: Graflax, lambarifjur, kartöflugratín og eftirréttir Þættirnir Jólaboð með Evu fóru af stað um helgina og verða sýndir alla sunnudaga fram að jólum. Í þáttunum gefur Eva Laufey Kjaran góðar hugmyndir fyrir mat og bakstur yfir hátíðarnar. Allar uppskriftirnar má finna hér í fréttinni. 30. nóvember 2020 12:01 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist
Jólaboð Evu: Ristaðar möndlur fyrir hátíðarnar Í Jólaboð Evu um helgina eldaði Eva Laufey Kjaran kalkúnabringur með öllu. Einnig útbjó hún ristaðar möndlur, Créme Brulée og Pavlovur. Allar uppskriftirnar munu birtast hér á Vísi en þættirnir eru á dagskrá á Stöð 2 alla sunnudaga fram að jólum. 9. desember 2020 09:10
Créme Brulée að hætti Evu Laufeyjar Í Jólaboð Evu um helgina eldaði Eva Laufey Kjaran kalkúnabringur með meðlæti. Einnig útbjó hún ristaðar möndlur, Créme Brulée og Pavlovur. Allar uppskriftirnar munu birtast hér á Vísi en þættirnir eru á dagskrá á Stöð 2 alla sunnudaga fram að jólum. 8. desember 2020 15:53
Rjómaostatoppar með hvítu súkkulaði Í fyrsta þætti af Jólaboð með Evu, fengu áhorfendur að fylgjast með Evu Laufey baka rjómaostatoppa sem ættu að slá í gegn yfir hátíðarnar. Hér fyrir neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum en uppskriftina má líka finna neðar í fréttinni. 5. desember 2020 14:00
Jólaboð Evu: Graflax, lambarifjur, kartöflugratín og eftirréttir Þættirnir Jólaboð með Evu fóru af stað um helgina og verða sýndir alla sunnudaga fram að jólum. Í þáttunum gefur Eva Laufey Kjaran góðar hugmyndir fyrir mat og bakstur yfir hátíðarnar. Allar uppskriftirnar má finna hér í fréttinni. 30. nóvember 2020 12:01