EQV og eVito Tourer frumsýndir í sýndarsal Öskju Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. desember 2020 07:00 Frá heimsfrumsýningu á Mercedes-Benz EQV. Bílaumboðið Askja frumsýndi í gær tvo nýjustu rafbíla Mercedes-Benz, EQV og eVito Tourer. EQV og eVito eru 100% rafmagnaðir fjölnotabílar. Um er að ræða nýja valmöguleika í rafmögnuðum samgöngum en bílanir henta vel fyrir akstur með minni hópa eða allt að níu manns. Bílarnir voru frumsýndir í nýjum sýndarsal Mercedes-Benz á vefsíðunni syndarsalur.is. Báðir þessir bílar er góður kostur sem atvinnubíll, sem fágaður fjölskyldubíll eða vel útbúinn fjölnotabíll fyrir ólík verkefni í tengslum við vinnuna eða til einkanota. Mercedes-Benz Vito Tourer Bílarnir koma í tveimur lengdum með sæti fyrir allt að níu manns og góðu plássi fyrir farangur. Bílarnir státa af miklu innanrými en rafgeymastæðan er undir gólfi bílsins og gengur því ekki á innanrýmið. Í lengstu útfærslu er farangursrýmið allt að 1.410 l. Rafdrægni EQV er 356 km og eVito Tourer er 361 km á fullri hleðslu. Það tekur einungis um 45 mínútur að hlaða frá 10% upp í 80% hleðslu í hraðhleðslustöð. EQV og eVito eru góðir í akstri og að sjálfsögðu með öllum þeim þæginda- og öryggisbúnaði sem einkennir Mercedes-Benz. Fjöldi tengiltvinnbíla og rafdrifinna fólksbíla frá Mercedes-Benz er þegar á boðstólnum og nú bætast í hópinn þessir tveir hreinu rafbílar sem eru mjög góð viðbót við úrvalið. „Við hjá Öskju höfum hannað þennan nýja sýndarsal í samstarfi við Daimler, eiganda Mercedes-Benz. Við hlökkum mikið til að sýna þessa tvo nýju og spennandi bíla og leyfa viðskiptavinum okkar að njóta upplifunarinnar á þessum nýja vettvangi,“ segir Arna Rut Hjartardóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarmála Öskju. Vistvænir bílar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent
Bílarnir voru frumsýndir í nýjum sýndarsal Mercedes-Benz á vefsíðunni syndarsalur.is. Báðir þessir bílar er góður kostur sem atvinnubíll, sem fágaður fjölskyldubíll eða vel útbúinn fjölnotabíll fyrir ólík verkefni í tengslum við vinnuna eða til einkanota. Mercedes-Benz Vito Tourer Bílarnir koma í tveimur lengdum með sæti fyrir allt að níu manns og góðu plássi fyrir farangur. Bílarnir státa af miklu innanrými en rafgeymastæðan er undir gólfi bílsins og gengur því ekki á innanrýmið. Í lengstu útfærslu er farangursrýmið allt að 1.410 l. Rafdrægni EQV er 356 km og eVito Tourer er 361 km á fullri hleðslu. Það tekur einungis um 45 mínútur að hlaða frá 10% upp í 80% hleðslu í hraðhleðslustöð. EQV og eVito eru góðir í akstri og að sjálfsögðu með öllum þeim þæginda- og öryggisbúnaði sem einkennir Mercedes-Benz. Fjöldi tengiltvinnbíla og rafdrifinna fólksbíla frá Mercedes-Benz er þegar á boðstólnum og nú bætast í hópinn þessir tveir hreinu rafbílar sem eru mjög góð viðbót við úrvalið. „Við hjá Öskju höfum hannað þennan nýja sýndarsal í samstarfi við Daimler, eiganda Mercedes-Benz. Við hlökkum mikið til að sýna þessa tvo nýju og spennandi bíla og leyfa viðskiptavinum okkar að njóta upplifunarinnar á þessum nýja vettvangi,“ segir Arna Rut Hjartardóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarmála Öskju.
Vistvænir bílar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent