Covid tíminn yndislegur þrátt fyrir erfiðleika Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. desember 2020 10:00 Rannveig Grétarsdóttir framvkæmdastjóri Eldingar. Vísir/Vilhelm Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtæksins Eldingar, ákvað strax að nýta vel Covid tímann sem hún segir hafa verið mjög góðan fyrir sitt persónulega líf. Staðan í ferðaþjónustunni er erfið en hún er bjartsýn fyrir framtíðina. Rannveig er háð veðurfréttum af gömlum vana og á erfitt með að halda sig frá ömmubörnunum. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf hvenær fólk vaknar, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Flesta morgna er ég vöknuð rétt fyrir sjö mér, finnst samt gott að snúsa aðeins og hef því klukkuna alltaf stillta hálf átta til að vera örugg ef ég skyldi sofna aftur, sem gerist samt ekki oft.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? ,,Morgnarnir eru mínar gæðastundir! Tek því rólega, hlusta á góða músík, gott hlaðvarp og eða læt einhverja útvarpsrásina rúlla á meðan ég er að taka mig til fyrir daginn. Ég er snúsari, og kúri gjarnan undir sænginni á meðan ég kíki á veðrið að gömlum vana sem er mikilvægur þáttur í starfseminni hjá okkur, skima yfir fréttamiðlana og tek stöðuna á samfélagsmiðlunum. Ég er svo heppin að búa á 9. hæð og sé yfir sundin blá og byrjað því auðvita alltaf daginn líka á því að líta til veðurs og sjólags. Ég er ferleg þegar kemur að morgunmatnum og sleppi honum iðulega og hef aldrei drukkið kaffi. Er samt að reyna að taka mig á!“ Hvernig hefur Covid tímabilið nýst þér persónulega, sbr. algjört hlé í ferðaþjónustu? Covid hefur í raun verið gott fyrir persónulega líf mitt, ég hef aldrei haft eins mikinn tíma fyrir sjálfa mig og ég ákvað strax að ég ætlaði að nýta tímann. Ég hef því verið að fara út fyrir þægindahringinn, njóta og upplifa og hef verið að gera hrikalega skemmtilega hluti sem ég annars hefði sennilega aldrei gert! Sökum anna. Ég tók uppá því að hjóla hringinn í kringum landið í sumar á rafmagnshjóli og rafmagnshoppuhjóli með vinkonum mínum og vorum við í beinni útsendingu í nokkra tíma á daga alla dagana á samfélagsmiðlum. Sem var algjörlega útúr boxinu mínu en vandist ótrúlega. Þá fór ég í þó nokkrar göngur meðal annars á Hornstrandir og fleiri skemmtileg ferðalög innanlands sem og heimsóknir með og til vina víðsvegar um landið. Í vetur hlakka ég til að komast aftur á skíði ég hef hingað til aðeins verið á svigskíðum en er núna búin að skrá mig bæði á fjallaskíða- og gönguskíðanámskeið eftir áramótin. Þá er ég svo lánsöm að eiga tvær dætur og fjórar litlar ömmustelpur svo ég reyni að vera eins mikið með þeim og ég get. Sú nýjasta fæddist fyrir nokkrum dögum á Akureyri og hef ég því síðustu vikurnar verið að þvælast á milli Reykjavikur og Akureyrar. En þar býr yngri dóttir mín sem var að verða mamma í fyrsta sinn og erfitt fyrir mig að halda mér frá þeim.“ Rannveig ákvað strax að nýta tímann vel í Covid þótt staðan sé erfið hjá ferðaþjónustunni og atvinnurekendur.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Vegna stöðunnar í ferðaþjónustunni þá eru verkefnin mín mjög frábrugðin því sem þau hafa verið síðustu 20 árin í rekstri Eldingar. Nú eru aðeins örfáir starfsmenn eftir í tilfallandi starfi hjá Eldingu aðalega til að passa uppá að bátarnir haldist á floti og bundnir við bryggju. Svo verkefnin mín núna snúast aðalega um fjármálin og gera það besta úr erfiðri stöðu. Það eru mörg verkefni sem bíða á borðinu mínu sem snúa að því að vera tilbúin í viðspyrnuna en miðað við hvernig frumvarp um viðspyrjustyrki lítur út í dag þá munu fyrirtæki í 100% tekjufalli eins og er hjá okkar fyrirtæki og mörgum öðrum fyrirtækjum í ferðaþjónustu, ekki getað nýtt sér þá styrki. Svo það lítur því miður út fyrir að það verði engin starfsemi næstu mánuðina og áfram bið eftir að löndin opnist og fólk fari að ferðast aftur. Ég er aftur á móti mjög bjartsýn og held að ferðaþjónustan muni vaxa hraðar en við þorum að vona og því skiptir máli að við verðum öll tilbúin þegar allt opnast. En þetta ár hefur kennt okkur öllum mjög margt og má segja að þetta sé skóli sem enginn vildi fara í en allir eru að læra mjög mikið af og mun slá ákveðinn takt til framtíðar.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er alltaf með marga bolta á lofti í einu. Ég vil meina að ég sé aðeins óskipulögð en alltaf með yfirsýn. Ég er mjög vinnusöm og næ því vanalega að komast í gegnum verkefni mín í tíma. Ég á það þó til að vinna í skorpum taka langa daga en svo leyfi ég mér á móti að slá slöku við og hitta vini mína í löngum hádegimat eða á kaffihúsi, vera með barnabörnin mín eða fara í göngu eða aðra hreyfingu þegar færi gefst.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er ein af þeim heppnu sem sofna vanalega um leið og ég leggst á koddann og ég reyni vera komin uppí rúm fyrir miðnætt til að ná allavega sjö klukkustunda svefn.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Alltaf kem ég heim eins og nýhreinsaður hundur á sál og líkama“ Helgi Jóhannsson klæðist alltof stórum joggingbuxum þegar hann fer út að ganga með hundana á morgnana. Þessar buxur segir hann vera slysakaup á netinu. Helgi er gestur kaffispjallsins að þessu sinni. 28. nóvember 2020 10:00 Er stundum morgunfúl en dreymir um að vakna eldhress Rósa Guðný Þórsdóttir leikkona og leikstjóri er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún viðurkennir að vera stundum morgunfúl en dreymir um að vakna eldhress á morgnana og dansa fram í eldhús. 21. nóvember 2020 10:00 „Allt of mikill tími í þinginu sem fer í ekki neitt“ Þorsteinn Víglundsson segir þrjá espresso þurfa alla morgna til að rífa sig í gang. Honum leiðist tímasóun og segir hana of mikla á þingi. Að sitja á þingi sé þó mikill heiður. Í forstjórastarfinu í dag eru það hins vegar umhverfismálin sem eru hvað brýnust. 14. nóvember 2020 10:00 Í fimm ár hefur fjölskyldan vaknað fyrr og krakkarnir lesa fyrir foreldrana Thelma Kristín Kvaran er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún segist vera mikil hundakona, viðurkennir að skipulagið hjá sér er skipulagt chaos og brennur fyrir jafnréttismálum. 7. nóvember 2020 10:00 Umdeilt hversu handlaginn forstjórinn er heima fyrir Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann segir umdeilanlegt hversu handlaginn hann er heima fyrir en viðurkennir að vera mikill tækjakarl sem reddar sér með gúggli. 31. október 2020 10:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtæksins Eldingar, ákvað strax að nýta vel Covid tímann sem hún segir hafa verið mjög góðan fyrir sitt persónulega líf. Staðan í ferðaþjónustunni er erfið en hún er bjartsýn fyrir framtíðina. Rannveig er háð veðurfréttum af gömlum vana og á erfitt með að halda sig frá ömmubörnunum. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf hvenær fólk vaknar, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Flesta morgna er ég vöknuð rétt fyrir sjö mér, finnst samt gott að snúsa aðeins og hef því klukkuna alltaf stillta hálf átta til að vera örugg ef ég skyldi sofna aftur, sem gerist samt ekki oft.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? ,,Morgnarnir eru mínar gæðastundir! Tek því rólega, hlusta á góða músík, gott hlaðvarp og eða læt einhverja útvarpsrásina rúlla á meðan ég er að taka mig til fyrir daginn. Ég er snúsari, og kúri gjarnan undir sænginni á meðan ég kíki á veðrið að gömlum vana sem er mikilvægur þáttur í starfseminni hjá okkur, skima yfir fréttamiðlana og tek stöðuna á samfélagsmiðlunum. Ég er svo heppin að búa á 9. hæð og sé yfir sundin blá og byrjað því auðvita alltaf daginn líka á því að líta til veðurs og sjólags. Ég er ferleg þegar kemur að morgunmatnum og sleppi honum iðulega og hef aldrei drukkið kaffi. Er samt að reyna að taka mig á!“ Hvernig hefur Covid tímabilið nýst þér persónulega, sbr. algjört hlé í ferðaþjónustu? Covid hefur í raun verið gott fyrir persónulega líf mitt, ég hef aldrei haft eins mikinn tíma fyrir sjálfa mig og ég ákvað strax að ég ætlaði að nýta tímann. Ég hef því verið að fara út fyrir þægindahringinn, njóta og upplifa og hef verið að gera hrikalega skemmtilega hluti sem ég annars hefði sennilega aldrei gert! Sökum anna. Ég tók uppá því að hjóla hringinn í kringum landið í sumar á rafmagnshjóli og rafmagnshoppuhjóli með vinkonum mínum og vorum við í beinni útsendingu í nokkra tíma á daga alla dagana á samfélagsmiðlum. Sem var algjörlega útúr boxinu mínu en vandist ótrúlega. Þá fór ég í þó nokkrar göngur meðal annars á Hornstrandir og fleiri skemmtileg ferðalög innanlands sem og heimsóknir með og til vina víðsvegar um landið. Í vetur hlakka ég til að komast aftur á skíði ég hef hingað til aðeins verið á svigskíðum en er núna búin að skrá mig bæði á fjallaskíða- og gönguskíðanámskeið eftir áramótin. Þá er ég svo lánsöm að eiga tvær dætur og fjórar litlar ömmustelpur svo ég reyni að vera eins mikið með þeim og ég get. Sú nýjasta fæddist fyrir nokkrum dögum á Akureyri og hef ég því síðustu vikurnar verið að þvælast á milli Reykjavikur og Akureyrar. En þar býr yngri dóttir mín sem var að verða mamma í fyrsta sinn og erfitt fyrir mig að halda mér frá þeim.“ Rannveig ákvað strax að nýta tímann vel í Covid þótt staðan sé erfið hjá ferðaþjónustunni og atvinnurekendur.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Vegna stöðunnar í ferðaþjónustunni þá eru verkefnin mín mjög frábrugðin því sem þau hafa verið síðustu 20 árin í rekstri Eldingar. Nú eru aðeins örfáir starfsmenn eftir í tilfallandi starfi hjá Eldingu aðalega til að passa uppá að bátarnir haldist á floti og bundnir við bryggju. Svo verkefnin mín núna snúast aðalega um fjármálin og gera það besta úr erfiðri stöðu. Það eru mörg verkefni sem bíða á borðinu mínu sem snúa að því að vera tilbúin í viðspyrnuna en miðað við hvernig frumvarp um viðspyrjustyrki lítur út í dag þá munu fyrirtæki í 100% tekjufalli eins og er hjá okkar fyrirtæki og mörgum öðrum fyrirtækjum í ferðaþjónustu, ekki getað nýtt sér þá styrki. Svo það lítur því miður út fyrir að það verði engin starfsemi næstu mánuðina og áfram bið eftir að löndin opnist og fólk fari að ferðast aftur. Ég er aftur á móti mjög bjartsýn og held að ferðaþjónustan muni vaxa hraðar en við þorum að vona og því skiptir máli að við verðum öll tilbúin þegar allt opnast. En þetta ár hefur kennt okkur öllum mjög margt og má segja að þetta sé skóli sem enginn vildi fara í en allir eru að læra mjög mikið af og mun slá ákveðinn takt til framtíðar.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er alltaf með marga bolta á lofti í einu. Ég vil meina að ég sé aðeins óskipulögð en alltaf með yfirsýn. Ég er mjög vinnusöm og næ því vanalega að komast í gegnum verkefni mín í tíma. Ég á það þó til að vinna í skorpum taka langa daga en svo leyfi ég mér á móti að slá slöku við og hitta vini mína í löngum hádegimat eða á kaffihúsi, vera með barnabörnin mín eða fara í göngu eða aðra hreyfingu þegar færi gefst.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er ein af þeim heppnu sem sofna vanalega um leið og ég leggst á koddann og ég reyni vera komin uppí rúm fyrir miðnætt til að ná allavega sjö klukkustunda svefn.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Alltaf kem ég heim eins og nýhreinsaður hundur á sál og líkama“ Helgi Jóhannsson klæðist alltof stórum joggingbuxum þegar hann fer út að ganga með hundana á morgnana. Þessar buxur segir hann vera slysakaup á netinu. Helgi er gestur kaffispjallsins að þessu sinni. 28. nóvember 2020 10:00 Er stundum morgunfúl en dreymir um að vakna eldhress Rósa Guðný Þórsdóttir leikkona og leikstjóri er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún viðurkennir að vera stundum morgunfúl en dreymir um að vakna eldhress á morgnana og dansa fram í eldhús. 21. nóvember 2020 10:00 „Allt of mikill tími í þinginu sem fer í ekki neitt“ Þorsteinn Víglundsson segir þrjá espresso þurfa alla morgna til að rífa sig í gang. Honum leiðist tímasóun og segir hana of mikla á þingi. Að sitja á þingi sé þó mikill heiður. Í forstjórastarfinu í dag eru það hins vegar umhverfismálin sem eru hvað brýnust. 14. nóvember 2020 10:00 Í fimm ár hefur fjölskyldan vaknað fyrr og krakkarnir lesa fyrir foreldrana Thelma Kristín Kvaran er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún segist vera mikil hundakona, viðurkennir að skipulagið hjá sér er skipulagt chaos og brennur fyrir jafnréttismálum. 7. nóvember 2020 10:00 Umdeilt hversu handlaginn forstjórinn er heima fyrir Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann segir umdeilanlegt hversu handlaginn hann er heima fyrir en viðurkennir að vera mikill tækjakarl sem reddar sér með gúggli. 31. október 2020 10:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
„Alltaf kem ég heim eins og nýhreinsaður hundur á sál og líkama“ Helgi Jóhannsson klæðist alltof stórum joggingbuxum þegar hann fer út að ganga með hundana á morgnana. Þessar buxur segir hann vera slysakaup á netinu. Helgi er gestur kaffispjallsins að þessu sinni. 28. nóvember 2020 10:00
Er stundum morgunfúl en dreymir um að vakna eldhress Rósa Guðný Þórsdóttir leikkona og leikstjóri er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún viðurkennir að vera stundum morgunfúl en dreymir um að vakna eldhress á morgnana og dansa fram í eldhús. 21. nóvember 2020 10:00
„Allt of mikill tími í þinginu sem fer í ekki neitt“ Þorsteinn Víglundsson segir þrjá espresso þurfa alla morgna til að rífa sig í gang. Honum leiðist tímasóun og segir hana of mikla á þingi. Að sitja á þingi sé þó mikill heiður. Í forstjórastarfinu í dag eru það hins vegar umhverfismálin sem eru hvað brýnust. 14. nóvember 2020 10:00
Í fimm ár hefur fjölskyldan vaknað fyrr og krakkarnir lesa fyrir foreldrana Thelma Kristín Kvaran er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún segist vera mikil hundakona, viðurkennir að skipulagið hjá sér er skipulagt chaos og brennur fyrir jafnréttismálum. 7. nóvember 2020 10:00
Umdeilt hversu handlaginn forstjórinn er heima fyrir Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann segir umdeilanlegt hversu handlaginn hann er heima fyrir en viðurkennir að vera mikill tækjakarl sem reddar sér með gúggli. 31. október 2020 10:00