Evrópusambandið að banna blýhögl við skotveiðar Karl Lúðvíksson skrifar 27. nóvember 2020 11:26 Evrópusambandið er í því ferli að banna alfarið notkun blýskota við veiðar á fuglum. Evrópusambandið hyggst banna notkun allra skotfæra með blýi á þessu ári og frá með 1. janúar verði aðeins leyfilegt að nota haglaskot með stálhöglum. Evrópusambandið hyggst banna notkun allra skotfæra með blýi á og við votlendissvæði þessu ári og frá með 1. janúar verði aðeins leyfilegt að nota haglaskot með stálhöglum. Ástæðan fyrir banninu er að áætlað er að um ein milljón votlendisfugla drepist á hverju ári vegna blýeitrunar þar sem blýið mengar jarðveg og vatnsból auðveldlega þegar það leysist upp í náttúrunni. Í nýlegri rannsókn kom í ljós að um 40% þeirra votlendisfugla, sérstaklega svanir, voru með mjög hátt hlutfall blýs í blóðinu. Fleiri lönd hafa þegar tekið upp bann við notkun á blýhöglum, þar á meðal Danmörk en þar tók bannið gildi árið 1996. Flest lönd innan EU hafa þó ekki lagt til eða tekið upp alsherjarbann við notkun á blýhöglum en þessi nýja reglugerð gerir það að verkum að öll notkun verður bönnuð sem og sala á skotfærum til fuglaveiða sem innihalda blý. Aðlögunartíminn er 24 mánuðir frá og með 1. janúar 2021. Skotveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði
Evrópusambandið hyggst banna notkun allra skotfæra með blýi á og við votlendissvæði þessu ári og frá með 1. janúar verði aðeins leyfilegt að nota haglaskot með stálhöglum. Ástæðan fyrir banninu er að áætlað er að um ein milljón votlendisfugla drepist á hverju ári vegna blýeitrunar þar sem blýið mengar jarðveg og vatnsból auðveldlega þegar það leysist upp í náttúrunni. Í nýlegri rannsókn kom í ljós að um 40% þeirra votlendisfugla, sérstaklega svanir, voru með mjög hátt hlutfall blýs í blóðinu. Fleiri lönd hafa þegar tekið upp bann við notkun á blýhöglum, þar á meðal Danmörk en þar tók bannið gildi árið 1996. Flest lönd innan EU hafa þó ekki lagt til eða tekið upp alsherjarbann við notkun á blýhöglum en þessi nýja reglugerð gerir það að verkum að öll notkun verður bönnuð sem og sala á skotfærum til fuglaveiða sem innihalda blý. Aðlögunartíminn er 24 mánuðir frá og með 1. janúar 2021.
Skotveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði