„Alltaf kem ég heim eins og nýhreinsaður hundur á sál og líkama“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. nóvember 2020 10:00 Helgi Jóhannsson og Sámur. Vísir/Vilhelm Helgi Jóhannsson klæðist alltof stórum joggingbuxum þegar hann fer út að ganga með hundana á morgnana. Þessar buxur segir hann vera slysakaup á netinu. Helgi er gestur kaffispjallsins að þessu sinni. Helgi Jóhannsson yfirlögfræðingur Landsvirkjunar viðurkennir að joggingbuxurnar sem hann klæðist í á morgungöngu með hundana séu algjör slysakaup á netinu. Helgi þolir ekki að vera á síðustu stundu með verkefni í vinnunni og segist ekki ætla að ljúga einhverju um að það sé bókmenntalegt stórvirki eða stjórnendabækur á náttborðinu hjá honum. Því þar er það iPadinn og til viðbótar við útivistarfíknina segist Helgi háður Storytel. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna alltaf um klukkan sex. Hef alltaf verið mikill morgunhani allt frá því ég var barn. Í próflestri í gamla daga var ég til dæmis sestur við upp úr sjö á morgnana, en á móti er ég handónýtur að einbeita mér mikið eftir kvöldmat. Sem sagt ultra A týpa.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Þar sem nánast enginn er á ferli klukkan sex á morgnana byrja ég á að klæða mig í fremur ósmekklegar, allt of stórar joggingbuxur sem eru slysakaup á netinu, dúnúlpu og húfu og fer út að labba með tvo hunda sem við erum með. Í seinni tíð, eftir að ég varð háður Storytel, treð ég líka heyrnatólum í eyrun og hlusta á einhverja bók meðan á þessum göngutúr stendur. Þvílík snilld sem þetta er. Fá ferskt loft í lungun, hlusta á eitthvað gott og hreyfa sig í leiðinni. Hundarnir fá oft aukalabb ef það er eitthvað spennandi að gerast í bókinni. Stundum kemur fyrir að ég skokki með syni mínum nokkra kílómetra í stað göngutúrsins, en þá hlusta ég frekar á tónlist en sögu. Ég er enginn hlaupari í mér en þetta er fín brennsla og góð samvera hjá okkur feðgunum. Eftir hreyfinguna er það sturta og hafragrautur með niðursneiddum eplum, rúsínum og kanel. Sakna alltaf þessa einfalda morgunverðar þegar ég gisti á hótelum hérlendis og erlendis.“ Er hægt að verða háður útivist? „Já það er svo sannalega hægt að vera háður útivist. Ég er orðinn þannig í seinni tíð að ég fæ hreinlega óþol í sál og líkama ef ég kemst ekki út í náttúruna nokkrum sinnum í viku. Mitt uppáhald er að fara í fjallgöngur, á fjallaskíði, gönguskíði, eða að hjóla. Ég kann ekkert í golfi en hef prufað og ég náði hvorki árangri né nokkurri tengingu við það. Það bregst ekki að sama hvað ég fer hornóttur og ómögulegur af stað í útivistina. Alltaf kem ég heim eins og nýhreinsaður hundur á sál og líkama. Þetta er klárlega fíkn, geggjuð fíkn sem gott er og auðvelt að verða háður. Ég held að ég myndi aldrei geta þrifist í stórborg til lengdar þar sem það tekur óratíma að komast upp í sveit. Hér á landi er þetta allt svo einfalt og gott, steinsnar þangað sem enginn annar er og maður getur verið ótruflaður af borgarsuði. Sannkölluð lífsgæði.“ Helgi viðurkennir að útivistin sé eins og fíkn og upplifir hreinlega óþol ef hann kemst ekki út í náttúruna nokkrum sinnum í viku. Sámur er sammála. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Við hjá Landsvirkjun erum náttúrulega í þeim „business“ að framleiða og selja rafmagn. Samningar og ýmiss konar samskipti við viðskiptavini fyrirtækisins eru því oft á borðum okkar lögfræðinganna auk þess sem ýmiss konar innri málefni fyrirtækisins rata einnig til okkar. Trúnaður ríkir um samninga fyrirtækisins og samskipti við viðskiptavini þess og þess vegna er kannski ekki við hæfi að úttala sig mikið í svona viðtali um nákvæmlega hvaða verkefnum ég er að vinna í akkúrat núna. Eitt get ég þó sagt. Það er ótrúlega margt og mismunandi sem rekur á fjörur lögfræðideildar Landsvirkjunar, enda fyrirtækið stórt, miklir hagsmunir í húfi og starfsstöðvar víða.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Þar sem ég fer snemma á fætur mæti ég snemma í vinnu, yfirleitt upp úr klukkan sjö. Þá gefst tími til að einbeita sér, en eftir að argaþras dagsins byrjar gefst oft lítill tími til slíks vegna funda og símtala. Ég skipulegg vinnu mína ávallt þannig að ég lendi ekki í tímaþröng með verkefni. Ég þoli ekki þegar tíminn í upphafi verkefnis er illa nýttur þannig að allt þarf að gerast með miklum hvelli á síðustu stundu. Þá er mest hætta á mistökum eða annars konar klúðri.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er alltaf rosa sybbinn á kvöldin og er oftast kominn í rúmið um tíu leytið. Ég þykist þá oft ætla að hlusta áfram á sögu eða lesa eitthvað, en yfirleitt líða ekki nema fimm mínútur þangað til ég er kominn í draumalandið. Ef ég yrði spurður í svona viðtali hvaða bók sé á náttborðinu myndi ég fúslega viðurkenna að hún heitir Ipad. Ég myndi ekki einu sinni reyna að ljúga því að fólki, eins og flestir gera, að einhver bókmenntaleg stórvirki eða magnaðar stjórnendabækur lægju þar.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Er stundum morgunfúl en dreymir um að vakna eldhress Rósa Guðný Þórsdóttir leikkona og leikstjóri er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún viðurkennir að vera stundum morgunfúl en dreymir um að vakna eldhress á morgnana og dansa fram í eldhús. 21. nóvember 2020 10:00 „Allt of mikill tími í þinginu sem fer í ekki neitt“ Þorsteinn Víglundsson segir þrjá espresso þurfa alla morgna til að rífa sig í gang. Honum leiðist tímasóun og segir hana of mikla á þingi. Að sitja á þingi sé þó mikill heiður. Í forstjórastarfinu í dag eru það hins vegar umhverfismálin sem eru hvað brýnust. 14. nóvember 2020 10:00 Í fimm ár hefur fjölskyldan vaknað fyrr og krakkarnir lesa fyrir foreldrana Thelma Kristín Kvaran er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún segist vera mikil hundakona, viðurkennir að skipulagið hjá sér er skipulagt chaos og brennur fyrir jafnréttismálum. 7. nóvember 2020 10:00 Umdeilt hversu handlaginn forstjórinn er heima fyrir Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann segir umdeilanlegt hversu handlaginn hann er heima fyrir en viðurkennir að vera mikill tækjakarl sem reddar sér með gúggli. 31. október 2020 10:00 „Maður er nú bara að reyna að komast í gegnum þetta Covid“ Í fyrra veiddust hvorki fleiri né færri en átta Maríulaxar í einni kvennaferð segir Lilja Bjarnadóttir kaupmaður í Levi's á Íslandi og formaður kvennanefndar SVFR. Þessar vikurnar fara helst í að koma rekstrinum í gegnum Covid. 24. október 2020 10:01 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Helgi Jóhannsson yfirlögfræðingur Landsvirkjunar viðurkennir að joggingbuxurnar sem hann klæðist í á morgungöngu með hundana séu algjör slysakaup á netinu. Helgi þolir ekki að vera á síðustu stundu með verkefni í vinnunni og segist ekki ætla að ljúga einhverju um að það sé bókmenntalegt stórvirki eða stjórnendabækur á náttborðinu hjá honum. Því þar er það iPadinn og til viðbótar við útivistarfíknina segist Helgi háður Storytel. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna alltaf um klukkan sex. Hef alltaf verið mikill morgunhani allt frá því ég var barn. Í próflestri í gamla daga var ég til dæmis sestur við upp úr sjö á morgnana, en á móti er ég handónýtur að einbeita mér mikið eftir kvöldmat. Sem sagt ultra A týpa.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Þar sem nánast enginn er á ferli klukkan sex á morgnana byrja ég á að klæða mig í fremur ósmekklegar, allt of stórar joggingbuxur sem eru slysakaup á netinu, dúnúlpu og húfu og fer út að labba með tvo hunda sem við erum með. Í seinni tíð, eftir að ég varð háður Storytel, treð ég líka heyrnatólum í eyrun og hlusta á einhverja bók meðan á þessum göngutúr stendur. Þvílík snilld sem þetta er. Fá ferskt loft í lungun, hlusta á eitthvað gott og hreyfa sig í leiðinni. Hundarnir fá oft aukalabb ef það er eitthvað spennandi að gerast í bókinni. Stundum kemur fyrir að ég skokki með syni mínum nokkra kílómetra í stað göngutúrsins, en þá hlusta ég frekar á tónlist en sögu. Ég er enginn hlaupari í mér en þetta er fín brennsla og góð samvera hjá okkur feðgunum. Eftir hreyfinguna er það sturta og hafragrautur með niðursneiddum eplum, rúsínum og kanel. Sakna alltaf þessa einfalda morgunverðar þegar ég gisti á hótelum hérlendis og erlendis.“ Er hægt að verða háður útivist? „Já það er svo sannalega hægt að vera háður útivist. Ég er orðinn þannig í seinni tíð að ég fæ hreinlega óþol í sál og líkama ef ég kemst ekki út í náttúruna nokkrum sinnum í viku. Mitt uppáhald er að fara í fjallgöngur, á fjallaskíði, gönguskíði, eða að hjóla. Ég kann ekkert í golfi en hef prufað og ég náði hvorki árangri né nokkurri tengingu við það. Það bregst ekki að sama hvað ég fer hornóttur og ómögulegur af stað í útivistina. Alltaf kem ég heim eins og nýhreinsaður hundur á sál og líkama. Þetta er klárlega fíkn, geggjuð fíkn sem gott er og auðvelt að verða háður. Ég held að ég myndi aldrei geta þrifist í stórborg til lengdar þar sem það tekur óratíma að komast upp í sveit. Hér á landi er þetta allt svo einfalt og gott, steinsnar þangað sem enginn annar er og maður getur verið ótruflaður af borgarsuði. Sannkölluð lífsgæði.“ Helgi viðurkennir að útivistin sé eins og fíkn og upplifir hreinlega óþol ef hann kemst ekki út í náttúruna nokkrum sinnum í viku. Sámur er sammála. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Við hjá Landsvirkjun erum náttúrulega í þeim „business“ að framleiða og selja rafmagn. Samningar og ýmiss konar samskipti við viðskiptavini fyrirtækisins eru því oft á borðum okkar lögfræðinganna auk þess sem ýmiss konar innri málefni fyrirtækisins rata einnig til okkar. Trúnaður ríkir um samninga fyrirtækisins og samskipti við viðskiptavini þess og þess vegna er kannski ekki við hæfi að úttala sig mikið í svona viðtali um nákvæmlega hvaða verkefnum ég er að vinna í akkúrat núna. Eitt get ég þó sagt. Það er ótrúlega margt og mismunandi sem rekur á fjörur lögfræðideildar Landsvirkjunar, enda fyrirtækið stórt, miklir hagsmunir í húfi og starfsstöðvar víða.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Þar sem ég fer snemma á fætur mæti ég snemma í vinnu, yfirleitt upp úr klukkan sjö. Þá gefst tími til að einbeita sér, en eftir að argaþras dagsins byrjar gefst oft lítill tími til slíks vegna funda og símtala. Ég skipulegg vinnu mína ávallt þannig að ég lendi ekki í tímaþröng með verkefni. Ég þoli ekki þegar tíminn í upphafi verkefnis er illa nýttur þannig að allt þarf að gerast með miklum hvelli á síðustu stundu. Þá er mest hætta á mistökum eða annars konar klúðri.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er alltaf rosa sybbinn á kvöldin og er oftast kominn í rúmið um tíu leytið. Ég þykist þá oft ætla að hlusta áfram á sögu eða lesa eitthvað, en yfirleitt líða ekki nema fimm mínútur þangað til ég er kominn í draumalandið. Ef ég yrði spurður í svona viðtali hvaða bók sé á náttborðinu myndi ég fúslega viðurkenna að hún heitir Ipad. Ég myndi ekki einu sinni reyna að ljúga því að fólki, eins og flestir gera, að einhver bókmenntaleg stórvirki eða magnaðar stjórnendabækur lægju þar.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Er stundum morgunfúl en dreymir um að vakna eldhress Rósa Guðný Þórsdóttir leikkona og leikstjóri er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún viðurkennir að vera stundum morgunfúl en dreymir um að vakna eldhress á morgnana og dansa fram í eldhús. 21. nóvember 2020 10:00 „Allt of mikill tími í þinginu sem fer í ekki neitt“ Þorsteinn Víglundsson segir þrjá espresso þurfa alla morgna til að rífa sig í gang. Honum leiðist tímasóun og segir hana of mikla á þingi. Að sitja á þingi sé þó mikill heiður. Í forstjórastarfinu í dag eru það hins vegar umhverfismálin sem eru hvað brýnust. 14. nóvember 2020 10:00 Í fimm ár hefur fjölskyldan vaknað fyrr og krakkarnir lesa fyrir foreldrana Thelma Kristín Kvaran er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún segist vera mikil hundakona, viðurkennir að skipulagið hjá sér er skipulagt chaos og brennur fyrir jafnréttismálum. 7. nóvember 2020 10:00 Umdeilt hversu handlaginn forstjórinn er heima fyrir Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann segir umdeilanlegt hversu handlaginn hann er heima fyrir en viðurkennir að vera mikill tækjakarl sem reddar sér með gúggli. 31. október 2020 10:00 „Maður er nú bara að reyna að komast í gegnum þetta Covid“ Í fyrra veiddust hvorki fleiri né færri en átta Maríulaxar í einni kvennaferð segir Lilja Bjarnadóttir kaupmaður í Levi's á Íslandi og formaður kvennanefndar SVFR. Þessar vikurnar fara helst í að koma rekstrinum í gegnum Covid. 24. október 2020 10:01 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Er stundum morgunfúl en dreymir um að vakna eldhress Rósa Guðný Þórsdóttir leikkona og leikstjóri er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún viðurkennir að vera stundum morgunfúl en dreymir um að vakna eldhress á morgnana og dansa fram í eldhús. 21. nóvember 2020 10:00
„Allt of mikill tími í þinginu sem fer í ekki neitt“ Þorsteinn Víglundsson segir þrjá espresso þurfa alla morgna til að rífa sig í gang. Honum leiðist tímasóun og segir hana of mikla á þingi. Að sitja á þingi sé þó mikill heiður. Í forstjórastarfinu í dag eru það hins vegar umhverfismálin sem eru hvað brýnust. 14. nóvember 2020 10:00
Í fimm ár hefur fjölskyldan vaknað fyrr og krakkarnir lesa fyrir foreldrana Thelma Kristín Kvaran er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún segist vera mikil hundakona, viðurkennir að skipulagið hjá sér er skipulagt chaos og brennur fyrir jafnréttismálum. 7. nóvember 2020 10:00
Umdeilt hversu handlaginn forstjórinn er heima fyrir Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann segir umdeilanlegt hversu handlaginn hann er heima fyrir en viðurkennir að vera mikill tækjakarl sem reddar sér með gúggli. 31. október 2020 10:00
„Maður er nú bara að reyna að komast í gegnum þetta Covid“ Í fyrra veiddust hvorki fleiri né færri en átta Maríulaxar í einni kvennaferð segir Lilja Bjarnadóttir kaupmaður í Levi's á Íslandi og formaður kvennanefndar SVFR. Þessar vikurnar fara helst í að koma rekstrinum í gegnum Covid. 24. október 2020 10:01