Handbolti

Telur lágmark að lið fái 4-5 vikur í undirbúning

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Framarar fagna
Framarar fagna Vísir/Skjáskot

Skiptar skoðanir eru um hversu hratt megi fara af stað í Olís-deildunum eftir meira en mánaðar hlé vegna kórónuveirufaraldursins.

Sebastian Alexandersson er þrautreyndur í handboltanum og þjálfar nú lið Fram í Olís-deild karla. Hann ræddi um framhaldið við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

„Ég skil alveg þrýstinginn og pressuna sem er á að fá að byrja sem fyrst. Ég myndi segja að núna eftir þessa pásu þyrftu liðin 3-5 vikur. Helst 4 eða 5 vikur. Það er algjört lágmark. Við þurfum stutt undirbúningstímabil,“ segir Sebastian.

„Ég skil ekki alveg hvað það ætti að leysa að spila tvo eða þrjá leiki í desember og veðsetja heilsu leikmanna fyrir hvað? Fyrir mína parta er ég ekki tilbúinn að setja hagsmuni deildarinnar umfram heilbrigði leikmanna.“

„Við erum með deildina stútfulla af leikmönnum sem eru að byrja ferilinn sinn. Slæm meiðsli geta haft áhrif á feril þessara drengja,“ segir Sebastian.

Nánar er rætt við Sebastian í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Leikmenn þurfa að æfa saman í 3-5 vikur áður



Fleiri fréttir

Sjá meira


×