Er stundum morgunfúl en dreymir um að vakna eldhress Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. nóvember 2020 10:00 Rósa Guðný Þórsdóttir. Vísir/Vilhelm Rósu Guðný Þórsdóttur leikkonu þekkja margir af fjölunum og eflaust muna einhverjir eftir andlitinu frá því að hún var sjónvarpsþula á RÚV. Rósa starfar sem leikstjóri í hljóðstúdeói Sýrlandi og er þessa dagana að vinna að talsetningu á nýrri Disney mynd. Vikulega hittir hún tíu aðrar leikkonur á netinu þar sem þær gleyma sér um stund með Shakespeare en alla morgna dreymir hana um að vakna eldhress og dansa fram í eldhús. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Klukkan hringir klukkan átta, stundum fyrr, ef ég ætla að skella mér í sturtu, sem ég geri alls ekki alltaf. Ég er ekki mjög morgunhress, á það jafnvel til að vera morgunfúl og vel því frekar kvöldsturtu. Ég á mér þann draum að vakna eldhress, stökkva fram úr rúminu, brosa í spegilinn, dansa fram í eldhús og fá mér eitthvað girnilegt í morgunmat. Það gerist vonandi einn daginn. Hef verið að þróast úr B manneskju í A hægt og rólega, svo það hjálpar kannski til.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það fyrsta sem ég geri er að knúsa tíkina mína, hana Týru. Hún kemur alltaf hlaupandi til mín þegar ég vakna og knúsar mig í klessu, svo hoppar hún upp í aftur og sefur fram að hádegi. Síðan fæ ég mér morgunkorn, frekar af þörf en löngun. Verð að fá eitthvað í magann á morgnana. Þá er það, vítamín og lýsi, góður kaffibolli að sjálfsögðu og spjall við eiginmanninn, sem gengur oftast út á svefn næturinnar og hvað á að hafa í matinn og annað daglegt umstang.“ Hvað er eftirminnilegasta hlutverkið sem þú hefur verið í? „Þau eru öll eftirminnileg á sinn hátt. Ómögulegt að gera upp á milli, þó sum séu kannski ofar í minninu en önnur. Glíman við stóru rullurnar trónir kannski efst, eins og Nóru í Brúðuheimilinu og Blanche í Sporvagninum. Svo er eitt sem mér þykir óskaplega vænt um en það var Móðir Vitka Týra í Dal hinna blindu.“ Rósa Guðný er þessa dagana að leikstýra talsetningu á nýrri Disney mynd og nýrri mynd um félagana Tomma og Jenna.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? Ég er að undirbúa talsetningar á tveimur bíómyndum. Annars vegar nýrri Disney mynd, Raya and the last Dragon, og hins vegar mynd frá Warner um þá félaga Tomma og Jenna. Ég er að huga að leikaravali, sem er alltaf dálítill höfuðverkur. Skiptir miklu máli að vanda valið. Svo erum við að vinna jólaefni fyrir RUV og sitthvað fleira. Þess utan tek ég þátt í Shakespeare-leiksmiðju. Við hittumst tíu leikhúslistakonur einu sinni í viku í tölvuheimum eftir að raunheimar lokuðust og skoðum leikrit og texta eftir Shakespeare. Þar eigum við alveg dásamlegar stundir með skáldinu góða og hvor annarri. Lærum allt um jamba, stakhendur og annað sem er gott að kunna skil á.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Skipulagið fer alveg eftir verkefnum hverju sinni. Stundum eru þau ærin, og þá er ég kannski að hoppa á milli verkefna. Dagurinn byrjar á því að kíkja í tölvupóstinn og svara þeim allra nauðsynlegustu, skoða þýðingar sem hafa borist og horfa á nýtt efni. Oft eyði ég heilu og hálfu dögunum í leikstjórn í stúdíói. Ég þarf líka alltaf að horfa fram á veginn. Skipuleggja næstu viku eða vikur með þýðendum, leikurum og tæknimönnum. Ákveða á hverju skal byrja og hvað skal klára.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég reyni að fara upp í rúm uppúr klukkan ellefu á kvöldin, hvenær ég sofna er svo ansi misjafnt. Fer eftir bókinni, les alltaf eitthvað áður en ég svíf inn í draumalandið.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Allt of mikill tími í þinginu sem fer í ekki neitt“ Þorsteinn Víglundsson segir þrjá espresso þurfa alla morgna til að rífa sig í gang. Honum leiðist tímasóun og segir hana of mikla á þingi. Að sitja á þingi sé þó mikill heiður. Í forstjórastarfinu í dag eru það hins vegar umhverfismálin sem eru hvað brýnust. 14. nóvember 2020 10:00 Í fimm ár hefur fjölskyldan vaknað fyrr og krakkarnir lesa fyrir foreldrana Thelma Kristín Kvaran er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún segist vera mikil hundakona, viðurkennir að skipulagið hjá sér er skipulagt chaos og brennur fyrir jafnréttismálum. 7. nóvember 2020 10:00 Umdeilt hversu handlaginn forstjórinn er heima fyrir Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann segir umdeilanlegt hversu handlaginn hann er heima fyrir en viðurkennir að vera mikill tækjakarl sem reddar sér með gúggli. 31. október 2020 10:00 „Maður er nú bara að reyna að komast í gegnum þetta Covid“ Í fyrra veiddust hvorki fleiri né færri en átta Maríulaxar í einni kvennaferð segir Lilja Bjarnadóttir kaupmaður í Levi's á Íslandi og formaður kvennanefndar SVFR. Þessar vikurnar fara helst í að koma rekstrinum í gegnum Covid. 24. október 2020 10:01 Ótæpilegt magn af kaffi og fólk á gangi með ryksugur Kristján Hjálmarsson framkvæmdastjóri H:N Markaðssamkskipta er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann viðurkennir að hann snúsar eins lengi og hann getur á morgnana. 17. október 2020 10:00 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
Rósu Guðný Þórsdóttur leikkonu þekkja margir af fjölunum og eflaust muna einhverjir eftir andlitinu frá því að hún var sjónvarpsþula á RÚV. Rósa starfar sem leikstjóri í hljóðstúdeói Sýrlandi og er þessa dagana að vinna að talsetningu á nýrri Disney mynd. Vikulega hittir hún tíu aðrar leikkonur á netinu þar sem þær gleyma sér um stund með Shakespeare en alla morgna dreymir hana um að vakna eldhress og dansa fram í eldhús. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Klukkan hringir klukkan átta, stundum fyrr, ef ég ætla að skella mér í sturtu, sem ég geri alls ekki alltaf. Ég er ekki mjög morgunhress, á það jafnvel til að vera morgunfúl og vel því frekar kvöldsturtu. Ég á mér þann draum að vakna eldhress, stökkva fram úr rúminu, brosa í spegilinn, dansa fram í eldhús og fá mér eitthvað girnilegt í morgunmat. Það gerist vonandi einn daginn. Hef verið að þróast úr B manneskju í A hægt og rólega, svo það hjálpar kannski til.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það fyrsta sem ég geri er að knúsa tíkina mína, hana Týru. Hún kemur alltaf hlaupandi til mín þegar ég vakna og knúsar mig í klessu, svo hoppar hún upp í aftur og sefur fram að hádegi. Síðan fæ ég mér morgunkorn, frekar af þörf en löngun. Verð að fá eitthvað í magann á morgnana. Þá er það, vítamín og lýsi, góður kaffibolli að sjálfsögðu og spjall við eiginmanninn, sem gengur oftast út á svefn næturinnar og hvað á að hafa í matinn og annað daglegt umstang.“ Hvað er eftirminnilegasta hlutverkið sem þú hefur verið í? „Þau eru öll eftirminnileg á sinn hátt. Ómögulegt að gera upp á milli, þó sum séu kannski ofar í minninu en önnur. Glíman við stóru rullurnar trónir kannski efst, eins og Nóru í Brúðuheimilinu og Blanche í Sporvagninum. Svo er eitt sem mér þykir óskaplega vænt um en það var Móðir Vitka Týra í Dal hinna blindu.“ Rósa Guðný er þessa dagana að leikstýra talsetningu á nýrri Disney mynd og nýrri mynd um félagana Tomma og Jenna.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? Ég er að undirbúa talsetningar á tveimur bíómyndum. Annars vegar nýrri Disney mynd, Raya and the last Dragon, og hins vegar mynd frá Warner um þá félaga Tomma og Jenna. Ég er að huga að leikaravali, sem er alltaf dálítill höfuðverkur. Skiptir miklu máli að vanda valið. Svo erum við að vinna jólaefni fyrir RUV og sitthvað fleira. Þess utan tek ég þátt í Shakespeare-leiksmiðju. Við hittumst tíu leikhúslistakonur einu sinni í viku í tölvuheimum eftir að raunheimar lokuðust og skoðum leikrit og texta eftir Shakespeare. Þar eigum við alveg dásamlegar stundir með skáldinu góða og hvor annarri. Lærum allt um jamba, stakhendur og annað sem er gott að kunna skil á.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Skipulagið fer alveg eftir verkefnum hverju sinni. Stundum eru þau ærin, og þá er ég kannski að hoppa á milli verkefna. Dagurinn byrjar á því að kíkja í tölvupóstinn og svara þeim allra nauðsynlegustu, skoða þýðingar sem hafa borist og horfa á nýtt efni. Oft eyði ég heilu og hálfu dögunum í leikstjórn í stúdíói. Ég þarf líka alltaf að horfa fram á veginn. Skipuleggja næstu viku eða vikur með þýðendum, leikurum og tæknimönnum. Ákveða á hverju skal byrja og hvað skal klára.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég reyni að fara upp í rúm uppúr klukkan ellefu á kvöldin, hvenær ég sofna er svo ansi misjafnt. Fer eftir bókinni, les alltaf eitthvað áður en ég svíf inn í draumalandið.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Allt of mikill tími í þinginu sem fer í ekki neitt“ Þorsteinn Víglundsson segir þrjá espresso þurfa alla morgna til að rífa sig í gang. Honum leiðist tímasóun og segir hana of mikla á þingi. Að sitja á þingi sé þó mikill heiður. Í forstjórastarfinu í dag eru það hins vegar umhverfismálin sem eru hvað brýnust. 14. nóvember 2020 10:00 Í fimm ár hefur fjölskyldan vaknað fyrr og krakkarnir lesa fyrir foreldrana Thelma Kristín Kvaran er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún segist vera mikil hundakona, viðurkennir að skipulagið hjá sér er skipulagt chaos og brennur fyrir jafnréttismálum. 7. nóvember 2020 10:00 Umdeilt hversu handlaginn forstjórinn er heima fyrir Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann segir umdeilanlegt hversu handlaginn hann er heima fyrir en viðurkennir að vera mikill tækjakarl sem reddar sér með gúggli. 31. október 2020 10:00 „Maður er nú bara að reyna að komast í gegnum þetta Covid“ Í fyrra veiddust hvorki fleiri né færri en átta Maríulaxar í einni kvennaferð segir Lilja Bjarnadóttir kaupmaður í Levi's á Íslandi og formaður kvennanefndar SVFR. Þessar vikurnar fara helst í að koma rekstrinum í gegnum Covid. 24. október 2020 10:01 Ótæpilegt magn af kaffi og fólk á gangi með ryksugur Kristján Hjálmarsson framkvæmdastjóri H:N Markaðssamkskipta er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann viðurkennir að hann snúsar eins lengi og hann getur á morgnana. 17. október 2020 10:00 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
„Allt of mikill tími í þinginu sem fer í ekki neitt“ Þorsteinn Víglundsson segir þrjá espresso þurfa alla morgna til að rífa sig í gang. Honum leiðist tímasóun og segir hana of mikla á þingi. Að sitja á þingi sé þó mikill heiður. Í forstjórastarfinu í dag eru það hins vegar umhverfismálin sem eru hvað brýnust. 14. nóvember 2020 10:00
Í fimm ár hefur fjölskyldan vaknað fyrr og krakkarnir lesa fyrir foreldrana Thelma Kristín Kvaran er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún segist vera mikil hundakona, viðurkennir að skipulagið hjá sér er skipulagt chaos og brennur fyrir jafnréttismálum. 7. nóvember 2020 10:00
Umdeilt hversu handlaginn forstjórinn er heima fyrir Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann segir umdeilanlegt hversu handlaginn hann er heima fyrir en viðurkennir að vera mikill tækjakarl sem reddar sér með gúggli. 31. október 2020 10:00
„Maður er nú bara að reyna að komast í gegnum þetta Covid“ Í fyrra veiddust hvorki fleiri né færri en átta Maríulaxar í einni kvennaferð segir Lilja Bjarnadóttir kaupmaður í Levi's á Íslandi og formaður kvennanefndar SVFR. Þessar vikurnar fara helst í að koma rekstrinum í gegnum Covid. 24. október 2020 10:01
Ótæpilegt magn af kaffi og fólk á gangi með ryksugur Kristján Hjálmarsson framkvæmdastjóri H:N Markaðssamkskipta er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann viðurkennir að hann snúsar eins lengi og hann getur á morgnana. 17. október 2020 10:00