Hafið viðstöðulaust í undanúrslit Bjarni Bjarnason skrifar 15. nóvember 2020 20:33 Counter-Strike veislan sem Stórmeistaramót Vodafonedeildarinnar er er í fullu fjöri. Viðureign Hafsins og Viðstöðunnar var að ljúka. Það er ekki hægt að segja að Hafið hafi fundið fyrir mikilli Viðstöðu en þeir sigruðu viðureignina á sannfærandi máta, 2 – 0. Með sigri eru þeir komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta KR kl 21 í kvöld. Fyrirkomulag viðureignarinnar er „best of three“ þar sem hvort lið fær að velja eitt kort og það þriðja valið af handahófi. Síðan er spilað þar til annað liðið hefur unnið tvö kort. Train, fyrsta kort, val Hafsins Hafið stillti upp í sókn(terrorist) í byrjun leiksins. Þó Hafið sem heild hafi byrjað leikinn kröftuglega var Auddzh (Auðunn Rúnar Gissurarson) með höfuð og herðar yfir alla í kortinu. Með leiðtoga á eldi fundu Hafliðarnir glufur á vörninni í hverri einustu lotu sem þeir gerðu sér mat úr. Sama hvert þeir fóru fundu þeir leið í gegn. Staðan í hálf leik Hafið 14 – 1 Viðstaðan Viðstaðan átti góðar upphafslotur í seinni hálfleik, þeir unnu þá fyrstu og þær sem fylgdu eftir. En dell1 (Sverir Hjaltested) var ekki á því að gefa þeim færi á að komast aftur inn í leikinn. Sprengjan var komin niður og Viðstaðan í yfirtölunni 3 gegn 2 þegar hann las þá líkt og opna bók. Felldi þá þrjá og færði Hafinu lotuna. Með fullan útbúnað í næstu lotu var eftirleikurinn liðsmönnum Hafsins auðveldur. Lokastaðan Hafið 16 – 4 Viðstaðan Inferno, annað kort, val Viðstöðunnar Hafið byrjaði aftur í sókn. Eftir að hafa tekið fyrstu loturnar fengu þér viðnám frá Viðstöðunni. Það dugði þó skammt er Hafið náði læsi á vörninni. Með samblandi af leikstjórn og grimmum opnunarfellum af hálfu Hafsins hélt vörnin engu. Þeim fléttum sem Viðstaðan kom af stað var fljótt drekkt í einliða leikhluta Hafsins. Staðan í hálf leik Hafið 12 – 3 Viðstaðan Seinni hálfleikur var sleginn við sama takt og sá fyrri. Hafið yfirspilaði Viðstöðuna sem ekki stóð undir nafni og sigraði leikinn á sannfærandi máta. Lokastaðan Hafið 16 – 5 Viðstaðan Eftir frábæra frammistöðu er Hafið komið í undanúrslit. Verður sá leikur gegn KR og hefst hann kl 21 í kvöld. Sigurliðið úr þeim leik mun svo mæta Dusty í úrslitaleiknum næstu helgi. Vodafone-deildin Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti
Counter-Strike veislan sem Stórmeistaramót Vodafonedeildarinnar er er í fullu fjöri. Viðureign Hafsins og Viðstöðunnar var að ljúka. Það er ekki hægt að segja að Hafið hafi fundið fyrir mikilli Viðstöðu en þeir sigruðu viðureignina á sannfærandi máta, 2 – 0. Með sigri eru þeir komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta KR kl 21 í kvöld. Fyrirkomulag viðureignarinnar er „best of three“ þar sem hvort lið fær að velja eitt kort og það þriðja valið af handahófi. Síðan er spilað þar til annað liðið hefur unnið tvö kort. Train, fyrsta kort, val Hafsins Hafið stillti upp í sókn(terrorist) í byrjun leiksins. Þó Hafið sem heild hafi byrjað leikinn kröftuglega var Auddzh (Auðunn Rúnar Gissurarson) með höfuð og herðar yfir alla í kortinu. Með leiðtoga á eldi fundu Hafliðarnir glufur á vörninni í hverri einustu lotu sem þeir gerðu sér mat úr. Sama hvert þeir fóru fundu þeir leið í gegn. Staðan í hálf leik Hafið 14 – 1 Viðstaðan Viðstaðan átti góðar upphafslotur í seinni hálfleik, þeir unnu þá fyrstu og þær sem fylgdu eftir. En dell1 (Sverir Hjaltested) var ekki á því að gefa þeim færi á að komast aftur inn í leikinn. Sprengjan var komin niður og Viðstaðan í yfirtölunni 3 gegn 2 þegar hann las þá líkt og opna bók. Felldi þá þrjá og færði Hafinu lotuna. Með fullan útbúnað í næstu lotu var eftirleikurinn liðsmönnum Hafsins auðveldur. Lokastaðan Hafið 16 – 4 Viðstaðan Inferno, annað kort, val Viðstöðunnar Hafið byrjaði aftur í sókn. Eftir að hafa tekið fyrstu loturnar fengu þér viðnám frá Viðstöðunni. Það dugði þó skammt er Hafið náði læsi á vörninni. Með samblandi af leikstjórn og grimmum opnunarfellum af hálfu Hafsins hélt vörnin engu. Þeim fléttum sem Viðstaðan kom af stað var fljótt drekkt í einliða leikhluta Hafsins. Staðan í hálf leik Hafið 12 – 3 Viðstaðan Seinni hálfleikur var sleginn við sama takt og sá fyrri. Hafið yfirspilaði Viðstöðuna sem ekki stóð undir nafni og sigraði leikinn á sannfærandi máta. Lokastaðan Hafið 16 – 5 Viðstaðan Eftir frábæra frammistöðu er Hafið komið í undanúrslit. Verður sá leikur gegn KR og hefst hann kl 21 í kvöld. Sigurliðið úr þeim leik mun svo mæta Dusty í úrslitaleiknum næstu helgi.
Vodafone-deildin Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti