Mercedes-Benz fjárfestir í framleiðslu rafbíla Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. nóvember 2020 07:01 Verksmiðja 56 í Sindelfingen. Daimler, eigandi Mercedes-Benz, hefur fjárfest fyrir alls 730 milljónir evra í verksmiðju sem mun einblína á framleiðslu á rafbílum frá Mercedes-Benz, það samsvarar um 118 milljörðum króna. Verksmiðjan er í Sindelfingen í Þýskalandi þar sem fleiri verksmiðjur Mercedes-Benz eru staðsettar og hefur fengið heitið „Verksmiðja 56“. Alls hefur Daimler fjárfest fyrir 2,1 milljarð evra á Sindelfingen svæðinu eða tæpa 340 milljarða króna samkvæmt fréttatilkynningu frá Öskju. Verksmiðja 56 er eins sú tæknivæddasta í heimi en auk þess mun hún vera sérlega skilvirk, sveigjanleg og sjálfbær í rekstri. Notast er við gervigreind til að sérsníða hvern bíl sem framleiddur er í verksmiðjunni eftir vali hvers viðskiptavinar fyrir sig. Þar verða framleiddir rafbílar af öllum stærðum og gerðum en framundan er mikil aukning í framleiðslu rafbíla frá Mercedes-Benz. Verksmiðja 56 mun auka skilvirkni um 25% vegna framleiðslu á nýrri kynslóð lúxusbílsins S-Class. Bíllinn er búinn miklum tæknibúnaði og getur að miklu leyti ekið á sjálfstýringu. S-Class er flaggskip fólksbílaflota Mercedes-Benz. Mercedes-Benz stefnir á að í lok árs 2021 verði komnir fimm hreinir rafbílar á markað frá þýska lúxusbílaframleiðandanum; þeir eru EQC, EQV, EQA, EQB og EQS. Vistvænir bílar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent
Daimler, eigandi Mercedes-Benz, hefur fjárfest fyrir alls 730 milljónir evra í verksmiðju sem mun einblína á framleiðslu á rafbílum frá Mercedes-Benz, það samsvarar um 118 milljörðum króna. Verksmiðjan er í Sindelfingen í Þýskalandi þar sem fleiri verksmiðjur Mercedes-Benz eru staðsettar og hefur fengið heitið „Verksmiðja 56“. Alls hefur Daimler fjárfest fyrir 2,1 milljarð evra á Sindelfingen svæðinu eða tæpa 340 milljarða króna samkvæmt fréttatilkynningu frá Öskju. Verksmiðja 56 er eins sú tæknivæddasta í heimi en auk þess mun hún vera sérlega skilvirk, sveigjanleg og sjálfbær í rekstri. Notast er við gervigreind til að sérsníða hvern bíl sem framleiddur er í verksmiðjunni eftir vali hvers viðskiptavinar fyrir sig. Þar verða framleiddir rafbílar af öllum stærðum og gerðum en framundan er mikil aukning í framleiðslu rafbíla frá Mercedes-Benz. Verksmiðja 56 mun auka skilvirkni um 25% vegna framleiðslu á nýrri kynslóð lúxusbílsins S-Class. Bíllinn er búinn miklum tæknibúnaði og getur að miklu leyti ekið á sjálfstýringu. S-Class er flaggskip fólksbílaflota Mercedes-Benz. Mercedes-Benz stefnir á að í lok árs 2021 verði komnir fimm hreinir rafbílar á markað frá þýska lúxusbílaframleiðandanum; þeir eru EQC, EQV, EQA, EQB og EQS.
Vistvænir bílar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent