„Allt of mikill tími í þinginu sem fer í ekki neitt“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 10:00 Þorsteinn Víglundsson. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson viðurkennir að vera B týpan sem á í togstreitu við A týpuna kvölds og morgna. Honum leiðist tímasóun og þótt hann sakni þess að vinna með góðu fólki á Alþingi segir hann of mikinn tíma þar fara í þras og ekki neitt. Þorsteinn er í dag forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, eiganda BM Vallár, Björgunar og Sementsverksmiðjunnar. Hann segir mörg spennandi verkefni í gangi í vinnunni og þar sé ekki síður mikilvægt að halda í jákvæðnina á víðsjárverðum tímum. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Vakna yfirleitt sjö en á þó einstaka morgunfundi með kollegunum í Noregi sem gleyma stundum tímamismuninum. Morgunfundir klukkan sex eru ekki málið fyrir B týpu sem er að reyna að virka sem A.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Þrír tvöfaldir expresso. Virka daga sem helgar. Engin betri leið til að keyra kollinn í gang. Er dálítið fyrir að rusla hlutum af svo ég sturta gjarnan niður hálfum lítra af vatni fyrir fyrsta bolla til að friða samviskuna.“ Hverju ertu fegnastur að vera laus við úr pólitíkinni og hverju saknar þú mest? Ég er fegnastur að vera laus við þrasið og óskilvirknina. Það er allt of mikill tími í þinginu sem fer í ekki neitt. Lýðræðið er auðvitað tímafrekt en það er samt fátt leiðinlegra en tímasóun. Ég mun hins vegar alltaf sakna góðra félaga úr þingflokknum og þinginu almennt. Þar er úrvalsfólk í öllum flokkum og ekki síður frábært starfsfólk sem vinnur mjög vanþakklátt starf. Það er auðvitað heiður að hafa fengið að sitja á þingi og fátt skemmtilegra eða meira gefandi en að fá að vera þátttakandi í mótun framtíðar fyrir land og þjóð.“ Þorsteinn segir byggingariðnaðinn eiga mikið verk óunnið í umhverfismálum en þau séu eitt helsta viðfangsefnið sem áríðandi er að ráðast í.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Dagarnir eru fjölbreyttir þessa dagana. Í rekstrinum er mörg horn að líta enda árið verið fullt af áskorunum. Tryggja öryggi starfsfólks í vinnunni á tímum Covid og takast á við þann samdrátt sem orðið hefur í byggingariðnaði á undanförnum árum. Á sama tíma er nóg af nýjum og spennandi verkefnum á borðinu sem vonandi eiga eftir að skila góðum árangri. Umhverfismálin eru hvað mikilvægasta verkefnið fyrir utan einstök vaxtartækifæri. Byggingariðnaðurinn á þar mikið verk óunnið og þar getum við ekki gefið neinn afslátt lengur. Síðan er auðvitað mikilvægast að tapa ekki gleðinni og stuðla að jákvæðum anda í vinnunni á sérstökum tímum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég reyni að skipuleggja vikuna gróflega hvað fundarhöld varðar og er síðan vakandi yfir helstu áherslum og markmiðum hverju sinni. Morgnana nota ég til að taka aðeins púlsinn í fyrirtækinu, fara yfir sölutölur og kanna stöðu helstu mála. Ég reyni að gæta þess að halda álagi jöfnu og ekki of miklu með því að útdeila verkefnum. Er með frábært samstarfsfólk sem hjálpar svo sannarlega þar. Þarf stundum að passa mig að gleyma ekki þolinmæðinni heldur. Vil gjarnan sjá hlutina gerast strax og þá reynir á þegar þeir reynast aðeins flóknari í framkvæmd. Mikilvægast er að skilja eftir nægan tíma til að halda yfirsýn og hugsa fram á við.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Yfirleitt of seint. Hér takast A og B maðurinn dálítið á. Þykir fátt betra en að slaka aðeins á á kvöldin. Hlusta á góða hljóðbók eða horfa á eitthvað áhugavert. A maðurinn er þó farinn að ná yfirhöndinni oftar og er því yfirleitt sofnaður fyrir miðnætti.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Í fimm ár hefur fjölskyldan vaknað fyrr og krakkarnir lesa fyrir foreldrana Thelma Kristín Kvaran er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún segist vera mikil hundakona, viðurkennir að skipulagið hjá sér er skipulagt chaos og brennur fyrir jafnréttismálum. 7. nóvember 2020 10:00 Umdeilt hversu handlaginn forstjórinn er heima fyrir Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann segir umdeilanlegt hversu handlaginn hann er heima fyrir en viðurkennir að vera mikill tækjakarl sem reddar sér með gúggli. 31. október 2020 10:00 „Maður er nú bara að reyna að komast í gegnum þetta Covid“ Í fyrra veiddust hvorki fleiri né færri en átta Maríulaxar í einni kvennaferð segir Lilja Bjarnadóttir kaupmaður í Levi's á Íslandi og formaður kvennanefndar SVFR. Þessar vikurnar fara helst í að koma rekstrinum í gegnum Covid. 24. október 2020 10:01 Ótæpilegt magn af kaffi og fólk á gangi með ryksugur Kristján Hjálmarsson framkvæmdastjóri H:N Markaðssamkskipta er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann viðurkennir að hann snúsar eins lengi og hann getur á morgnana. 17. október 2020 10:00 „Hunskastu framúr kona!“ og í samningaviðræðum við sjálfan sig Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún viðurkennir að vera alveg agaleg á morgnana sem hefjast á samningaviðræðum við hana sjálfa. 10. október 2020 10:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson viðurkennir að vera B týpan sem á í togstreitu við A týpuna kvölds og morgna. Honum leiðist tímasóun og þótt hann sakni þess að vinna með góðu fólki á Alþingi segir hann of mikinn tíma þar fara í þras og ekki neitt. Þorsteinn er í dag forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, eiganda BM Vallár, Björgunar og Sementsverksmiðjunnar. Hann segir mörg spennandi verkefni í gangi í vinnunni og þar sé ekki síður mikilvægt að halda í jákvæðnina á víðsjárverðum tímum. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Vakna yfirleitt sjö en á þó einstaka morgunfundi með kollegunum í Noregi sem gleyma stundum tímamismuninum. Morgunfundir klukkan sex eru ekki málið fyrir B týpu sem er að reyna að virka sem A.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Þrír tvöfaldir expresso. Virka daga sem helgar. Engin betri leið til að keyra kollinn í gang. Er dálítið fyrir að rusla hlutum af svo ég sturta gjarnan niður hálfum lítra af vatni fyrir fyrsta bolla til að friða samviskuna.“ Hverju ertu fegnastur að vera laus við úr pólitíkinni og hverju saknar þú mest? Ég er fegnastur að vera laus við þrasið og óskilvirknina. Það er allt of mikill tími í þinginu sem fer í ekki neitt. Lýðræðið er auðvitað tímafrekt en það er samt fátt leiðinlegra en tímasóun. Ég mun hins vegar alltaf sakna góðra félaga úr þingflokknum og þinginu almennt. Þar er úrvalsfólk í öllum flokkum og ekki síður frábært starfsfólk sem vinnur mjög vanþakklátt starf. Það er auðvitað heiður að hafa fengið að sitja á þingi og fátt skemmtilegra eða meira gefandi en að fá að vera þátttakandi í mótun framtíðar fyrir land og þjóð.“ Þorsteinn segir byggingariðnaðinn eiga mikið verk óunnið í umhverfismálum en þau séu eitt helsta viðfangsefnið sem áríðandi er að ráðast í.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Dagarnir eru fjölbreyttir þessa dagana. Í rekstrinum er mörg horn að líta enda árið verið fullt af áskorunum. Tryggja öryggi starfsfólks í vinnunni á tímum Covid og takast á við þann samdrátt sem orðið hefur í byggingariðnaði á undanförnum árum. Á sama tíma er nóg af nýjum og spennandi verkefnum á borðinu sem vonandi eiga eftir að skila góðum árangri. Umhverfismálin eru hvað mikilvægasta verkefnið fyrir utan einstök vaxtartækifæri. Byggingariðnaðurinn á þar mikið verk óunnið og þar getum við ekki gefið neinn afslátt lengur. Síðan er auðvitað mikilvægast að tapa ekki gleðinni og stuðla að jákvæðum anda í vinnunni á sérstökum tímum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég reyni að skipuleggja vikuna gróflega hvað fundarhöld varðar og er síðan vakandi yfir helstu áherslum og markmiðum hverju sinni. Morgnana nota ég til að taka aðeins púlsinn í fyrirtækinu, fara yfir sölutölur og kanna stöðu helstu mála. Ég reyni að gæta þess að halda álagi jöfnu og ekki of miklu með því að útdeila verkefnum. Er með frábært samstarfsfólk sem hjálpar svo sannarlega þar. Þarf stundum að passa mig að gleyma ekki þolinmæðinni heldur. Vil gjarnan sjá hlutina gerast strax og þá reynir á þegar þeir reynast aðeins flóknari í framkvæmd. Mikilvægast er að skilja eftir nægan tíma til að halda yfirsýn og hugsa fram á við.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Yfirleitt of seint. Hér takast A og B maðurinn dálítið á. Þykir fátt betra en að slaka aðeins á á kvöldin. Hlusta á góða hljóðbók eða horfa á eitthvað áhugavert. A maðurinn er þó farinn að ná yfirhöndinni oftar og er því yfirleitt sofnaður fyrir miðnætti.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Í fimm ár hefur fjölskyldan vaknað fyrr og krakkarnir lesa fyrir foreldrana Thelma Kristín Kvaran er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún segist vera mikil hundakona, viðurkennir að skipulagið hjá sér er skipulagt chaos og brennur fyrir jafnréttismálum. 7. nóvember 2020 10:00 Umdeilt hversu handlaginn forstjórinn er heima fyrir Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann segir umdeilanlegt hversu handlaginn hann er heima fyrir en viðurkennir að vera mikill tækjakarl sem reddar sér með gúggli. 31. október 2020 10:00 „Maður er nú bara að reyna að komast í gegnum þetta Covid“ Í fyrra veiddust hvorki fleiri né færri en átta Maríulaxar í einni kvennaferð segir Lilja Bjarnadóttir kaupmaður í Levi's á Íslandi og formaður kvennanefndar SVFR. Þessar vikurnar fara helst í að koma rekstrinum í gegnum Covid. 24. október 2020 10:01 Ótæpilegt magn af kaffi og fólk á gangi með ryksugur Kristján Hjálmarsson framkvæmdastjóri H:N Markaðssamkskipta er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann viðurkennir að hann snúsar eins lengi og hann getur á morgnana. 17. október 2020 10:00 „Hunskastu framúr kona!“ og í samningaviðræðum við sjálfan sig Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún viðurkennir að vera alveg agaleg á morgnana sem hefjast á samningaviðræðum við hana sjálfa. 10. október 2020 10:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ Sjá meira
Í fimm ár hefur fjölskyldan vaknað fyrr og krakkarnir lesa fyrir foreldrana Thelma Kristín Kvaran er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún segist vera mikil hundakona, viðurkennir að skipulagið hjá sér er skipulagt chaos og brennur fyrir jafnréttismálum. 7. nóvember 2020 10:00
Umdeilt hversu handlaginn forstjórinn er heima fyrir Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann segir umdeilanlegt hversu handlaginn hann er heima fyrir en viðurkennir að vera mikill tækjakarl sem reddar sér með gúggli. 31. október 2020 10:00
„Maður er nú bara að reyna að komast í gegnum þetta Covid“ Í fyrra veiddust hvorki fleiri né færri en átta Maríulaxar í einni kvennaferð segir Lilja Bjarnadóttir kaupmaður í Levi's á Íslandi og formaður kvennanefndar SVFR. Þessar vikurnar fara helst í að koma rekstrinum í gegnum Covid. 24. október 2020 10:01
Ótæpilegt magn af kaffi og fólk á gangi með ryksugur Kristján Hjálmarsson framkvæmdastjóri H:N Markaðssamkskipta er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann viðurkennir að hann snúsar eins lengi og hann getur á morgnana. 17. október 2020 10:00
„Hunskastu framúr kona!“ og í samningaviðræðum við sjálfan sig Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún viðurkennir að vera alveg agaleg á morgnana sem hefjast á samningaviðræðum við hana sjálfa. 10. október 2020 10:00