Danski handboltamaðurinn Casper U. Mortensen verður frá í um það bil fimm mánuði vegna meiðsla á hné.
Casper leikur með Barcelona og er þar samherji Arons Pálmarssonar en Barcelona greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni í dag.
Daninn verður því ekki í danska landsliðshópnum sem keppir á HM sem fer fram í Egyptalandi í janúar.
Fyrr í vikunni skrifaði fyrr í vikunni að Casper hafi lent í meiðslum og það yrði að skoða meiðslin nánar. Það endaði með aðgerð.
Hann hefur spilað þrettán leiki og skorað í þeim 48 mörk á leiktíðinni með Barcelona en hann hefur verið fastamaður í danska landsliðinu.
[ Comunicado médico]
— Barça Handbol (@FCBhandbol) November 3, 2020
El extremo @CMortensen6 tiene una lesión en el menisco externo de la rodilla izquierda. En los próximos días se decidirá si pasa de nuevo por el quirófano
Más información: https://t.co/yoxZK8Fqqm
pic.twitter.com/4d4fX43G8I