Hákon Daði: Hjartað var á milljón Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2020 22:21 Hákon Daði Styrmisson nýtti óvænt tækifæri með íslenska landsliðinu í kvöld frábærlega. vísir/vilhelm Hákon Daði Styrmisson skoraði átta mörk úr átta skotum í sínum fyrsta keppnisleik með íslenska landsliðinu þegar það vann stórsigur á Litháen, 36-20, í kvöld. „Það sást kannski ekki inni á vellinum en hjartað var alveg á milljón. Þetta var ótrúlega erfitt fyrstu tíu mínúturnar en svo kom þetta. Það er geggjað að hitta á svona dag þar sem er nóg af færum,“ sagði Hákon við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn í Laugardalshöllinni. Eyjamaðurinn skoraði úr fyrsta skotinu sínu í leiknum og leit ekki um öxl eftir það. „Þá fékk maður sjálfstraust og stressið fór af manni. Það er geggjað að spila með þessum leikmönnum, þeir geta allir losað boltann niður í hornið og maður þarf bara að nýta þau færi sem maður fær. Það eru bara forréttindi að fá að vera hérna. Að fá leik og njóta þess,“ sagði Hákon. Hann lék við hlið fyrirliðans Arons Pálmarssonar sem var duglegur að ræða við Eyjamanninn á meðan leiknum stóð. „Hann var bara að hjálpa mér, leiðbeina mér og skamma mig þegar þess þurfti,“ sagði Hákon. Hann dreymir um að komast í atvinnumennsku og frammistaðan í leiknum í kvöld hlýtur að hjálpa til við að sá draumur rætist. „Það er alltaf markmiðið. Glugginn kom núna og skipti máli að nýta hann sem best. En markmiðið er að reyna að komast langt í þessu og halda sætinu,“ sagði Hákon að lokum. EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur: Slógum flest vopn úr höndum þeirra Landsliðsþjálfarinn var mjög sáttur með frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í handbolta gegn því litháíska í kvöld. 4. nóvember 2020 22:00 Umfjöllun: Ísland - Litháen 36-20 | Leiðin á EM hófst með stórsigri Íslendingar rúlluðu yfir Litháa, 36-20, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í Laugardalshöllinni í kvöld. 4. nóvember 2020 21:20 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Hákon Daði Styrmisson skoraði átta mörk úr átta skotum í sínum fyrsta keppnisleik með íslenska landsliðinu þegar það vann stórsigur á Litháen, 36-20, í kvöld. „Það sást kannski ekki inni á vellinum en hjartað var alveg á milljón. Þetta var ótrúlega erfitt fyrstu tíu mínúturnar en svo kom þetta. Það er geggjað að hitta á svona dag þar sem er nóg af færum,“ sagði Hákon við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn í Laugardalshöllinni. Eyjamaðurinn skoraði úr fyrsta skotinu sínu í leiknum og leit ekki um öxl eftir það. „Þá fékk maður sjálfstraust og stressið fór af manni. Það er geggjað að spila með þessum leikmönnum, þeir geta allir losað boltann niður í hornið og maður þarf bara að nýta þau færi sem maður fær. Það eru bara forréttindi að fá að vera hérna. Að fá leik og njóta þess,“ sagði Hákon. Hann lék við hlið fyrirliðans Arons Pálmarssonar sem var duglegur að ræða við Eyjamanninn á meðan leiknum stóð. „Hann var bara að hjálpa mér, leiðbeina mér og skamma mig þegar þess þurfti,“ sagði Hákon. Hann dreymir um að komast í atvinnumennsku og frammistaðan í leiknum í kvöld hlýtur að hjálpa til við að sá draumur rætist. „Það er alltaf markmiðið. Glugginn kom núna og skipti máli að nýta hann sem best. En markmiðið er að reyna að komast langt í þessu og halda sætinu,“ sagði Hákon að lokum.
EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur: Slógum flest vopn úr höndum þeirra Landsliðsþjálfarinn var mjög sáttur með frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í handbolta gegn því litháíska í kvöld. 4. nóvember 2020 22:00 Umfjöllun: Ísland - Litháen 36-20 | Leiðin á EM hófst með stórsigri Íslendingar rúlluðu yfir Litháa, 36-20, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í Laugardalshöllinni í kvöld. 4. nóvember 2020 21:20 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Guðmundur: Slógum flest vopn úr höndum þeirra Landsliðsþjálfarinn var mjög sáttur með frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í handbolta gegn því litháíska í kvöld. 4. nóvember 2020 22:00
Umfjöllun: Ísland - Litháen 36-20 | Leiðin á EM hófst með stórsigri Íslendingar rúlluðu yfir Litháa, 36-20, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í Laugardalshöllinni í kvöld. 4. nóvember 2020 21:20