Hákon Daði: Hjartað var á milljón Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2020 22:21 Hákon Daði Styrmisson nýtti óvænt tækifæri með íslenska landsliðinu í kvöld frábærlega. vísir/vilhelm Hákon Daði Styrmisson skoraði átta mörk úr átta skotum í sínum fyrsta keppnisleik með íslenska landsliðinu þegar það vann stórsigur á Litháen, 36-20, í kvöld. „Það sást kannski ekki inni á vellinum en hjartað var alveg á milljón. Þetta var ótrúlega erfitt fyrstu tíu mínúturnar en svo kom þetta. Það er geggjað að hitta á svona dag þar sem er nóg af færum,“ sagði Hákon við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn í Laugardalshöllinni. Eyjamaðurinn skoraði úr fyrsta skotinu sínu í leiknum og leit ekki um öxl eftir það. „Þá fékk maður sjálfstraust og stressið fór af manni. Það er geggjað að spila með þessum leikmönnum, þeir geta allir losað boltann niður í hornið og maður þarf bara að nýta þau færi sem maður fær. Það eru bara forréttindi að fá að vera hérna. Að fá leik og njóta þess,“ sagði Hákon. Hann lék við hlið fyrirliðans Arons Pálmarssonar sem var duglegur að ræða við Eyjamanninn á meðan leiknum stóð. „Hann var bara að hjálpa mér, leiðbeina mér og skamma mig þegar þess þurfti,“ sagði Hákon. Hann dreymir um að komast í atvinnumennsku og frammistaðan í leiknum í kvöld hlýtur að hjálpa til við að sá draumur rætist. „Það er alltaf markmiðið. Glugginn kom núna og skipti máli að nýta hann sem best. En markmiðið er að reyna að komast langt í þessu og halda sætinu,“ sagði Hákon að lokum. EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur: Slógum flest vopn úr höndum þeirra Landsliðsþjálfarinn var mjög sáttur með frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í handbolta gegn því litháíska í kvöld. 4. nóvember 2020 22:00 Umfjöllun: Ísland - Litháen 36-20 | Leiðin á EM hófst með stórsigri Íslendingar rúlluðu yfir Litháa, 36-20, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í Laugardalshöllinni í kvöld. 4. nóvember 2020 21:20 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Sjá meira
Hákon Daði Styrmisson skoraði átta mörk úr átta skotum í sínum fyrsta keppnisleik með íslenska landsliðinu þegar það vann stórsigur á Litháen, 36-20, í kvöld. „Það sást kannski ekki inni á vellinum en hjartað var alveg á milljón. Þetta var ótrúlega erfitt fyrstu tíu mínúturnar en svo kom þetta. Það er geggjað að hitta á svona dag þar sem er nóg af færum,“ sagði Hákon við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn í Laugardalshöllinni. Eyjamaðurinn skoraði úr fyrsta skotinu sínu í leiknum og leit ekki um öxl eftir það. „Þá fékk maður sjálfstraust og stressið fór af manni. Það er geggjað að spila með þessum leikmönnum, þeir geta allir losað boltann niður í hornið og maður þarf bara að nýta þau færi sem maður fær. Það eru bara forréttindi að fá að vera hérna. Að fá leik og njóta þess,“ sagði Hákon. Hann lék við hlið fyrirliðans Arons Pálmarssonar sem var duglegur að ræða við Eyjamanninn á meðan leiknum stóð. „Hann var bara að hjálpa mér, leiðbeina mér og skamma mig þegar þess þurfti,“ sagði Hákon. Hann dreymir um að komast í atvinnumennsku og frammistaðan í leiknum í kvöld hlýtur að hjálpa til við að sá draumur rætist. „Það er alltaf markmiðið. Glugginn kom núna og skipti máli að nýta hann sem best. En markmiðið er að reyna að komast langt í þessu og halda sætinu,“ sagði Hákon að lokum.
EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur: Slógum flest vopn úr höndum þeirra Landsliðsþjálfarinn var mjög sáttur með frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í handbolta gegn því litháíska í kvöld. 4. nóvember 2020 22:00 Umfjöllun: Ísland - Litháen 36-20 | Leiðin á EM hófst með stórsigri Íslendingar rúlluðu yfir Litháa, 36-20, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í Laugardalshöllinni í kvöld. 4. nóvember 2020 21:20 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Sjá meira
Guðmundur: Slógum flest vopn úr höndum þeirra Landsliðsþjálfarinn var mjög sáttur með frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í handbolta gegn því litháíska í kvöld. 4. nóvember 2020 22:00
Umfjöllun: Ísland - Litháen 36-20 | Leiðin á EM hófst með stórsigri Íslendingar rúlluðu yfir Litháa, 36-20, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í Laugardalshöllinni í kvöld. 4. nóvember 2020 21:20