Yfir sextán milljónir í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Jemen Heimsljós 3. nóvember 2020 17:00 UNICEF „Greinilegt er að almenningi er umhugað um að hjálpa börnum í Jemen því yfir 16 milljónir söfnuðust á fáeinum vikum. Til að setja upphæðina í samhengi þá samsvarar hún tveggja vikna meðferð af vítamínbættu jarðhnetumauki fyrir 7638 vannærð börn,“ segir Steinunn Jakobsdóttir kynningarstjóri UNICEF á Íslandi. Samtökin hófu neyðarsöfnun fyrir börn í Jemen í byrjun október og á sama tíma tóku nokkur ungmenni sig saman og hófu söfnun undir yfirskriftinni „Deyja úr hungri“ þar sem öll framlög runnu í neyðarsöfnun UNICEF. „Staðan í Jemen er skelfilegri en orð fá lýst. Í Jemen geisar nú ein versta mannúðarkrísa heims og vannæring meðal barna í landinu hefur aldrei verið jafn alvarleg. Eftir margra ára átök þarfnast næstum hvert einasta barn í Jemen neyðaraðstoðar,“ segir Steinunn Í nýrri greiningu sem meðal annars UNICEF stóð að kom í ljós að bráðavannæring meðal ungra barna hefur aukist um 10 prósent árið 2020 og þar sem staðan er verst þjáist eitt af hverjum fimm börnum af bráðavannæringu. Smitsjúkdómar á borð við niðurgangspestir, kóleru og orma í meltingarvegi hafa dreifst hratt og heilbrigðiskerfið er í molum. „Hundrað þúsund börn bara í suðurhluta Jemen eiga á hættu á að deyja án tafarlausrar meðferðar eða vera með varanlega vaxtaskerðingu. Ef ekki er brugðist við verður ástandið óafturkræft og líf heillar kynslóðar barna í Jemen í húfi,“ segir Steinunn. „Ofan á þær hörmungar sem hafa dunið á jemensku þjóðinni bætist nú kórónaveiran við sem heilbrigðiskerfið er á engan hátt í stakk tilbúið að kljást við." UNICEF hefur verið með umfangsmiklar neyðaraðgerðir í Jemen í fjölda ára og framlögin úr neyðarsöfnuninni á Íslandi nýtast í að veita börnum í neyð í landinu lífsnauðsynlega hjálp. Frá ársbyrjun til ágústsloka hefur UNICEF meðal annars komið 126 þúsund börnum undir fimm ára aldri sem þjást af alvarlegri bráðavannæringu í viðunandi meðferð, bólusett yfir eina milljón barna gegn mænusótt, tryggt yfir fjórum milljónum aðgang að hreinu vatni og stutt menntun barna í miðjum kórónaveirufaraldri. „UNICEF kallar auk þess á alla aðila að átökunum sem og alþjóðasamfélagið að vinna tafarlaust að friðsamlegri lausn og binda enda á ofbeldið gegn börnum í Jemen. Þó að staðan virðist yfirþyrmandi þá megum við aldrei gefast upp. Vannæring getur hljómað eins og óyfirstíganlegt vandamál en góðu fréttirnar eru þær að með réttri meðhöndlun ná flest börn sér á einungis fáeinum vikum. En tíminn er naumur og það þarf að bregðast við strax,“ segir Steinunn. Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Jemen er enn í fullum gangi. Hægt er að hjálpa með að senda SMS-ið JEMEN í númerið 1900 og gefa þannig 1900 krónur. Sú upphæð samsvarar rúmlega tveggja vikna meðferð við vannæringu fyrir eitt barn. Einnig er hægt að gefa frjálst framlag hér. „Við viljum senda miklar þakkir til allra þeirra einstaklinga sem hafa stutt söfnunina okkar. Það er ómetanlegt að finna þessa samstöðu og greinilegt að almenningi á Íslandi er umhugað um velferð barna í Jemen. Hvert framlag skiptir máli og getur bjargað lífi barna,“ segir Steinunn að lokum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jemen Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent
„Greinilegt er að almenningi er umhugað um að hjálpa börnum í Jemen því yfir 16 milljónir söfnuðust á fáeinum vikum. Til að setja upphæðina í samhengi þá samsvarar hún tveggja vikna meðferð af vítamínbættu jarðhnetumauki fyrir 7638 vannærð börn,“ segir Steinunn Jakobsdóttir kynningarstjóri UNICEF á Íslandi. Samtökin hófu neyðarsöfnun fyrir börn í Jemen í byrjun október og á sama tíma tóku nokkur ungmenni sig saman og hófu söfnun undir yfirskriftinni „Deyja úr hungri“ þar sem öll framlög runnu í neyðarsöfnun UNICEF. „Staðan í Jemen er skelfilegri en orð fá lýst. Í Jemen geisar nú ein versta mannúðarkrísa heims og vannæring meðal barna í landinu hefur aldrei verið jafn alvarleg. Eftir margra ára átök þarfnast næstum hvert einasta barn í Jemen neyðaraðstoðar,“ segir Steinunn Í nýrri greiningu sem meðal annars UNICEF stóð að kom í ljós að bráðavannæring meðal ungra barna hefur aukist um 10 prósent árið 2020 og þar sem staðan er verst þjáist eitt af hverjum fimm börnum af bráðavannæringu. Smitsjúkdómar á borð við niðurgangspestir, kóleru og orma í meltingarvegi hafa dreifst hratt og heilbrigðiskerfið er í molum. „Hundrað þúsund börn bara í suðurhluta Jemen eiga á hættu á að deyja án tafarlausrar meðferðar eða vera með varanlega vaxtaskerðingu. Ef ekki er brugðist við verður ástandið óafturkræft og líf heillar kynslóðar barna í Jemen í húfi,“ segir Steinunn. „Ofan á þær hörmungar sem hafa dunið á jemensku þjóðinni bætist nú kórónaveiran við sem heilbrigðiskerfið er á engan hátt í stakk tilbúið að kljást við." UNICEF hefur verið með umfangsmiklar neyðaraðgerðir í Jemen í fjölda ára og framlögin úr neyðarsöfnuninni á Íslandi nýtast í að veita börnum í neyð í landinu lífsnauðsynlega hjálp. Frá ársbyrjun til ágústsloka hefur UNICEF meðal annars komið 126 þúsund börnum undir fimm ára aldri sem þjást af alvarlegri bráðavannæringu í viðunandi meðferð, bólusett yfir eina milljón barna gegn mænusótt, tryggt yfir fjórum milljónum aðgang að hreinu vatni og stutt menntun barna í miðjum kórónaveirufaraldri. „UNICEF kallar auk þess á alla aðila að átökunum sem og alþjóðasamfélagið að vinna tafarlaust að friðsamlegri lausn og binda enda á ofbeldið gegn börnum í Jemen. Þó að staðan virðist yfirþyrmandi þá megum við aldrei gefast upp. Vannæring getur hljómað eins og óyfirstíganlegt vandamál en góðu fréttirnar eru þær að með réttri meðhöndlun ná flest börn sér á einungis fáeinum vikum. En tíminn er naumur og það þarf að bregðast við strax,“ segir Steinunn. Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Jemen er enn í fullum gangi. Hægt er að hjálpa með að senda SMS-ið JEMEN í númerið 1900 og gefa þannig 1900 krónur. Sú upphæð samsvarar rúmlega tveggja vikna meðferð við vannæringu fyrir eitt barn. Einnig er hægt að gefa frjálst framlag hér. „Við viljum senda miklar þakkir til allra þeirra einstaklinga sem hafa stutt söfnunina okkar. Það er ómetanlegt að finna þessa samstöðu og greinilegt að almenningi á Íslandi er umhugað um velferð barna í Jemen. Hvert framlag skiptir máli og getur bjargað lífi barna,“ segir Steinunn að lokum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jemen Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent