Lovísa Thompson ekki ein af þeim fimm mikilvægustu í Olís deild kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2020 13:00 Svona var topp fimm listinn kynntur í þætti Seinni bylgjunnar í gær. Skjámynd/S2 Sport Seinni bylgjan valdi fimm mikilvægustu leikmennina í Olís deildar kvenna og fjallaði um valið sitt í þætti sínum í gær. Einar Andri Einarsson og Ágúst Þór Jóhannsson voru sérfræðingar kvöldsins og ræddu þessa fimm leikmenn sem skara fram úr þegar kemur að mikilvægi þeirra fyrir liðin sín. Einar Andri Einarsson tók það fram strax í upphafi að hann hafi unnið listann en Ágúst er eins og flestir vita þjálfari Vals í Olís deild kvenna. „Ég talaði við nokkra vel valda sérfræðinga í kvennaboltanum í dag og við settum þennan lista saman,“ sagði Einar Andri Einarsson. Í fimmta sæti var Valskonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir en hún var valin frekar en liðsfélagi hennar Lovísa Thompson sem er einn allra besti leikmaður Olís deildar kvenna og bæði með flest mörk og flestar stoðsendingar í Valsliðinu. „Þórey er hrikalega öflugur leikmaður en vissulega er Lovísa besti leikmaður Vals. Þegar Þórey er í stuði þá er Valsliðið á öðru ‚leveli' og það kemur svona meira jafnvægi í liðið. Lovísa fær meira pláss og að mínu mati er mikilvægi Þóreyjar fyrir Valsliðið er gríðarlega mikið. Hún er sá leikmaður sem getur sett þær upp á næsta level,“ sagði Einar Andri. „Þetta er mjög góður punktur. Þórey er frábær leikmaður og mikilvæg fyrir okkur,“ sagði Ágúst. Í fjórða sætinu var Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir hjá HK. „Það fer ekkert mikið fyrir henni miðað við margar af stóru stjörnunum í deildinni en hún er hrikalega flottur leikmaður. Hún skorar mikið og skapar mikið. Fyrir utan þessi lið sem eru fyrir fram að berjast um titlana þá er hún einn besti leikmaðurinn og gæti hæglega spilað í betra liði. Hún hefur valið að spila fyrir HK og á heiður skilinn fyrir það,“ sagði Einar Andri. Í þriðja sætinu var Stjörnukonan Eva Björk Davíðsdóttir. „Hún hefur ekkert byrjað mótið neitt sérstaklega vel en hún er frábær leikmaður. Hún hefur verið í landsliðinu og er góð í vörn. Hún á að mínu mati að geta komið Stjörnuliðinu upp á hærra plan því hún á að getað skorað mikið af mörkum og skapað fyrir aðra. Hún á að geta sett sitt mark á sitt lið og á deildina og ég býst við því að hún eigi eftir að stíga upp þegar við byrjum aftur,“ sagði Einar Andri. Rut Jónsdóttir hjá KA/Þór var i öðru sætinu. „Rut er geggjaður leikmaður og svo sem ekkert mikið sem ég get bætt við það sem allir vita um hana. Hún er frábær sóknarmaður, getur skorað og getur skapað. Hún gefur líka mikið af sér og lætur aðra leikmenn líta betur út. Hún er skapandi leikmaður og hugmyndarík. Það er örugglega stórkostlega gaman að spila með henni og fyrir KA/Þór að hafa fengið hana,“ sagði Einar Andri. Mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati Seinni bylgjunnar var valin Framkonan Steinunn Björnsdóttir. „Það kemur sjálfsagt engum á óvart og við höfum sett hana þarna. Hún er sigurvegari, er frábær sóknarmaður og frábær varnarmaður. Svo er útgeislun, stemmning og gleði. Hún kveikir á öllum í kringum sig. Það er engin spurning að mínu mati að hún er mikilvægasti leikmaður Fram og ég held að hún sé líka mikilvægasti leikmaður deildarinnar,“ sagði Einar Andri. Það má finna alla umfjöllunina hér fyrir neðan og þar talar Einar Andri líka um það af hverju engin Eyjakona komst inn á topp fimm listann. Klippa: Seinni bylgjan: Mikilvægustu leikmenn Olís deildar kvenna Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Seinni bylgjan valdi fimm mikilvægustu leikmennina í Olís deildar kvenna og fjallaði um valið sitt í þætti sínum í gær. Einar Andri Einarsson og Ágúst Þór Jóhannsson voru sérfræðingar kvöldsins og ræddu þessa fimm leikmenn sem skara fram úr þegar kemur að mikilvægi þeirra fyrir liðin sín. Einar Andri Einarsson tók það fram strax í upphafi að hann hafi unnið listann en Ágúst er eins og flestir vita þjálfari Vals í Olís deild kvenna. „Ég talaði við nokkra vel valda sérfræðinga í kvennaboltanum í dag og við settum þennan lista saman,“ sagði Einar Andri Einarsson. Í fimmta sæti var Valskonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir en hún var valin frekar en liðsfélagi hennar Lovísa Thompson sem er einn allra besti leikmaður Olís deildar kvenna og bæði með flest mörk og flestar stoðsendingar í Valsliðinu. „Þórey er hrikalega öflugur leikmaður en vissulega er Lovísa besti leikmaður Vals. Þegar Þórey er í stuði þá er Valsliðið á öðru ‚leveli' og það kemur svona meira jafnvægi í liðið. Lovísa fær meira pláss og að mínu mati er mikilvægi Þóreyjar fyrir Valsliðið er gríðarlega mikið. Hún er sá leikmaður sem getur sett þær upp á næsta level,“ sagði Einar Andri. „Þetta er mjög góður punktur. Þórey er frábær leikmaður og mikilvæg fyrir okkur,“ sagði Ágúst. Í fjórða sætinu var Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir hjá HK. „Það fer ekkert mikið fyrir henni miðað við margar af stóru stjörnunum í deildinni en hún er hrikalega flottur leikmaður. Hún skorar mikið og skapar mikið. Fyrir utan þessi lið sem eru fyrir fram að berjast um titlana þá er hún einn besti leikmaðurinn og gæti hæglega spilað í betra liði. Hún hefur valið að spila fyrir HK og á heiður skilinn fyrir það,“ sagði Einar Andri. Í þriðja sætinu var Stjörnukonan Eva Björk Davíðsdóttir. „Hún hefur ekkert byrjað mótið neitt sérstaklega vel en hún er frábær leikmaður. Hún hefur verið í landsliðinu og er góð í vörn. Hún á að mínu mati að geta komið Stjörnuliðinu upp á hærra plan því hún á að getað skorað mikið af mörkum og skapað fyrir aðra. Hún á að geta sett sitt mark á sitt lið og á deildina og ég býst við því að hún eigi eftir að stíga upp þegar við byrjum aftur,“ sagði Einar Andri. Rut Jónsdóttir hjá KA/Þór var i öðru sætinu. „Rut er geggjaður leikmaður og svo sem ekkert mikið sem ég get bætt við það sem allir vita um hana. Hún er frábær sóknarmaður, getur skorað og getur skapað. Hún gefur líka mikið af sér og lætur aðra leikmenn líta betur út. Hún er skapandi leikmaður og hugmyndarík. Það er örugglega stórkostlega gaman að spila með henni og fyrir KA/Þór að hafa fengið hana,“ sagði Einar Andri. Mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati Seinni bylgjunnar var valin Framkonan Steinunn Björnsdóttir. „Það kemur sjálfsagt engum á óvart og við höfum sett hana þarna. Hún er sigurvegari, er frábær sóknarmaður og frábær varnarmaður. Svo er útgeislun, stemmning og gleði. Hún kveikir á öllum í kringum sig. Það er engin spurning að mínu mati að hún er mikilvægasti leikmaður Fram og ég held að hún sé líka mikilvægasti leikmaður deildarinnar,“ sagði Einar Andri. Það má finna alla umfjöllunina hér fyrir neðan og þar talar Einar Andri líka um það af hverju engin Eyjakona komst inn á topp fimm listann. Klippa: Seinni bylgjan: Mikilvægustu leikmenn Olís deildar kvenna
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira