Tugþúsundir barna í hættu í Víetnam vegna flóða Heimsljós 23. október 2020 14:10 unicef Rúmlega ein og hálf milljón barna er í hættu eftir mikil flóð og aurskriður í fimm héruðum í mið-Víetnam. Starfsfólk Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á svæðinu vinnur með stjórnvöldum í Víetnam við að meta aðstæður og veita neyðaraðstoð. „Tíminn er naumur þar sem annar fellibylur nálgast sama strandsvæðið og gæti náð landi á næstu dögum með tilheyrandi úrhelli,“ segir Steinunn Jakobsdóttir kynningarstjóri UNICEF. Að sögn Steinunnar hafa flóð eyðilagt heimili, skóla, heilsugæslustöðvar og uppskeru og hætta er á að börn geti smitast af lífshættulegum sjúkdómum. „Að minnsta kosti 135 þúsund fjölskyldur hafa orðið fyrir beinum áhrifum af flóðunum og yfir hálf milljón hefur nú ekki aðgang að öruggu drykkjarvatni. Nú þegar er búið að tilkynna skemmdir á 42 heilsugæslustöðvum og margar aðrar eru óaðgengilegar vegna flóðvatnsins. Mæður og börn hafa því ekki aðgang að grunn heilsugæslu sem er sérstaklega mikilvæg þegar aukin hætta er á útbreiðslu smitsjúkdóma. Flóðin hafa einnig eyðilagt fjölda skóla sem hefur áhrif á menntun 1,2 milljóna barna,“ segir hún. Ly Phat Viet Linh, sérfræðingur UNICEF í neyðaraðgerðum á svæðinu segir að flóðin og aurskriðurnar hafa valdið miklum skemmdum í þeim samfélögum sem þau hafi náð til. „Skólar hafa eyðilagst og bækur og annað námsefni skemmst í flóðvatninu. Íbúar hafa ekki aðgang að rennandi vatni, klósett eru undir vatni og skortur á hreinlætisaðstöðu eykur enn hættuna á smitsjúkdómum á borð við niðurgangspestir,” segir hún og bætir við að Í forgangi hjá UNICEF sé að tryggja íbúum hreint vatn, hreinlætisaðstöðu og mat og börnum menntun, auk þess sem samtökin veiti börnum og fjölskyldum þeirra áfallahjálp. Steinunn segir að spár geri ráð fyrir áframhaldandi rigningu á svæðinu og UNICEF fylgist náið með stöðunni í þeim héruðum sem eru í mestri hættu. „Fyrir flóðin voru íbúar í viðkvæmri stöðu vegna útbreiðslu kórónaveirunnar og því mikilvægt að tryggja öryggi og koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar og annarra sjúkdóma. Heimsforeldrar UNICEF gera okkur kleift að bregðast strax við þegar neyðaástand skapast líkt og í Víetnam og við hjá UNICEF á Íslandi viljum þakka kærlega fyrir stuðninginn,“ segir hún. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Víetnam Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent
Rúmlega ein og hálf milljón barna er í hættu eftir mikil flóð og aurskriður í fimm héruðum í mið-Víetnam. Starfsfólk Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á svæðinu vinnur með stjórnvöldum í Víetnam við að meta aðstæður og veita neyðaraðstoð. „Tíminn er naumur þar sem annar fellibylur nálgast sama strandsvæðið og gæti náð landi á næstu dögum með tilheyrandi úrhelli,“ segir Steinunn Jakobsdóttir kynningarstjóri UNICEF. Að sögn Steinunnar hafa flóð eyðilagt heimili, skóla, heilsugæslustöðvar og uppskeru og hætta er á að börn geti smitast af lífshættulegum sjúkdómum. „Að minnsta kosti 135 þúsund fjölskyldur hafa orðið fyrir beinum áhrifum af flóðunum og yfir hálf milljón hefur nú ekki aðgang að öruggu drykkjarvatni. Nú þegar er búið að tilkynna skemmdir á 42 heilsugæslustöðvum og margar aðrar eru óaðgengilegar vegna flóðvatnsins. Mæður og börn hafa því ekki aðgang að grunn heilsugæslu sem er sérstaklega mikilvæg þegar aukin hætta er á útbreiðslu smitsjúkdóma. Flóðin hafa einnig eyðilagt fjölda skóla sem hefur áhrif á menntun 1,2 milljóna barna,“ segir hún. Ly Phat Viet Linh, sérfræðingur UNICEF í neyðaraðgerðum á svæðinu segir að flóðin og aurskriðurnar hafa valdið miklum skemmdum í þeim samfélögum sem þau hafi náð til. „Skólar hafa eyðilagst og bækur og annað námsefni skemmst í flóðvatninu. Íbúar hafa ekki aðgang að rennandi vatni, klósett eru undir vatni og skortur á hreinlætisaðstöðu eykur enn hættuna á smitsjúkdómum á borð við niðurgangspestir,” segir hún og bætir við að Í forgangi hjá UNICEF sé að tryggja íbúum hreint vatn, hreinlætisaðstöðu og mat og börnum menntun, auk þess sem samtökin veiti börnum og fjölskyldum þeirra áfallahjálp. Steinunn segir að spár geri ráð fyrir áframhaldandi rigningu á svæðinu og UNICEF fylgist náið með stöðunni í þeim héruðum sem eru í mestri hættu. „Fyrir flóðin voru íbúar í viðkvæmri stöðu vegna útbreiðslu kórónaveirunnar og því mikilvægt að tryggja öryggi og koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar og annarra sjúkdóma. Heimsforeldrar UNICEF gera okkur kleift að bregðast strax við þegar neyðaástand skapast líkt og í Víetnam og við hjá UNICEF á Íslandi viljum þakka kærlega fyrir stuðninginn,“ segir hún. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Víetnam Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent