Askja frumsýnir Kia Sorento á Facebook Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. október 2020 07:00 Nýr Kia Sorento. Nýr Kia Sorento verður frumsýndur á Facebook síðu Kia á Íslandi kl. 12 í dag, föstudag. Frá og með hádegi í dag verður bíllinn til sýnis í sýningarsal Kia á Krókhálsi 13 og hjá umboðsmönnum Kia út um land allt þar sem mögulegt verður að fá að reynsluaka honum. Um er að ræða fjórðu kynslóð þessa stóra og glæsilega bíls sem hefur verið afar vinsæll hér á landi síðan hann kom fyrst á markað árið 2002. Segir í fréttatilkynningu frá Öskju vegna frumsýningarinnar. Síðan 2002 hafa alls þrjú þúsund Kia Sorento bílar selst á Íslandi og um þrjár milljónir bíla á heimsvísu. Nýr Kia Sorento er rúmbetri en forverar hans og er sjö manna. Bíllinn kemur nú með þremur mismunandi orkugjöfum; sem tengiltvinnbíll (Plug-in Hybrid), tvinnbíll (Hybrid) og í dísilútfærslu. Tengiltvinnbíllinn er með 13,8 kW rafmótor og 1,6 lítra bensínvél sem skilar 265 hestöflum. Drægi bílsins er 55 km á rafmagninu eingöngu en síðan tekur bensínvélin við. Tvinnbíllinn er með Hybridtækni þar sem bensínvél og rafmótor vinna saman og skila bílnum 232 hestöflum. Eyðslan er frá 6,8 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Dísilútfærslan er með 2,2 lítra vél sem skilar 202 hestöflum og eyðslan er frá 6,4 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Kia Sorento er með nýjum undirvagni og með dráttargetu allt að 2,5 kg. Tengiltvinnbíllinn mun koma í ársbyrjun 2021. Nýr Kia Sorento. „Við ákváðum að hafa frumsýninguna með óhefðbundnum hætti á þessum sérstöku tímum sem við erum að upplifa vegna Covid-19. Yfirleitt mætir mikill fjöldi fólks á svona frumsýningar, en í ljósi aðstæðna þá viljum við frumsýna bílinn rafrænt og í íslensku umhverfi. Viðskiptavinir geta því fylgst með frumsýningu þessa glæsilega jeppa heima hjá sér í tölvunni eða snjallsímanum á öruggan hátt. Við bjóðum síðan að sjálfsögðu gesti velkomna í sýningarsal Kia á Krókhálsi 13 og til umboðsmanna okkar um allt land þar sem hægt verður að skoða bílinn nánar frá og með hádegi í dag og fá að reynsluaka honum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri bílaumboðsins Öskju, sem er umboðsaðili Kia á Íslandi. Sorento er með nýju og glæsilegu útliti sem fangar augað. Framendi, hliðarsvipur og afturendi bílsins hafa fengið alveg nýtt útlit. Lóðrétt LED ljós að aftan ljá bílnum kraftalegan og sterkan svip. Auk þess státar hann af nýjustu tækni í ljósabúnaði, tvöföldum LED framljósabúnaði með dagljósavirkni og LED þokuljósum sem auka útsýnið til muna og gera ásýnd bílsins enn glæsilegri. Í nýjum Kia Sorento eru hátæknivædd DRIVE WiSE akstursstoðkerfi með ýmsum snjöllum lausnum. Þau bregðast skjótt og örugglega við breytingum á akstursskilyrðum og greina varasöm skilyrði sem upp geta komið. Auk þess stuðla þau að aukinni einbeitingu ökumanns og upplýsa hann eftir þörfum. Innra rými Sorento er vandað og nútímalegt og eykur vellíðan í akstri. Stjórnrýmið er tæknilega fullkomið, mælaborðið notendavænt og 12,3” LCD upplýsingaskjárinn bjartur og skýr og gera mælaborð bílsins framúrstefnulegt og glæsilegt. „Kia Sorento er einn vinsælasti og mikilvægasti bíll Kia og þessi nýja kynslóð kemur til með að halda þeim vinsældum hátt á lofti. Sorento hefur sannað sig vel á Íslandi enda stór og stæðilegur með mikla dráttargetu og mikið pláss fyrir fólk og farangur. Þessi sjö manna jeppi er mikill ferðabíll og gefur fólki tækifæri á að ferðast um landið á þægilegan og öruggan hátt og sinna frístundunum. Við hlökkum mikið til að kynna hann fyrir landsmönnum og vonumst til að þessi nýstárlega leið að frumsýna bílinn á Facebook mælist vel fyrir hjá fólki,“ segir Jón Trausti ennfremur. Askja mun streyma Facebook live frá frumsýningu á nýjum Kia Sorento í gegnum Facebook síðu Kia á Íslandi, @kiamotorsisland. Vistvænir bílar Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent
Nýr Kia Sorento verður frumsýndur á Facebook síðu Kia á Íslandi kl. 12 í dag, föstudag. Frá og með hádegi í dag verður bíllinn til sýnis í sýningarsal Kia á Krókhálsi 13 og hjá umboðsmönnum Kia út um land allt þar sem mögulegt verður að fá að reynsluaka honum. Um er að ræða fjórðu kynslóð þessa stóra og glæsilega bíls sem hefur verið afar vinsæll hér á landi síðan hann kom fyrst á markað árið 2002. Segir í fréttatilkynningu frá Öskju vegna frumsýningarinnar. Síðan 2002 hafa alls þrjú þúsund Kia Sorento bílar selst á Íslandi og um þrjár milljónir bíla á heimsvísu. Nýr Kia Sorento er rúmbetri en forverar hans og er sjö manna. Bíllinn kemur nú með þremur mismunandi orkugjöfum; sem tengiltvinnbíll (Plug-in Hybrid), tvinnbíll (Hybrid) og í dísilútfærslu. Tengiltvinnbíllinn er með 13,8 kW rafmótor og 1,6 lítra bensínvél sem skilar 265 hestöflum. Drægi bílsins er 55 km á rafmagninu eingöngu en síðan tekur bensínvélin við. Tvinnbíllinn er með Hybridtækni þar sem bensínvél og rafmótor vinna saman og skila bílnum 232 hestöflum. Eyðslan er frá 6,8 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Dísilútfærslan er með 2,2 lítra vél sem skilar 202 hestöflum og eyðslan er frá 6,4 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Kia Sorento er með nýjum undirvagni og með dráttargetu allt að 2,5 kg. Tengiltvinnbíllinn mun koma í ársbyrjun 2021. Nýr Kia Sorento. „Við ákváðum að hafa frumsýninguna með óhefðbundnum hætti á þessum sérstöku tímum sem við erum að upplifa vegna Covid-19. Yfirleitt mætir mikill fjöldi fólks á svona frumsýningar, en í ljósi aðstæðna þá viljum við frumsýna bílinn rafrænt og í íslensku umhverfi. Viðskiptavinir geta því fylgst með frumsýningu þessa glæsilega jeppa heima hjá sér í tölvunni eða snjallsímanum á öruggan hátt. Við bjóðum síðan að sjálfsögðu gesti velkomna í sýningarsal Kia á Krókhálsi 13 og til umboðsmanna okkar um allt land þar sem hægt verður að skoða bílinn nánar frá og með hádegi í dag og fá að reynsluaka honum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri bílaumboðsins Öskju, sem er umboðsaðili Kia á Íslandi. Sorento er með nýju og glæsilegu útliti sem fangar augað. Framendi, hliðarsvipur og afturendi bílsins hafa fengið alveg nýtt útlit. Lóðrétt LED ljós að aftan ljá bílnum kraftalegan og sterkan svip. Auk þess státar hann af nýjustu tækni í ljósabúnaði, tvöföldum LED framljósabúnaði með dagljósavirkni og LED þokuljósum sem auka útsýnið til muna og gera ásýnd bílsins enn glæsilegri. Í nýjum Kia Sorento eru hátæknivædd DRIVE WiSE akstursstoðkerfi með ýmsum snjöllum lausnum. Þau bregðast skjótt og örugglega við breytingum á akstursskilyrðum og greina varasöm skilyrði sem upp geta komið. Auk þess stuðla þau að aukinni einbeitingu ökumanns og upplýsa hann eftir þörfum. Innra rými Sorento er vandað og nútímalegt og eykur vellíðan í akstri. Stjórnrýmið er tæknilega fullkomið, mælaborðið notendavænt og 12,3” LCD upplýsingaskjárinn bjartur og skýr og gera mælaborð bílsins framúrstefnulegt og glæsilegt. „Kia Sorento er einn vinsælasti og mikilvægasti bíll Kia og þessi nýja kynslóð kemur til með að halda þeim vinsældum hátt á lofti. Sorento hefur sannað sig vel á Íslandi enda stór og stæðilegur með mikla dráttargetu og mikið pláss fyrir fólk og farangur. Þessi sjö manna jeppi er mikill ferðabíll og gefur fólki tækifæri á að ferðast um landið á þægilegan og öruggan hátt og sinna frístundunum. Við hlökkum mikið til að kynna hann fyrir landsmönnum og vonumst til að þessi nýstárlega leið að frumsýna bílinn á Facebook mælist vel fyrir hjá fólki,“ segir Jón Trausti ennfremur. Askja mun streyma Facebook live frá frumsýningu á nýjum Kia Sorento í gegnum Facebook síðu Kia á Íslandi, @kiamotorsisland.
Vistvænir bílar Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent