Nýir Volvo lögreglubílar fyrir 200 milljónir Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. október 2020 07:01 Volvo V90 Cross Country við hlið forfeðra sinna. Ríkiskaup hefur, í kjölfar útboðs fyrir hönd lögregluembættanna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum tekið lægsta tilboði Brimborgar um kaup á 17 nýjum Volvo lögreglubifreiðum að verðmæti yfir 200 milljónir króna. Um er að ræða Volvo V90 Cross Country AWD sem eru búnir sérstyrktum undirvagni með sérstaklega öflugu bremsukerfi, kraftmikilli en sparneytinni 235 hestafla B5 Mild Hybrid dísil vél, fjórhjóladrifi og góðri veghæð. Nýju lögreglubílarnir eru vígalegir. Lögregluembættin á Íslandi hafa í áratugi notast við Volvo bíla í störfum sínum. Nýju bílarnir fyrir lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum verða afhentir í þremur afhendingum, 6 bílar á þessu ári, 7 bílar árið 2021 og 4 bílar byrjun árs 2022. Auk þessarar afhendingar fékk lögreglan á Vestfjörðum nýlega afhentan Volvo XC90 AWD sem verður staðsettur á Patreksfirði og mun þjóna víðfeðmu umdæmi lögreglunnar á svæðinu. Lögreglan Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent
Ríkiskaup hefur, í kjölfar útboðs fyrir hönd lögregluembættanna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum tekið lægsta tilboði Brimborgar um kaup á 17 nýjum Volvo lögreglubifreiðum að verðmæti yfir 200 milljónir króna. Um er að ræða Volvo V90 Cross Country AWD sem eru búnir sérstyrktum undirvagni með sérstaklega öflugu bremsukerfi, kraftmikilli en sparneytinni 235 hestafla B5 Mild Hybrid dísil vél, fjórhjóladrifi og góðri veghæð. Nýju lögreglubílarnir eru vígalegir. Lögregluembættin á Íslandi hafa í áratugi notast við Volvo bíla í störfum sínum. Nýju bílarnir fyrir lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum verða afhentir í þremur afhendingum, 6 bílar á þessu ári, 7 bílar árið 2021 og 4 bílar byrjun árs 2022. Auk þessarar afhendingar fékk lögreglan á Vestfjörðum nýlega afhentan Volvo XC90 AWD sem verður staðsettur á Patreksfirði og mun þjóna víðfeðmu umdæmi lögreglunnar á svæðinu.
Lögreglan Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent