„Hættulegast að rúlla niður fjall og falla niður stiga“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. október 2020 21:26 Nokkrar af myndunum sem Jón Viðar tók. Á myndinni í miðjunni má sjá Sonequa Martin-Green, aðalleikkonu Star Trek Discovery. JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON Bardagaþjálfarinn Jón Viðar Arnþórsson kemur fram í þáttunum Star Trek Discovery sem komu út á streymisveitunni Netflix nýverið. Það gæti þó verið erfitt að greina hann frá öðrum leikurum sökum búninga þáttanna. Það kom í hlut Jóns Viðars var að velja svokallaðan „STUNT“ hóp fyrir þættina en hlutverk hópsins er að sinna áhættuleik og slást við aðalleikara þáttanna. „Þetta snýst allt um að útfæra slagsmálaatriði á eins öruggan hátt og mögulegt er. Svona vinna felst í áhættuleik og þurfum við því að slást, detta niður stiga eða falla af húsþaki,“ sagði Jón Viðar Arnþórsson. Í hópnum eru meðal annars bardagakapparnir Gunnar Nelson og Hrólfur Ólafsson. Þættirnir Star Trek Discovery eru þeir fimmtu vinsælustu á Netflix á Íslandi. Þátturinn sem Jón Viðar og félagar léku í kom út í síðustu viku og er þátturinn í þriðju og nýjustu seríu þáttanna. „Um er að ræða nýja þætti á streymisveitunni Netflix í anda gömlu Star Trek þáttanna. Þetta er ný sería sem framleidd er af Netflix þar sem fólk ferðast milli heima og geima. Þættirnir eru unnir í samstarfi við RVK studios,“ sagði Jón Viðar. Hann segir engan hafa slasast við gerð þáttanna enda voru slagsmálin þar ekki af hættulegustu gerð. Aðspurður hvað sé það hættulegasta sem geti gerst við áhættuleik segir hann slys í aðstæðum á borð við það að þurfa að rúlla niður fjall, lenda í árekstri eða detta niður stiga. Jón Viðar við gerð þáttanna.JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON Svipað og dans Undirbúningur fyrir áhættuleik felst fyrst og fremst í því að semja bardagaatriðið. „Svo þarf að æfa senuna aftur og aftur. Bæði árásirnar og viðbrögðin sem eru jafn mikilvæg. Ákveða þarf hvernig sjónarhorn á að notast við svo að fólk fatti ekki fjarlægðina á milli höggs og andlits. Þetta er kannski svipað og dans. Maður þarf að æfa sporin aftur og aftur,“ sagði Jón Viðar. Í 15 ár hefur Jón Viðar unnið við það að sjá um og útfæra slagsmálaatriði fyrir bíómyndir og þætti. Þetta verkefni er því eitt af mörgum en Jón Viðar sér einnig um að þjálfa leikara fyrir slagsmálasenur. „Oft þurfum við að slást við aðalleikarana. Það er kannski það flóknasta. Þá þarf maður að passa sig vel því þeir mega alls ekki slasast,“ sagði Jón Viðar. JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON Netflix Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Bardagaþjálfarinn Jón Viðar Arnþórsson kemur fram í þáttunum Star Trek Discovery sem komu út á streymisveitunni Netflix nýverið. Það gæti þó verið erfitt að greina hann frá öðrum leikurum sökum búninga þáttanna. Það kom í hlut Jóns Viðars var að velja svokallaðan „STUNT“ hóp fyrir þættina en hlutverk hópsins er að sinna áhættuleik og slást við aðalleikara þáttanna. „Þetta snýst allt um að útfæra slagsmálaatriði á eins öruggan hátt og mögulegt er. Svona vinna felst í áhættuleik og þurfum við því að slást, detta niður stiga eða falla af húsþaki,“ sagði Jón Viðar Arnþórsson. Í hópnum eru meðal annars bardagakapparnir Gunnar Nelson og Hrólfur Ólafsson. Þættirnir Star Trek Discovery eru þeir fimmtu vinsælustu á Netflix á Íslandi. Þátturinn sem Jón Viðar og félagar léku í kom út í síðustu viku og er þátturinn í þriðju og nýjustu seríu þáttanna. „Um er að ræða nýja þætti á streymisveitunni Netflix í anda gömlu Star Trek þáttanna. Þetta er ný sería sem framleidd er af Netflix þar sem fólk ferðast milli heima og geima. Þættirnir eru unnir í samstarfi við RVK studios,“ sagði Jón Viðar. Hann segir engan hafa slasast við gerð þáttanna enda voru slagsmálin þar ekki af hættulegustu gerð. Aðspurður hvað sé það hættulegasta sem geti gerst við áhættuleik segir hann slys í aðstæðum á borð við það að þurfa að rúlla niður fjall, lenda í árekstri eða detta niður stiga. Jón Viðar við gerð þáttanna.JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON Svipað og dans Undirbúningur fyrir áhættuleik felst fyrst og fremst í því að semja bardagaatriðið. „Svo þarf að æfa senuna aftur og aftur. Bæði árásirnar og viðbrögðin sem eru jafn mikilvæg. Ákveða þarf hvernig sjónarhorn á að notast við svo að fólk fatti ekki fjarlægðina á milli höggs og andlits. Þetta er kannski svipað og dans. Maður þarf að æfa sporin aftur og aftur,“ sagði Jón Viðar. Í 15 ár hefur Jón Viðar unnið við það að sjá um og útfæra slagsmálaatriði fyrir bíómyndir og þætti. Þetta verkefni er því eitt af mörgum en Jón Viðar sér einnig um að þjálfa leikara fyrir slagsmálasenur. „Oft þurfum við að slást við aðalleikarana. Það er kannski það flóknasta. Þá þarf maður að passa sig vel því þeir mega alls ekki slasast,“ sagði Jón Viðar. JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON
Netflix Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira