Myndband: Rúða í Tesla Model Y splundrast inn í bílskúr Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. október 2020 07:01 Tesla Model Y. Vandamál sem hrjáðu einhverja Tesla Model 3 bíla virðist vera fjölskylduvandi. Vandamálið snýr að því að bílarnir sprengja hliðarrúður sínar. Myndband fylgir fréttinni. Tesla hefur vitað af vandanum í Model 3 bílunum frá því í mars á þessu ári, hið skemmsta. Þessi vandamál með gæði eru að koma upp og orðrómur um að Tesla lagi allt svona hið snarasta virðist ekki endilega alltaf eiga við. Auðvitað er möguleiki að Tesla viti ekki hvernig eigi að laga vandann en líklegra verður þó að teljast að fá stök tilvik valdi Tesla ekki teljandi áhyggjum. Í myndbandinu hér að ofan hafði bíllinn staðið kyrr í bílskúr eigandans í um sólarhring. Myndbandið var tekið 13. október og öryggismyndavélin sem tók það upp tekur einnig upp hljóð. Heyra má hvernig rúðan splundrast með hvelli. Að sögn eigandans var um 17°C í bílskúrnum, það er því ekki um að ræða að rúða splundrist vegna hitabreytinga. Líklegast er að spennan í rúðunni hafi brotið hana. Tesla Vistvænir bílar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Innlent
Vandamál sem hrjáðu einhverja Tesla Model 3 bíla virðist vera fjölskylduvandi. Vandamálið snýr að því að bílarnir sprengja hliðarrúður sínar. Myndband fylgir fréttinni. Tesla hefur vitað af vandanum í Model 3 bílunum frá því í mars á þessu ári, hið skemmsta. Þessi vandamál með gæði eru að koma upp og orðrómur um að Tesla lagi allt svona hið snarasta virðist ekki endilega alltaf eiga við. Auðvitað er möguleiki að Tesla viti ekki hvernig eigi að laga vandann en líklegra verður þó að teljast að fá stök tilvik valdi Tesla ekki teljandi áhyggjum. Í myndbandinu hér að ofan hafði bíllinn staðið kyrr í bílskúr eigandans í um sólarhring. Myndbandið var tekið 13. október og öryggismyndavélin sem tók það upp tekur einnig upp hljóð. Heyra má hvernig rúðan splundrast með hvelli. Að sögn eigandans var um 17°C í bílskúrnum, það er því ekki um að ræða að rúða splundrist vegna hitabreytinga. Líklegast er að spennan í rúðunni hafi brotið hana.
Tesla Vistvænir bílar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Innlent