Íslensk ungmenni safna fyrir svöng börn í Jemen Heimsljós 13. október 2020 11:27 Frá Jemen Unicef Í síðustu viku hrintu nokkur ungmenni af stað samfélagsmiðlaáskoruninni „Deyja úr hungri“ sem er átak til að styðja neyðaraðgerðir Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) fyrir börn í Jemen. Að sögn UNICEF hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa og fjöldi fólks hefur tekið áskorun hópsins í gegnum Instagram-síðuna @deyjaurhungri og safnað hundruð þúsunda fyrir börn í neyð í Jemen. „Við erum nokkur ungmenni sem fylgdumst með því hvernig COVID-19 gerði aðstæður í Jemen margfalt verri, sérstaklega hvað varðar mataröryggi. Það er eðlilegt að við á Íslandi höfum mestar áhyggjur af eigin lífsafkomu, t.d. atvinnuleysi og verðhækkunum, en við megum samt ekki gleyma hvað við höfum það ótrúlega gott miðað við löndin sem stóðu þegar höllum fæti fyrir heimsfaraldurinn,“ segir Sara Mansour, talsmaður hópsins sem stendur að framtakinu. Ástandið í Jemen er skelfilegt og talið er að 80% íbúa þurfi á mannúðaraðstoð að halda, þar af eru 12 milljónir barna. UNICEF áætlar að tvær milljónir barna í Jemen glími við bráðavannæringu, þar af glími 325 þúsund börn undir fimm ára aldri við alvarlega bráðavannæringu. Auk þess er áætlað að 1,2 milljónir barnshafandi kvenna eða kvenna með barn á brjósti séu alvarlega vannærðar. Sara segir að þau hafi ekki viljað að Jemen myndi týnast í umræðunni. Það sé hrikalegt að horfa uppá milljónir lifa við hungur og að áskorunin sé þeirra leið til að vekja athygli á neyðinni og gefa almenningi auðvelda leið til að hjálpa. Hópurinn tók saman matseðil með nokkrum vinsælum réttum, svo sem borgara og bjór, miðstærð af pizzu, pylsu og gos og hægt er að taka áskoruninni með því að sleppa máltíð af matseðlinum og gefa andvirði hennar til Jemen. „Að „deyja úr hungri“ er eitthvað sem við erum alltaf að segja, en sannleikurinn er sá að fæst okkar vita hvernig það er að vera virkilega svöng og hafa ekki aðgang að mat. Þannig datt okkur í hug nafnið og áskorunin. Við vildum líka sýna fram á hvað peningurinn sem við eyðum í mat er verðmætur, en fyrir andvirði pylsu og kók er til dæmis hægt að kaupa 15 skammta af vítamínbættu jarðhnetumauki fyrir vannærð börn. UNICEF er alltaf á framlínunni, og það lá því beinast við að styrkja starf þeirra,‘‘ segir Sara. Söfnunin fer fram í gegnum AUR-aðgang UNICEF á Íslandi @Jemen eða á neyðarsíðu samtakanna fyrir Jemen. Fólk er einnig hvatt til að deila vali sínu í Insta-story frá síðu átaksins @deyjaurhungri á Instagram. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jemen Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent
Í síðustu viku hrintu nokkur ungmenni af stað samfélagsmiðlaáskoruninni „Deyja úr hungri“ sem er átak til að styðja neyðaraðgerðir Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) fyrir börn í Jemen. Að sögn UNICEF hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa og fjöldi fólks hefur tekið áskorun hópsins í gegnum Instagram-síðuna @deyjaurhungri og safnað hundruð þúsunda fyrir börn í neyð í Jemen. „Við erum nokkur ungmenni sem fylgdumst með því hvernig COVID-19 gerði aðstæður í Jemen margfalt verri, sérstaklega hvað varðar mataröryggi. Það er eðlilegt að við á Íslandi höfum mestar áhyggjur af eigin lífsafkomu, t.d. atvinnuleysi og verðhækkunum, en við megum samt ekki gleyma hvað við höfum það ótrúlega gott miðað við löndin sem stóðu þegar höllum fæti fyrir heimsfaraldurinn,“ segir Sara Mansour, talsmaður hópsins sem stendur að framtakinu. Ástandið í Jemen er skelfilegt og talið er að 80% íbúa þurfi á mannúðaraðstoð að halda, þar af eru 12 milljónir barna. UNICEF áætlar að tvær milljónir barna í Jemen glími við bráðavannæringu, þar af glími 325 þúsund börn undir fimm ára aldri við alvarlega bráðavannæringu. Auk þess er áætlað að 1,2 milljónir barnshafandi kvenna eða kvenna með barn á brjósti séu alvarlega vannærðar. Sara segir að þau hafi ekki viljað að Jemen myndi týnast í umræðunni. Það sé hrikalegt að horfa uppá milljónir lifa við hungur og að áskorunin sé þeirra leið til að vekja athygli á neyðinni og gefa almenningi auðvelda leið til að hjálpa. Hópurinn tók saman matseðil með nokkrum vinsælum réttum, svo sem borgara og bjór, miðstærð af pizzu, pylsu og gos og hægt er að taka áskoruninni með því að sleppa máltíð af matseðlinum og gefa andvirði hennar til Jemen. „Að „deyja úr hungri“ er eitthvað sem við erum alltaf að segja, en sannleikurinn er sá að fæst okkar vita hvernig það er að vera virkilega svöng og hafa ekki aðgang að mat. Þannig datt okkur í hug nafnið og áskorunin. Við vildum líka sýna fram á hvað peningurinn sem við eyðum í mat er verðmætur, en fyrir andvirði pylsu og kók er til dæmis hægt að kaupa 15 skammta af vítamínbættu jarðhnetumauki fyrir vannærð börn. UNICEF er alltaf á framlínunni, og það lá því beinast við að styrkja starf þeirra,‘‘ segir Sara. Söfnunin fer fram í gegnum AUR-aðgang UNICEF á Íslandi @Jemen eða á neyðarsíðu samtakanna fyrir Jemen. Fólk er einnig hvatt til að deila vali sínu í Insta-story frá síðu átaksins @deyjaurhungri á Instagram. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jemen Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent