Óttast að 150 milljónir bætist í hóp sárafátækra Heimsljós 8. október 2020 10:41 gunnisal Stríðsátök, loftslagsbreytingar og COVID-19 gætu leitt til þess að 150 milljónir manna bætist í hóp sárafátækra fyrir lok næsta árs, samkvæmt mati Alþjóðbankans. Útlit er fyrir að samfelldu tveggja áratuga framfaraskeiði, með bættum kjörum þeirra tekjuminnstu, sé lokið. Engar líkur eru á því að mati bankans að fyrsta heimsmarkmiðið um útrýmingu fátæktar náist fyrir árið 2030 nema til komi skjótar og umfangsmiklar aðgerðir. Að mati Alþjóðabankans hefði sárafátækt í heiminum farið undir átta prósent fyrir árslok ef heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði ekki komið til. Sárafátækt er miðuð við tekjur innan við 1,90 bandarískra dali – um 262 krónur íslenskar – og bankinn telur að fjölgun sárafátækra hækki úr 9,1 prósenti í 9,4 prósent fyrir árslok, mest meðal þeirra ríkja sem þegar eru með fjölmennustu hópa fátækra. Í fyrsta heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun segir að útrýma eigi fátækt í allri sinni mynd alls staðar. Í greiningu Alþjóðabankans segir að eftir tíu ár gætu um 7 prósent jarðarbúa enn verið undir mörkum sárafátæktar. Samkvæmt greiningunni gæti fjölgun sárfátækra orðið milli 88 og 115 milljónir á þessu ári. Í árslok næsta árs gæti þeim hafa fjölgað um 150 milljónir. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent
Stríðsátök, loftslagsbreytingar og COVID-19 gætu leitt til þess að 150 milljónir manna bætist í hóp sárafátækra fyrir lok næsta árs, samkvæmt mati Alþjóðbankans. Útlit er fyrir að samfelldu tveggja áratuga framfaraskeiði, með bættum kjörum þeirra tekjuminnstu, sé lokið. Engar líkur eru á því að mati bankans að fyrsta heimsmarkmiðið um útrýmingu fátæktar náist fyrir árið 2030 nema til komi skjótar og umfangsmiklar aðgerðir. Að mati Alþjóðabankans hefði sárafátækt í heiminum farið undir átta prósent fyrir árslok ef heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði ekki komið til. Sárafátækt er miðuð við tekjur innan við 1,90 bandarískra dali – um 262 krónur íslenskar – og bankinn telur að fjölgun sárafátækra hækki úr 9,1 prósenti í 9,4 prósent fyrir árslok, mest meðal þeirra ríkja sem þegar eru með fjölmennustu hópa fátækra. Í fyrsta heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun segir að útrýma eigi fátækt í allri sinni mynd alls staðar. Í greiningu Alþjóðabankans segir að eftir tíu ár gætu um 7 prósent jarðarbúa enn verið undir mörkum sárafátæktar. Samkvæmt greiningunni gæti fjölgun sárfátækra orðið milli 88 og 115 milljónir á þessu ári. Í árslok næsta árs gæti þeim hafa fjölgað um 150 milljónir. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent