Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Karl Lúðvíksson skrifar 7. október 2020 13:57 Niðursveifla er í rjúpnastofninum víða um land Það styttist hratt í að rjúpnaveiðitímabilið hefjist og skyttur landsins eflaust farnar að hlakka til þess að ganga á fjöll. Það bregður því smá skugga á þá gleði við lestur á grein á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands um ástand rjúpnastofnsins og tillögur um ráðlagða veiði. Hér fyrir neðan er fyrsti hluti þessarar tillögu en greinina í heild sinni má finna hér. "Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins haustið 2020 og hafa niðurstöðurnar verið kynntar umhverfis- og auðlindaráðherra með bréfi. Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er um 25 þúsund fuglar. Rjúpnastofninn er í niðursveiflu um allt Norðurland, á Austurlandi er stofninn að rísa úr lágmarki og um vestanvert landið er stofninn líklega að ná hámarksfjölda. Viðkoma rjúpunnar á Norðausturlandi var afleit og réðu því hrakviðri um miðjan júlí. Þessa illviðris gætti frá Strandasýslu í vestri og austur um til Norður Þingeyjarsýslu og væntanlega er viðkomubrestur raunin hjá rjúpunni á öllu þessu landsvæði. Á Suðvesturlandi var afkoma rjúpuunga hins vegar ágæt. Áætlaður rjúpnafjöldi haustið 2020 er einn sá lægsti miðað við síðustu áratugi. Rétt er að taka fram að þessir útreikningar byggja á gögnum fyrir Norðausturland og mögulega er stofnstærð vanmetin." Skotveiði Mest lesið Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 35 laxar á land á fyrsta degi í Ytri Rangá Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Söluskrá fyrir forúthlutun SVFR komin Veiði
Það styttist hratt í að rjúpnaveiðitímabilið hefjist og skyttur landsins eflaust farnar að hlakka til þess að ganga á fjöll. Það bregður því smá skugga á þá gleði við lestur á grein á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands um ástand rjúpnastofnsins og tillögur um ráðlagða veiði. Hér fyrir neðan er fyrsti hluti þessarar tillögu en greinina í heild sinni má finna hér. "Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins haustið 2020 og hafa niðurstöðurnar verið kynntar umhverfis- og auðlindaráðherra með bréfi. Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er um 25 þúsund fuglar. Rjúpnastofninn er í niðursveiflu um allt Norðurland, á Austurlandi er stofninn að rísa úr lágmarki og um vestanvert landið er stofninn líklega að ná hámarksfjölda. Viðkoma rjúpunnar á Norðausturlandi var afleit og réðu því hrakviðri um miðjan júlí. Þessa illviðris gætti frá Strandasýslu í vestri og austur um til Norður Þingeyjarsýslu og væntanlega er viðkomubrestur raunin hjá rjúpunni á öllu þessu landsvæði. Á Suðvesturlandi var afkoma rjúpuunga hins vegar ágæt. Áætlaður rjúpnafjöldi haustið 2020 er einn sá lægsti miðað við síðustu áratugi. Rétt er að taka fram að þessir útreikningar byggja á gögnum fyrir Norðausturland og mögulega er stofnstærð vanmetin."
Skotveiði Mest lesið Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 35 laxar á land á fyrsta degi í Ytri Rangá Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Söluskrá fyrir forúthlutun SVFR komin Veiði