Laxá í Kjós komin í nýjar hendur Karl Lúðvíksson skrifar 7. október 2020 10:46 Haraldur Eiríksson er nýr leigutaki í Laxá í Kjós Það þykja alltaf nokkur tíðindi þegar vinsælar ár skipta um leigutaka en nú ber svo við að Laxá í Kjós fer í nýjar hendur. Það er líklega óhætt að segja að fáir þekki Laxá í Kjós jafnvel og nýr leigutaki en Harald Eiríksson þekkja líklega flestir veiðimenn í dag enda hefur Haraldur verið viðloðandi stangveiði síðustu þrjá áratugina líklega. Haraldur var sölustjóri SVFR og síðan hjá Hreggnasa en vendir nú kvæði sínu í kross og kemur til með að taka Laxá í Kjós upp á sína arma næstu árin. Nýr samningur um ánna er til næstu ára og mun heildar verðskrá veiðileyfa lækka sem er fagnaðarefni fyrir veiðimenn, eins hefur verið tekin ákvörðun um að veiðihúsið fái nokkra yfirhalningu. Veiðin í Kjósinni var góð í sumar en á land komu 1015 laxar og haustveiðin var í þessu samhengi mjög góð en mesta veiði á stöng var eftir okkar heimildum 31 lax á eina stöng en þar voru mjög vanir menn í Kjósinni á ferð. Stangveiði Kjósarhreppur Mest lesið Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Vefsalan hjá SVFR komin í loftið Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði
Það þykja alltaf nokkur tíðindi þegar vinsælar ár skipta um leigutaka en nú ber svo við að Laxá í Kjós fer í nýjar hendur. Það er líklega óhætt að segja að fáir þekki Laxá í Kjós jafnvel og nýr leigutaki en Harald Eiríksson þekkja líklega flestir veiðimenn í dag enda hefur Haraldur verið viðloðandi stangveiði síðustu þrjá áratugina líklega. Haraldur var sölustjóri SVFR og síðan hjá Hreggnasa en vendir nú kvæði sínu í kross og kemur til með að taka Laxá í Kjós upp á sína arma næstu árin. Nýr samningur um ánna er til næstu ára og mun heildar verðskrá veiðileyfa lækka sem er fagnaðarefni fyrir veiðimenn, eins hefur verið tekin ákvörðun um að veiðihúsið fái nokkra yfirhalningu. Veiðin í Kjósinni var góð í sumar en á land komu 1015 laxar og haustveiðin var í þessu samhengi mjög góð en mesta veiði á stöng var eftir okkar heimildum 31 lax á eina stöng en þar voru mjög vanir menn í Kjósinni á ferð.
Stangveiði Kjósarhreppur Mest lesið Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Vefsalan hjá SVFR komin í loftið Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði