Fótbolti

Kórdrengir komnir með annan fótinn í Lengjudeildina

Ísak Hallmundarson skrifar
Magnað ævintýri Kórdrengja heldur áfram.
Magnað ævintýri Kórdrengja heldur áfram. vísir/hulda

Kórdrengir slátruðu Fjarðabyggð 6-1 í 2. deild karla í Fjarðabyggðahöllinni í dag. Með sigrinum eru Kórdrengirnir prúðu komnir langleiðina með að tryggja sæti sitt í Lengjudeildinni á næsta tímabili, sem er næstefsta deild á Íslandi.

Rubén Lozano Ibancos kom heimamönnum í Fjarðabyggð yfir eftir tíu mínútna leik en síðan voru það Kórdrengir sem áttu leikinn.

Magnús Þórir Matthíasson jafnaði á 33. mínútu og fjórum mínútum síðar kom Albert Brynjar Ingason Kórdrengjum yfir. Staðan 1-2 fyrir Kórdrengi í hálfleik.

Þeir buðu upp á markaveislu í seinni hálfleik, Davíð Þór Ásbjörnsson, Jordan Damachoua, Þórir Rafn Þórisson og Leonard Sigurðsson skoruðu allir eitt mark á mann og lokatölur 6-1 útisigur Kórdrengja. 

Ef Kórdrengir sigra einn af þeim tveimur leikjum sem þeir eiga eftir í deildinni eru þeir komnir upp í Lengjudeildina og þar með upp um þrjár deildir á þremur árum, sem væri ótrúlegt afrek.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×