Fylkir marði Þór í hnífjöfnum leik Bjarni Bjarnason skrifar 1. október 2020 21:49 Tíunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram í kvöld. Millileikur kvöldsins var Fylkir gegn Þór. Lið Fylkis var á heimavelli og völdu þeir kortið Nuke. Leikmenn Þórs hófu leikinn með kröftugum sóknarleik á heimavelli Fylkis. Hraðar leikfléttur í fyrstu lotunum skiluðu liði Þórs þremur fyrstu lotunum og góðu forskoti. En eftir góðan upphafssprett gekk leikmönnum Þórs illa að brjóta aftur vörn Fylkis. Þegar efnahagurinn styrktist fór vörn Fylkis að taka á sig form. Með hverri lotunni sem leið þéttist vörn þeirra og kom mikil breidd liðsins vel í ljós. Staðan í hálfleik Fylkir 10 - 5 Þór. Þórsarar snéru aftur tvíefldir í seinni hálfleik. Aftur hófu þeir leikhlutann vel og lotu eftir lotu lokuðu þeir á sóknarleiki Fylkis. Leikmaður Þórs ADHD (Kristófer Daði Kristjánsson) var stórhættulegur og ReaN (Andri Þór Bjarnasson) lék á als oddi. Þeim gekk vel að koma Þór í yfirtölu og að tjasla vörninni saman þegar þess var þörf. Með frábærum varnarleik lotu eftir lotu náði lið Þórs yfirhöndinni í leiknum og staðan var 13 - 11 fyrir Þór. Lið Fylkis sem þarna var komið hælanna steig þó upp með viruz (Magnús Árni Magnússon) í fararbroddi. Þeir hægðu töluvert á leiknum og fóru að reiða sig betur á fasta leikþætti til að ná yfirhöndinni. Þegar allt kom til alls var þetta gífurlega skynsamleg ákvörðun sem skilað Fylki sigrinum í hnífjöfnum leik. Lokastaðan Fylkir 16 - 14 Þór. Fylkir Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Tíunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram í kvöld. Millileikur kvöldsins var Fylkir gegn Þór. Lið Fylkis var á heimavelli og völdu þeir kortið Nuke. Leikmenn Þórs hófu leikinn með kröftugum sóknarleik á heimavelli Fylkis. Hraðar leikfléttur í fyrstu lotunum skiluðu liði Þórs þremur fyrstu lotunum og góðu forskoti. En eftir góðan upphafssprett gekk leikmönnum Þórs illa að brjóta aftur vörn Fylkis. Þegar efnahagurinn styrktist fór vörn Fylkis að taka á sig form. Með hverri lotunni sem leið þéttist vörn þeirra og kom mikil breidd liðsins vel í ljós. Staðan í hálfleik Fylkir 10 - 5 Þór. Þórsarar snéru aftur tvíefldir í seinni hálfleik. Aftur hófu þeir leikhlutann vel og lotu eftir lotu lokuðu þeir á sóknarleiki Fylkis. Leikmaður Þórs ADHD (Kristófer Daði Kristjánsson) var stórhættulegur og ReaN (Andri Þór Bjarnasson) lék á als oddi. Þeim gekk vel að koma Þór í yfirtölu og að tjasla vörninni saman þegar þess var þörf. Með frábærum varnarleik lotu eftir lotu náði lið Þórs yfirhöndinni í leiknum og staðan var 13 - 11 fyrir Þór. Lið Fylkis sem þarna var komið hælanna steig þó upp með viruz (Magnús Árni Magnússon) í fararbroddi. Þeir hægðu töluvert á leiknum og fóru að reiða sig betur á fasta leikþætti til að ná yfirhöndinni. Þegar allt kom til alls var þetta gífurlega skynsamleg ákvörðun sem skilað Fylki sigrinum í hnífjöfnum leik. Lokastaðan Fylkir 16 - 14 Þór.
Fylkir Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira