Mercedes-Benz kynnir áætlun um raf- og vetnisvæðingu vörubifreiða Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. október 2020 07:01 Mercedes-Benz eActros, Mercedes-Benz eActros LongHaul og Mercedes-Benz GenH2. Mercedes-Benz ætlar sér stóra hluti í framleiðslu á rafknúnum vörubílum á næstu árum. Mun framleiðsla hefjast á eActros vöruflutningabílnum árið 2021 en eActros verður með vel yfir 200 km drægni og er hann er hugsaður í vörudreifingu og þjónustu innan borgarmarka segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Þá mun Mercedes-Benz stefna að því að framleiðsla hefjist árið 2024 á eActros LongHaul sem verður langdrægari vöruflutningabíll sem knúin er alfarið áfram af rafmagni með drægni nálægt 500 km. Mercedes-Benz hefur þegar komið fram með minni rafknúna atvinnubíla sem ganga fyrir hreinni raforku og má þar nefna eVito, eSprinter og EQV. Mercedes-Benz hefur einnig kynnt hugmyndabíl sem nefndur hefur verið Mercedes-Benz GenH2. Um er að ræða vörubíl með 40 tonna heildarþyngd og allt að 25 tonna burðargetu. GenH2 vörubílinn gengur fyrir vetni og á að geta ekið allt að þúsund km á einni áfyllingu. Vetnisknúnir bílar eru í raun rafbílar þar sem vetnið er eldsneytið fyrir rafhlöðuna (fuel-cell) sem síðan knýr rafmótorana. Vetnið er geymt í fljótandi formi við -253°C á tank sem er inn í öðrum tank með lofttæmt rými milli tanka. Samkvæmt upplýsingum frá Daimler, eiganda Mercedes-Benz, er stefnt að því að reynsluakstur og prófanir viðskiptavina geti hafist á GenH2 vörubílnum árið 2023 og að fjöldaframleiðsla mun hefjast á síðari hluta áratugarins. Vistvænir bílar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent
Mercedes-Benz ætlar sér stóra hluti í framleiðslu á rafknúnum vörubílum á næstu árum. Mun framleiðsla hefjast á eActros vöruflutningabílnum árið 2021 en eActros verður með vel yfir 200 km drægni og er hann er hugsaður í vörudreifingu og þjónustu innan borgarmarka segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Þá mun Mercedes-Benz stefna að því að framleiðsla hefjist árið 2024 á eActros LongHaul sem verður langdrægari vöruflutningabíll sem knúin er alfarið áfram af rafmagni með drægni nálægt 500 km. Mercedes-Benz hefur þegar komið fram með minni rafknúna atvinnubíla sem ganga fyrir hreinni raforku og má þar nefna eVito, eSprinter og EQV. Mercedes-Benz hefur einnig kynnt hugmyndabíl sem nefndur hefur verið Mercedes-Benz GenH2. Um er að ræða vörubíl með 40 tonna heildarþyngd og allt að 25 tonna burðargetu. GenH2 vörubílinn gengur fyrir vetni og á að geta ekið allt að þúsund km á einni áfyllingu. Vetnisknúnir bílar eru í raun rafbílar þar sem vetnið er eldsneytið fyrir rafhlöðuna (fuel-cell) sem síðan knýr rafmótorana. Vetnið er geymt í fljótandi formi við -253°C á tank sem er inn í öðrum tank með lofttæmt rými milli tanka. Samkvæmt upplýsingum frá Daimler, eiganda Mercedes-Benz, er stefnt að því að reynsluakstur og prófanir viðskiptavina geti hafist á GenH2 vörubílnum árið 2023 og að fjöldaframleiðsla mun hefjast á síðari hluta áratugarins.
Vistvænir bílar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent