Utanríkisráðuneytið styrkir Barnaheill vegna mannúðaraðstoðar í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó Heimsljós 30. september 2020 11:56 Ljósmynd frá Kongó Barnaheill - Save the Children Utanríkisráðuneytið hefur gert samning við Barnaheill – Save the Children á Íslandi vegna verkefnisins „Barnvæn svæði og barnavernd í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó“ og fellur verkefnið undir alþjóðlegt neyðarkall. Þörfin fyrir aðstoð í landinu er gríðarleg en þar hafa ríkt átök samfellt í tæplega þrjátíu ár. „Stríðið hefur verið skilgreint sem ein af alvarlegri mannúðarhörmungum heims en lítið er um fjölmiðlaumfjöllun um ástand mála og er oft talað um landið sem gleymt hamfarasvæði. Vegna þessa hefur meðal annars verið erfitt að fjármagna mannúðaraðgerðir í landinu,“ segir Guðrún Helga Jóhannsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri og leiðtogi erlendra verkefna hjá Barnaheillum. Verkefnið sem um ræðir kemur til framkvæmda í Suður-Kivu héraði en þar er ástandið alvarlegt og talið er að um 800 þúsund manns þurfi á bráðri neyðaraðstoð að halda. Verkefnið miðar að því að vernda börn gegn ofbeldi, misnotkun, útskúfun og vanrækslu, auk þess að vernda börn fyrir því að vera neydd til að ganga til liðs við vígahópa og styðja við þau börn sem hafa þegar verið neydd til þess. Verkefnið miðar að því að ná þessu fram með því að styðja við barnvæn svæði og samfélagslega leidda barnavernd og bjargráð. Verkefnið miðar einnig að því að byggja á sérþekkingu Barnaheilla - Save the Children á Íslandi með skýrri skírskotun í innlend verkefni samtakanna með innleiðingu á BellaNet aðferðafræðinni sem þjálfar einstaklinga sem vinna með ungu fólki með áherslu á forvarnir. „Markmiðið með Bella Net er að styrkja sjálfsmynd og sjálfsvirðingu barna og ungmenna. Þar sem þau læra að setja sjálfum sér og öðrum heilbrigð mörk. Í Bella Net hópastarfi fær ungt fólk vettvang til að þjálfa sig í að spegla sig, hlusta á skoðanir annarra, tjá eigin skoðanir sem og réttlæta og standa með sjálfu sér. Nemendurnir öðlast meira umburðarlyndi, skilning og samúð, en fyrst og fremst upplifa þeir aukið sjálfsöryggi,“ segir Guðrún Helga. Hún segist vænta þess að verkefnið verði til þess að draga úr þjáningum barna og styðja við þau börn sem brotið hefur verið á. Átökin í Kongó hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir börn í landinu og ofbeldi gegn börnum sé margvíslegt og útbreitt. „Með barnvænum svæðum og sálfræðilegum stuðningi við börn er þeim veitt athvarf þar sem þeim leyfist að leika sér við öruggar aðstæður og þau fá fræðslu og fá að taka þátt í valdeflingarverkefnum. Börn öðlast þar kunnáttu og þekkingu til að stuðla að vernd sinni og jafnaldra sinna, til dæmis með því að fá vitneskju um hvar hægt er að nálgast stoðþjónustu við fórnarlömb ofbeldis, fá aðgang að gistifjölskyldum, sérhæfða sálfræðiþjónustu, læknisaðstoð og lögfræðiaðstoð,“ segir Guðrún Helga. Styrkurinn er hluti af samstarfi ráðuneytisins við íslensk félagasamtök en auglýst var í byrjun árs 2020 eftir umsóknum um styrki vegna þróunarsamvinnuverkefna og mannúðaraðstoðar félagasamtaka. Umsóknarfrestur vegna þróunarsamvinnuverkefna var til 31. mars en hins vegar var sú breyting gerð að enginn umsóknarfrestur er skilgreindur fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar. Það er því opið fyrir umsóknir allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Nánar má lesa um samstarfið á vef stjórnarráðsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent
Utanríkisráðuneytið hefur gert samning við Barnaheill – Save the Children á Íslandi vegna verkefnisins „Barnvæn svæði og barnavernd í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó“ og fellur verkefnið undir alþjóðlegt neyðarkall. Þörfin fyrir aðstoð í landinu er gríðarleg en þar hafa ríkt átök samfellt í tæplega þrjátíu ár. „Stríðið hefur verið skilgreint sem ein af alvarlegri mannúðarhörmungum heims en lítið er um fjölmiðlaumfjöllun um ástand mála og er oft talað um landið sem gleymt hamfarasvæði. Vegna þessa hefur meðal annars verið erfitt að fjármagna mannúðaraðgerðir í landinu,“ segir Guðrún Helga Jóhannsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri og leiðtogi erlendra verkefna hjá Barnaheillum. Verkefnið sem um ræðir kemur til framkvæmda í Suður-Kivu héraði en þar er ástandið alvarlegt og talið er að um 800 þúsund manns þurfi á bráðri neyðaraðstoð að halda. Verkefnið miðar að því að vernda börn gegn ofbeldi, misnotkun, útskúfun og vanrækslu, auk þess að vernda börn fyrir því að vera neydd til að ganga til liðs við vígahópa og styðja við þau börn sem hafa þegar verið neydd til þess. Verkefnið miðar að því að ná þessu fram með því að styðja við barnvæn svæði og samfélagslega leidda barnavernd og bjargráð. Verkefnið miðar einnig að því að byggja á sérþekkingu Barnaheilla - Save the Children á Íslandi með skýrri skírskotun í innlend verkefni samtakanna með innleiðingu á BellaNet aðferðafræðinni sem þjálfar einstaklinga sem vinna með ungu fólki með áherslu á forvarnir. „Markmiðið með Bella Net er að styrkja sjálfsmynd og sjálfsvirðingu barna og ungmenna. Þar sem þau læra að setja sjálfum sér og öðrum heilbrigð mörk. Í Bella Net hópastarfi fær ungt fólk vettvang til að þjálfa sig í að spegla sig, hlusta á skoðanir annarra, tjá eigin skoðanir sem og réttlæta og standa með sjálfu sér. Nemendurnir öðlast meira umburðarlyndi, skilning og samúð, en fyrst og fremst upplifa þeir aukið sjálfsöryggi,“ segir Guðrún Helga. Hún segist vænta þess að verkefnið verði til þess að draga úr þjáningum barna og styðja við þau börn sem brotið hefur verið á. Átökin í Kongó hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir börn í landinu og ofbeldi gegn börnum sé margvíslegt og útbreitt. „Með barnvænum svæðum og sálfræðilegum stuðningi við börn er þeim veitt athvarf þar sem þeim leyfist að leika sér við öruggar aðstæður og þau fá fræðslu og fá að taka þátt í valdeflingarverkefnum. Börn öðlast þar kunnáttu og þekkingu til að stuðla að vernd sinni og jafnaldra sinna, til dæmis með því að fá vitneskju um hvar hægt er að nálgast stoðþjónustu við fórnarlömb ofbeldis, fá aðgang að gistifjölskyldum, sérhæfða sálfræðiþjónustu, læknisaðstoð og lögfræðiaðstoð,“ segir Guðrún Helga. Styrkurinn er hluti af samstarfi ráðuneytisins við íslensk félagasamtök en auglýst var í byrjun árs 2020 eftir umsóknum um styrki vegna þróunarsamvinnuverkefna og mannúðaraðstoðar félagasamtaka. Umsóknarfrestur vegna þróunarsamvinnuverkefna var til 31. mars en hins vegar var sú breyting gerð að enginn umsóknarfrestur er skilgreindur fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar. Það er því opið fyrir umsóknir allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Nánar má lesa um samstarfið á vef stjórnarráðsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent