Polestar Precept fer í framleiðslu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. september 2020 07:00 Polestar Precept Polestar hefur staðfest að það standi til að smíða Precept bílinn, sem hingað til hefur einungis verið til sem hugmyndabíll. Precept verður fjögurra sæta langferðabíll. Hann verður smíðaður í Kína og verður álíka langur og Mercedes-Benz S-Class. Hann verður úr endurunnum efnum. Innréttingin verður til að mynda úr endurunnum plastflöskum, netadræsum og kork. Innrarými Polestar Precept. Ný verksmiðja Polestar í Kína á að verða kolefnishlutlaus. „Neytendur vilja sjá breytingar frá bílaiðnaðinum, ekki bara drauma,“ segir yfirmaður Polestar, Thomas Ingenlath. „Með Precept ætlum við okkur að senda enn sterkari skilaboð. Við ætlum að minnka umhverfisáhrif af bílunum okkar og starfsemi. Markmiðið er að verða kolefnishlutlaus, þrátt fyrir að ég geri mér fyllilega grein fyrir að það sé langtímamarkmið,“ bætti Ingenlath við. Upplýsingar um afl, drægni og tíma úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst. eru enn ófinnanlegar. Hann verður rafdrifinn eins og aðrir Polestar bílar. Vistvænir bílar Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent
Polestar hefur staðfest að það standi til að smíða Precept bílinn, sem hingað til hefur einungis verið til sem hugmyndabíll. Precept verður fjögurra sæta langferðabíll. Hann verður smíðaður í Kína og verður álíka langur og Mercedes-Benz S-Class. Hann verður úr endurunnum efnum. Innréttingin verður til að mynda úr endurunnum plastflöskum, netadræsum og kork. Innrarými Polestar Precept. Ný verksmiðja Polestar í Kína á að verða kolefnishlutlaus. „Neytendur vilja sjá breytingar frá bílaiðnaðinum, ekki bara drauma,“ segir yfirmaður Polestar, Thomas Ingenlath. „Með Precept ætlum við okkur að senda enn sterkari skilaboð. Við ætlum að minnka umhverfisáhrif af bílunum okkar og starfsemi. Markmiðið er að verða kolefnishlutlaus, þrátt fyrir að ég geri mér fyllilega grein fyrir að það sé langtímamarkmið,“ bætti Ingenlath við. Upplýsingar um afl, drægni og tíma úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst. eru enn ófinnanlegar. Hann verður rafdrifinn eins og aðrir Polestar bílar.
Vistvænir bílar Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent